Enski boltinn

Messan: Liverpool vantar menn sem setja boltann yfir línuna | Myndband

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Martin Skrtel tryggði Liverpool 2-2 jafntefli gegn Arsenal í stórleik síðustu helgar í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu.

„Þeir virkuðu ekkert sterkari aðilinn - þeir voru það,“ sagði Hjörvar Hafliðason um Liverpool-liðið þrátt fyrir að það hafi aðeins náð að bjarga stigi í uppbótartíma.

Guðmundur Benediktsson sagði Liverpool-liðið hafa spilað vel gegn Arsenal og gegn Manchester United þar sem það steinlá, 3-0.

„Er það ekki einmitt málið? Þeir fá fullt af færum á móti Manchester United og enn fleiri á móti Arsenal. Hverjir fá borgað mest í fótbolta? Eru það ekki yfirleitt þeir sem setja bolta yfir línuna? Það vantar bara menn sem gera það hjá Liverpool,“ sagði Hjörvar.

„Með fullri virðingu fyrir Szczesny og De Gea sem voru í markinu í þessum tveimur leikjum þá eru þetta ömurleg slútt oft á tíðum hjá framherjum Liverpool. Aðalslúttarinn er bara meiddur.“

Umræðuna alla má sjá í spilaranum hér að ofan.


Tengdar fréttir

Lallana: Erum að komast í gang

Miðjumaður Liverpool bjartsýnn þrátt fyrir að liðið sé ekki búið að vinna í þremur leikjum í röð í úrvalsdeildinni.

Brendan Rodgers: Liverpool getur náð einu af fjórum efstu sætunum

Brendan Rodgers, knattspyrnustjóri Liverpool, hefur enn fulla trú á því að liðið geti tryggt sér Meistaradeildarsæti á þessu tímabili þrátt fyrir mikla erfiðleika á fyrri hluta tímabilsins. Liverpool náði 2-2 jafntefli á móti Arsenal í gær eftir að hafa jafnað metin í uppbótartíma.

Óvissa um framtíð tólf varnarmanna á Anfield

Fullt af varnarmönnum gætu verið á leið frá Liverpool ef marka má samantekt The Telegraph í dag en þar er fjallað um hugsanlegar hreinsanir knattspyrnustjórans Brendan Rodgers næsta sumar.

Phil Neville: Flamini eins og rúðuþurrka

Phil Neville, fyrrum leikmaður Manchester United og Everton, leikgreindi viðureign Liverpool og Arsenal fyrir BBC en liðin gerðu 2-2 jafntefli í æsispennandi leik á Anfield í gær.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×