Máli Snædísar ekki áfrýjað: Fullnaðarsigur í gífurlega fordæmisgefandi máli Stefán Ó. Jónsson skrifar 22. júlí 2015 13:56 Snædís Rán ásamt móður sinni, túlkum og aðstoðarkonu í Héraðsdómi Reykjavíkur. vísir/Stefán Íslenska ríkið áfrýjaði ekki niðurstöðu Héraðsdóms Reykjavíkur í máli Snædísar Ránar Hjartardóttur sem stefndi stjórnvöldum fyrr á þessu ári fyrir að veita henni ekki þá túlkaþjónustu sem hún þarf. Héraðsdómur komst að þeirri niðurstöðu þann 30. júní síðastliðinn að íslenska ríkið hafi brotið gegn Snædísi þegar henni var gert að greiða fyrir túlkaþjónustu úr eigin vasa og er dómurinn talinn staðfesta skýlausan rétt heyrnalausra til túlkunar. Ljóst er að íslenska ríkið mun ekki áfrýja niðurstöðu dómsins til Hæstaréttar úr þessu enda rann áfrýjunarfresturinn út í gær.Málinu lokið með fullnaðarsigri Páll Rúnar Kristjánsson, lögmaður Snædísar, segir því ekki um annað að ræða en að fullnaðarsigur hafi fengist í málinu. Þessi niðurstaða hafi þó ekki komið honum mikið á óvart enda hafi menntamálaráðherra, Illugi Gunnarsson, lýst því yfir að hann myndi beita sér fyrir því að málinu yrði ekki áfrýjað til æðra dómstigs. Páll Rúnar segir að boltinn sé nú hjá stjórnvöldum enda hafi úrskurður héraðsdóms gífurlegt fordæmisgildi fyrir íslenska ríkið. „Tilfelli Snædísar er ekkert jaðartilfelli. Hann hefur í för með sér að fólk eigi að fá þessu þjónustu og það endurgjaldslaust. Sömuleiðis hafa þeir sem nú þegar hafa greitt fyrir slíka þjónustu endurkröfurétt og þeim sem hefur verið neitað um þjónustuna eiga miskabótarétt,“ segir Páll. „Nú hlýtur hið faglega og vandaða stjórnvald að hafa frumkvæði að því að bæta fólki það tjón sem það hefur orðið fyrir,“ segir hann ennfremur. Mannréttindi eigi ekki að stranda á fjárlögum og ríkið eigi svo sannarlega ekki að þurfa að bíða eftir því að hver einn og einasti stefni því til að fá rétti sínum framfylgt. Tengdar fréttir Greiðir himinháan kostnað vegna túlkaþjónustu úr eigin vasa Snædís Rán Hjartardóttir sem stefndi Samskiptamiðstöð heyrnarlausra og heyrnarskertra, íslenska ríkinu og Reykjavíkurborg útaf synjunar á túlkaþjónustu greiðir kostnað vegna samskipta sjálf. Þriggja klukkutíma fundur kostaði hana fimmtíu þúsund krónur 13. júní 2015 20:00 Snædís sigraði í héraðsdómi: „Staðan er tvö - núll í hálfleik“ Stjórnarskrárvarin réttindi fólks eru æðri fjárlögum. „Eins og ef konur fengju ekki að kjósa vegna þess að fjárveiting til kosningamála hafi verið skorin niður“ segir lögmaður Snædísar. 30. júní 2015 14:30 Heyrnarlausir fagna dómi í máli Snædísar: „Tryggja þarf rétt okkar til að vera virkir þjóðfélagsþegnar“ Formaður Félags heyrnarlausra segir úrskurð héraðsdóms í máli Snædísar Ránar mikilvægan sigur í baráttu þeirra sem nota táknmál í daglegu lífi. 2. júlí 2015 13:37 Mest lesið Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Innlent Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Erlent Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Erlent Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Innlent Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt Innlent Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Innlent Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Innlent Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Innlent Framtíðar kvikmyndagerðarfólk í Sunnulækjarskóla á Selfossi Innlent Laugdælingur og Hvergerðingur hlutskarpastir í Pangeu Innlent Fleiri fréttir Framtíðar kvikmyndagerðarfólk í Sunnulækjarskóla á Selfossi Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Laugdælingur og Hvergerðingur hlutskarpastir í Pangeu Fjölgun falsaðra skilríkja og úrslitakvöld Eurovision Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Róttækar breytingar á byggingareftirliti og í beinni frá Basel Blöndulón fyllist sögulega snemma og staðan góð í lónum Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Svalt þokuloft ekki langt undan Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Umferðarljós við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar óvirk Óheillaskref að áfengi sé selt á vellinum Mikið viðbragð Gæslunnar vegna veikinda langt úti á hafi Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Bein útsending: Sterkari saman - Þjóðarsjúkrahús í 25 ár Afstaða fær 600 þúsund í verðlaun frá Reykjavíkurborg Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Sjá meira
