Mamma Ellu Dísar tilkynnt til barnaverndaryfirvalda Erla Hlynsdóttir skrifar 8. desember 2010 14:45 Ella Dís er komin aftur heim til Íslands og aftur byrjuð að brosa „Ella Dís er aftur orðin hraust og orðin hún sjálf. Hún dillar sér og brosir og er aftur orðin yndislega hún. Ég vona bara að þetta haldist svona í aðra átján mánuði, að minnsta kosti," segir Ragna Erlendsdóttir, móðir Ellu Dísar. Þær mæðgur komu aftur heim frá Englandi á fimmtudag þar sem Ella Dís lá á spítala. Ragna hafði þá útskrifað dóttur sína af Barnaspítala Hringsins, án samráðs við lækna þar, og farið með hana til Englands. Áður en Ella Dís lagðist inn hafði hún misst meðvitund sem rakin var til þess hversu lítið natríum var í líkamanum. Fyrir þessi veikindi nú hafði Ella Dís ekk veikst alvarlega í hálft annað ár og farið í tvær vel heppnaðar stofnfrumumeðferðir. Ella Dís á aftur tíma hjá læknunum í Englandi í janúar en þeir eru að reyna að grafast fyrir um ástæður þess að natríummagnið varð eins lágt og raun bar vitni. Ragna er því þegar byrjuð að safna fyrir ferðinni. Þar sem faðir Ellu Dísar er breskur nýtur hún ákveðinna réttinda þar í landi en Ragna þarf engu að síður að borga ferðakostnað og hótelgistingu, auk annars tilfallandi kostnaðar.Óttaðist um líf barnsins Eins gleðilegt og það er að Ella Dís er á batavegi ber þó skugga á þá hamingju þar sem læknar á Barnaspítala Hringsins hafa tilkynnt Rögnu til barnaverndaryfirvalda vegna þess að hún fór út með Ellu Dís, þrátt fyrir mótmæli lækna hennar hér. „Læknarnir ásaka mig um að hafa tekið slæma ákvörðun með því að fara með hana út. En ég óttaðist um líf barnsins míns og taldi þetta hið eina rétta í stöðunni," segir hún.Alvarlegar ásakanir Að sögn Rögnu hafa læknar Barnaspítalans ennfremur tilkynnt hana til landslæknisembættisins vegna opinberrar gagnrýni hennar á störf lækna á Barnaspítalanum. „Ég hef staðið mig vel og finnst leiðinlegt að þeir hafi ákveðið að fara þessa leið. Ég hef bara verið að lýsa minni upplifun og mínum tilfinningum þegar ég hef talað við fjölmiðla og bloggað um hvernig læknarnir haga sér gagnvart dóttur minni. Þeir segja að ég hafi verið að koma fram með alvarlegar ásakanir. Mér finnst eins og það sé verið að reyna að þagga niður í mér," segir hún.Varnarlaus móðir Ragna upplifir sig eina og varnarlausa í þessari stöðu og segist ekki vita hvert hún eigi að leita ef eitthvað bjátar á hjá Ellu Dís. „Þetta er árás á mig. Núna líður mér þaning að ég geti ekki farið með dóttur mína á eina spítalann okkar. Ég hef helgað líf mitt umönnun Ellu Dísar. Ég hef gert mitt til að sjá um hana eins vel og ég get. Mér finnst ég vera algjörlega varnarlaus og reyni að umkringja mig með góðum vinkonum og fólki sem styður mig í að berjast fyrir réttlætinu," segir hún. Ragna reynir að vera sterk en finnst mótlætið mikið. „Ég trúi ekki að þetta sé að gerast og það rétt fyrir jólin. Ég held jólin hátíðleg fyrir börnin mín en innst inni er ég með kvíðahnút. Ég reyni að vera jákvæð og bjartsýn. Ég hef ekki gert neitt rangt og mér finnst mjög leiðinlegt að þetta sé staðan. ÉG vil ekki standa í neinum leiðindum," segir hún. Þegar blaðamaður hafði samband við Barnaspítalann og bar orð Rögnu undir lækni þar fengust þau svör að starfsfólk gæti ekki tjáð sig um einstök mál vegna trúnaðarskyldu. Ella Dís er tæplega fimm ára gömul en þegar hún var á öðru aldursári fór að bera á lömun í höndum sem ágerðist hratt og eftir mikla þrautargöngu hjá læknum komust þeir að þeirri niðurstöðu að hún væri með sjálfsofnæmi.Tenglar:Bloggsíða móður Ellu DísarFacebook-síða Ellu Dísar Fréttir ársins 2010 Tengdar fréttir „Ég hef aldrei séð barnið mitt svona hræðilega þjáð“ „Hún er enn meðvitundarlaus, í einhvers konar dái," segir Ragna Erlendsdóttir, móðir Ellu Dísar sem liggur alvarlega veik á Barnaspítala Hringsins. Ella Dís fékk magapest fyrir um tveimur vikum og hefur hún ekki náð að jafna sig. Ástæða veikindanna er þó enn ókunn. „Læknarnir komust að því að hún var hættulega lág í sódíum og vilja meina að hún sé jafnvel með heilabjúg, þess vegna sé hún svona meðvitundarlaus og sé ekki með okkur," segir Ragna. 