Erlent

Minnst 21 lét lífið í sjálfsmorðsárás

Samúel Karl Ólason skrifar
Árásin var gerð á skrúðgöngu sjíta í Kano héraði í Nígeríu.
Árásin var gerð á skrúðgöngu sjíta í Kano héraði í Nígeríu. Vísir/AFP

Minnst 21 lét lífið í sjálfsmorðsárás á skrúðgöngu sjíta í Nígeríu. Árásin var gerð í þorpinu Dakasoye þar sem árleg hátíð átti sér stað. Árásarmaðurinn hljóp að hópi fólks og sprengdi sjálfan sig í loft upp. Lögreglan segist ekki vita hvað stóð að baki árásinni né hver gerði hana.

Grunur leikur hins vegar á að hryðjuverkasamtökin Boko Haram hafi gert árásina.

Samkvæmt frétt BBC segja vitni að skömmu áður hafi annar maður verið handtekinn með sprengju í þorpinu. Hátíðin, sem tekur sjö daga, hélt áfram eftir sprenginguna. Flestir múslímar í Nígeríu tilheyra súnnítum en mikil spenna ríkir iðulega á milli hópanna tveggja.

Meðlimir Boko Haram líta á sjíta sem villutrúarfólk sem eigi að myrða.

Þúsundir hafa látið lífið á þeim sex árum sem samtökin hafa verið virk á svæðinu og rúmlega tvær milljónir hafa flúið heimili sín. Undanfarna mánuði hefur árásum þeirra á borgara í landinu fjölgað, eftir að herinn rak þá frá yfirráðasvæðum sínum í norðurhluta landsins.


Tengdar fréttir

Bandarískir hermenn í Kamerún

300 hermenn verða sendir þangað til að hjálpa til í baráttunni gegn hryðjuverkasamtökunum Boko Haram.

Tugir féllu í árás í Nígeríu

Að minnsta kosti þrjátíu manns fórust þegar tvær sprengjur sprungu í nótt í mosku í nígerísku borginni Maiduguri.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×