Íslenska ríkið áfrýjaði ekki niðurstöðu Héraðsdóms Reykjavíkur í máli Snædísar Ránar Hjartardóttur sem stefndi stjórnvöldum fyrr á þessu ári fyrir að veita henni ekki þá túlkaþjónustu sem hún þarf. Héraðsdómur komst að þeirri niðurstöðu þann 30. júní síðastliðinn að íslenska ríkið hafi brotið gegn Snædísi þegar henni var gert að greiða fyrir túlkaþjónustu úr eigin vasa og er dómurinn talinn staðfesta skýlausan rétt heyrnalausra til túlkunar. Ljóst er að íslenska ríkið mun ekki áfrýja niðurstöðu dómsins til Hæstaréttar úr þessu enda rann áfrýjunarfresturinn út í gær.Málinu lokið með fullnaðarsigri Páll Rúnar Kristjánsson, lögmaður Snædísar, segir því ekki um annað að ræða en að fullnaðarsigur hafi fengist í málinu. Þessi niðurstaða hafi þó ekki komið honum mikið á óvart enda hafi menntamálaráðherra, Illugi Gunnarsson, lýst því yfir að hann myndi beita sér fyrir því að málinu yrði ekki áfrýjað til æðra dómstigs. Páll Rúnar segir að boltinn sé nú hjá stjórnvöldum enda hafi úrskurður héraðsdóms gífurlegt fordæmisgildi fyrir íslenska ríkið. „Tilfelli Snædísar er ekkert jaðartilfelli. Hann hefur í för með sér að fólk eigi að fá þessu þjónustu og það endurgjaldslaust. Sömuleiðis hafa þeir sem nú þegar hafa greitt fyrir slíka þjónustu endurkröfurétt og þeim sem hefur verið neitað um þjónustuna eiga miskabótarétt,“ segir Páll. „Nú hlýtur hið faglega og vandaða stjórnvald að hafa frumkvæði að því að bæta fólki það tjón sem það hefur orðið fyrir,“ segir hann ennfremur. Mannréttindi eigi ekki að stranda á fjárlögum og ríkið eigi svo sannarlega ekki að þurfa að bíða eftir því að hver einn og einasti stefni því til að fá rétti sínum framfylgt.
Tengdar fréttir Greiðir himinháan kostnað vegna túlkaþjónustu úr eigin vasa Snædís Rán Hjartardóttir sem stefndi Samskiptamiðstöð heyrnarlausra og heyrnarskertra, íslenska ríkinu og Reykjavíkurborg útaf synjunar á túlkaþjónustu greiðir kostnað vegna samskipta sjálf. Þriggja klukkutíma fundur kostaði hana fimmtíu þúsund krónur 13. júní 2015 20:00 Snædís sigraði í héraðsdómi: „Staðan er tvö - núll í hálfleik“ Stjórnarskrárvarin réttindi fólks eru æðri fjárlögum. „Eins og ef konur fengju ekki að kjósa vegna þess að fjárveiting til kosningamála hafi verið skorin niður“ segir lögmaður Snædísar. 30. júní 2015 14:30 Heyrnarlausir fagna dómi í máli Snædísar: „Tryggja þarf rétt okkar til að vera virkir þjóðfélagsþegnar“ Formaður Félags heyrnarlausra segir úrskurð héraðsdóms í máli Snædísar Ránar mikilvægan sigur í baráttu þeirra sem nota táknmál í daglegu lífi. 2. júlí 2015 13:37 Mest lesið Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Innlent Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Erlent Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Erlent Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Innlent Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt Innlent Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Innlent Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Innlent Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Innlent Framtíðar kvikmyndagerðarfólk í Sunnulækjarskóla á Selfossi Innlent Laugdælingur og Hvergerðingur hlutskarpastir í Pangeu Innlent Fleiri fréttir Framtíðar kvikmyndagerðarfólk í Sunnulækjarskóla á Selfossi Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Laugdælingur og Hvergerðingur hlutskarpastir í Pangeu Fjölgun falsaðra skilríkja og úrslitakvöld Eurovision Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Róttækar breytingar á byggingareftirliti og í beinni frá Basel Blöndulón fyllist sögulega snemma og staðan góð í lónum Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Svalt þokuloft ekki langt undan Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Umferðarljós við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar óvirk Óheillaskref að áfengi sé selt á vellinum Mikið viðbragð Gæslunnar vegna veikinda langt úti á hafi Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Bein útsending: Sterkari saman - Þjóðarsjúkrahús í 25 ár Afstaða fær 600 þúsund í verðlaun frá Reykjavíkurborg Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Sjá meira
Greiðir himinháan kostnað vegna túlkaþjónustu úr eigin vasa Snædís Rán Hjartardóttir sem stefndi Samskiptamiðstöð heyrnarlausra og heyrnarskertra, íslenska ríkinu og Reykjavíkurborg útaf synjunar á túlkaþjónustu greiðir kostnað vegna samskipta sjálf. Þriggja klukkutíma fundur kostaði hana fimmtíu þúsund krónur 13. júní 2015 20:00
Snædís sigraði í héraðsdómi: „Staðan er tvö - núll í hálfleik“ Stjórnarskrárvarin réttindi fólks eru æðri fjárlögum. „Eins og ef konur fengju ekki að kjósa vegna þess að fjárveiting til kosningamála hafi verið skorin niður“ segir lögmaður Snædísar. 30. júní 2015 14:30
Heyrnarlausir fagna dómi í máli Snædísar: „Tryggja þarf rétt okkar til að vera virkir þjóðfélagsþegnar“ Formaður Félags heyrnarlausra segir úrskurð héraðsdóms í máli Snædísar Ránar mikilvægan sigur í baráttu þeirra sem nota táknmál í daglegu lífi. 2. júlí 2015 13:37