15. nóvember 2010 10:44 Ella Dís er komin til meðvitundar Ella Dís opnaði augun seint í gær og er komin til meðvitundar. „Mér fannst hún samt ekki alveg þekkja mig en þetta er skref fram á við og ég vona svo og bið að framhaldið sé aðeins upp á við," segir Ragna Erlendsdóttir, móðir Ellu Dísar, sem lá meðvitundarlaus á Barnaspítala Hringsins. Eins og Vísir sagði frá í gær var ástand Ellu Dísar mjög alvarlegt en svo virðist sem líðan hennar sé betri í dag. 16. nóvember 2010 10:41 „Ég vil ekki bíða og sjá lengur, ég vil bara að eitthvað sé gert." „Við erum bara að labba upp á spítala, enska kerfið er svolítið erfitt. Hún hefur ekki verið inni hérna lengi svo það tók tíma að finna hana í kerfinu,“ segir Ragna Erlendsdóttir, móðir Ellu Dísar, sem er núna stödd í London. 22. nóvember 2010 21:33 Mest lesið Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Innlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Fleiri fréttir „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Bein útsending: Innviðaþing 2025 - Sterkir innviðir – sterkt samfélag Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Komu göngumanni til bjargar við Lakagíga Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Sjá meira
„Ella Dís er aftur orðin hraust og orðin hún sjálf. Hún dillar sér og brosir og er aftur orðin yndislega hún. Ég vona bara að þetta haldist svona í aðra átján mánuði, að minnsta kosti," segir Ragna Erlendsdóttir, móðir Ellu Dísar. Þær mæðgur komu aftur heim frá Englandi á fimmtudag þar sem Ella Dís lá á spítala. Ragna hafði þá útskrifað dóttur sína af Barnaspítala Hringsins, án samráðs við lækna þar, og farið með hana til Englands. Áður en Ella Dís lagðist inn hafði hún misst meðvitund sem rakin var til þess hversu lítið natríum var í líkamanum. Fyrir þessi veikindi nú hafði Ella Dís ekk veikst alvarlega í hálft annað ár og farið í tvær vel heppnaðar stofnfrumumeðferðir. Ella Dís á aftur tíma hjá læknunum í Englandi í janúar en þeir eru að reyna að grafast fyrir um ástæður þess að natríummagnið varð eins lágt og raun bar vitni. Ragna er því þegar byrjuð að safna fyrir ferðinni. Þar sem faðir Ellu Dísar er breskur nýtur hún ákveðinna réttinda þar í landi en Ragna þarf engu að síður að borga ferðakostnað og hótelgistingu, auk annars tilfallandi kostnaðar.Óttaðist um líf barnsins Eins gleðilegt og það er að Ella Dís er á batavegi ber þó skugga á þá hamingju þar sem læknar á Barnaspítala Hringsins hafa tilkynnt Rögnu til barnaverndaryfirvalda vegna þess að hún fór út með Ellu Dís, þrátt fyrir mótmæli lækna hennar hér. „Læknarnir ásaka mig um að hafa tekið slæma ákvörðun með því að fara með hana út. En ég óttaðist um líf barnsins míns og taldi þetta hið eina rétta í stöðunni," segir hún.Alvarlegar ásakanir Að sögn Rögnu hafa læknar Barnaspítalans ennfremur tilkynnt hana til landslæknisembættisins vegna opinberrar gagnrýni hennar á störf lækna á Barnaspítalanum. „Ég hef staðið mig vel og finnst leiðinlegt að þeir hafi ákveðið að fara þessa leið. Ég hef bara verið að lýsa minni upplifun og mínum tilfinningum þegar ég hef talað við fjölmiðla og bloggað um hvernig læknarnir haga sér gagnvart dóttur minni. Þeir segja að ég hafi verið að koma fram með alvarlegar ásakanir. Mér finnst eins og það sé verið að reyna að þagga niður í mér," segir hún.Varnarlaus móðir Ragna upplifir sig eina og varnarlausa í þessari stöðu og segist ekki vita hvert hún eigi að leita ef eitthvað bjátar á hjá Ellu Dís. „Þetta er árás á mig. Núna líður mér þaning að ég geti ekki farið með dóttur mína á eina spítalann okkar. Ég hef helgað líf mitt umönnun Ellu Dísar. Ég hef gert mitt til að sjá um hana eins vel og ég get. Mér finnst ég vera algjörlega varnarlaus og reyni að umkringja mig með góðum vinkonum og fólki sem styður mig í að berjast fyrir réttlætinu," segir hún. Ragna reynir að vera sterk en finnst mótlætið mikið. „Ég trúi ekki að þetta sé að gerast og það rétt fyrir jólin. Ég held jólin hátíðleg fyrir börnin mín en innst inni er ég með kvíðahnút. Ég reyni að vera jákvæð og bjartsýn. Ég hef ekki gert neitt rangt og mér finnst mjög leiðinlegt að þetta sé staðan. ÉG vil ekki standa í neinum leiðindum," segir hún. Þegar blaðamaður hafði samband við Barnaspítalann og bar orð Rögnu undir lækni þar fengust þau svör að starfsfólk gæti ekki tjáð sig um einstök mál vegna trúnaðarskyldu. Ella Dís er tæplega fimm ára gömul en þegar hún var á öðru aldursári fór að bera á lömun í höndum sem ágerðist hratt og eftir mikla þrautargöngu hjá læknum komust þeir að þeirri niðurstöðu að hún væri með sjálfsofnæmi.Tenglar:Bloggsíða móður Ellu DísarFacebook-síða Ellu Dísar
Fréttir ársins 2010 Tengdar fréttir „Ég hef aldrei séð barnið mitt svona hræðilega þjáð“ „Hún er enn meðvitundarlaus, í einhvers konar dái," segir Ragna Erlendsdóttir, móðir Ellu Dísar sem liggur alvarlega veik á Barnaspítala Hringsins. Ella Dís fékk magapest fyrir um tveimur vikum og hefur hún ekki náð að jafna sig. Ástæða veikindanna er þó enn ókunn. „Læknarnir komust að því að hún var hættulega lág í sódíum og vilja meina að hún sé jafnvel með heilabjúg, þess vegna sé hún svona meðvitundarlaus og sé ekki með okkur," segir Ragna. 15. nóvember 2010 10:44 Ella Dís er komin til meðvitundar Ella Dís opnaði augun seint í gær og er komin til meðvitundar. „Mér fannst hún samt ekki alveg þekkja mig en þetta er skref fram á við og ég vona svo og bið að framhaldið sé aðeins upp á við," segir Ragna Erlendsdóttir, móðir Ellu Dísar, sem lá meðvitundarlaus á Barnaspítala Hringsins. Eins og Vísir sagði frá í gær var ástand Ellu Dísar mjög alvarlegt en svo virðist sem líðan hennar sé betri í dag. 16. nóvember 2010 10:41 „Ég vil ekki bíða og sjá lengur, ég vil bara að eitthvað sé gert." „Við erum bara að labba upp á spítala, enska kerfið er svolítið erfitt. Hún hefur ekki verið inni hérna lengi svo það tók tíma að finna hana í kerfinu,“ segir Ragna Erlendsdóttir, móðir Ellu Dísar, sem er núna stödd í London. 22. nóvember 2010 21:33 Mest lesið Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Innlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Fleiri fréttir „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Bein útsending: Innviðaþing 2025 - Sterkir innviðir – sterkt samfélag Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Komu göngumanni til bjargar við Lakagíga Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Sjá meira
„Ég hef aldrei séð barnið mitt svona hræðilega þjáð“ „Hún er enn meðvitundarlaus, í einhvers konar dái," segir Ragna Erlendsdóttir, móðir Ellu Dísar sem liggur alvarlega veik á Barnaspítala Hringsins. Ella Dís fékk magapest fyrir um tveimur vikum og hefur hún ekki náð að jafna sig. Ástæða veikindanna er þó enn ókunn. „Læknarnir komust að því að hún var hættulega lág í sódíum og vilja meina að hún sé jafnvel með heilabjúg, þess vegna sé hún svona meðvitundarlaus og sé ekki með okkur," segir Ragna. 15. nóvember 2010 10:44
Ella Dís er komin til meðvitundar Ella Dís opnaði augun seint í gær og er komin til meðvitundar. „Mér fannst hún samt ekki alveg þekkja mig en þetta er skref fram á við og ég vona svo og bið að framhaldið sé aðeins upp á við," segir Ragna Erlendsdóttir, móðir Ellu Dísar, sem lá meðvitundarlaus á Barnaspítala Hringsins. Eins og Vísir sagði frá í gær var ástand Ellu Dísar mjög alvarlegt en svo virðist sem líðan hennar sé betri í dag. 16. nóvember 2010 10:41
„Ég vil ekki bíða og sjá lengur, ég vil bara að eitthvað sé gert." „Við erum bara að labba upp á spítala, enska kerfið er svolítið erfitt. Hún hefur ekki verið inni hérna lengi svo það tók tíma að finna hana í kerfinu,“ segir Ragna Erlendsdóttir, móðir Ellu Dísar, sem er núna stödd í London. 22. nóvember 2010 21:33