Lögreglustjóri telur að fólk leggi saman tvo og tvo Þórhildur Þorkelsdóttir skrifar 19. júlí 2016 19:15 Lögreglan í Vestmannaeyjum ætlar ekki að upplýsa fjölmiðla um tilkynnt kynferðisbrot sem upp kunna að koma á Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum fyrr en eftir hátíðina. Lögreglustjórinn í Vestmannaeyjum segir brotin vera sérlega viðkvæm þar sem þau gerist oft á milli tengdra aðila í lokuðu rými. Fréttablaðið greindi frá því í dag að Páley Borgþórsdóttir lögreglustjóri í Vestmannaeyjum hyggist viðhalda sama verklagi og í fyrra, að upplýsa ekki um tilkynnt kynferðisbrot á Þjóðhátíð fyrr en eftir hátíðina, þegar lögregla telur það tímabært. „Við höfum nú yfirleitt tilkynnt um fjölda fíkniefnamála og líkamsrása sem gerast á almannafæri. Að sjálfsögðu ef það er einhver almannahætta þá tilkynnum við það og upplýsum gesti um það jafnóðum. Markmið okkar á þessari hátíð er auðvitað að allir fari heilir heim. Þetta er bara verklag sem gildir allt árið um kring. Gildir allstaðar. Viðkvæmustu málin fara ekki jafnóðum í fjölmiðla,“ segir hún. Páley bendir á að kynferðisbrot séu sérlega viðkvæm. „Við erum bara á svo litlu landi. Um leið og það er búið að tilkynna að það hafi orðið brot þá fer fólk að leggja saman tvo og tvo,“ segir hún. „Flest þessara brota eiga sér stað á milli tveggja einstaklinga í lokuðum rýmum þangað sem fólk fer yfirleitt sjálfviljugt. Það er bara staðreyndin. Við erum ekki að sjá þessi brot, sem betur fer og vonandi munum við ekki sjá það og reynum að fyrirbyggja með öflugri gæslu og svona, þessi almannafærisbrot. Og það er náttúrlega það sem sífellt er verkefni lögreglu. Að reyna að tryggja löggæslu á almannafæri og allstaðar svo fólk sé óhullt þar sem það er á gangi á ýmsum vettvangi. En það er erfiðara við að eiga, og þess vegna eru þetta svona viðkvæm brot, þau gerast mjög oft á milli tengdra og nátengdra aðila inni í lokuðu rými.“ Páley vill taka skýrt fram að mikið sé lagt upp úr góðri gæslu á Þjóðhátíð. 27 lögreglumenn verða að störfum auk 100 manns í gæslu á vegum Þjóðhátíðarnefndar. Læknar og hjúkrunarfræðingar verða starfandi í dalnum auk sálgæsluteymis. „Við reynum að gera allt sem við getum til að tryggja öryggi gesta og það er auðvitað alltaf okkar markmið.“ Tengdar fréttir Þrír leitað á neyðarmóttöku fyrir þolendur kynferðisofbeldis frá því um helgina Verkefnisstjóri neyðarmóttökunnar segir að einhverjir leiti til móttökunnar flestar helgar ársins. 27. ágúst 2015 16:07 Hunsar þöggunartilmæli lögreglustjóra Lögreglan í Vestmannaeyjum mun ekki upplýsa um tilkynnt kynferðisbrot á Þjóðhátíð fyrr en nokkur tími er liðinn frá hinum meintu brotum. Lögreglustjórinn segir þetta auka líkur á góðri frásögn. Fagaðilar segja rétt að upplýsa um 19. júlí 2016 07:00 Tveimur konum bætt við dagskrá Þjóðhátíðar í ár Sylvía Erlu og Röggu Gísla bætt við dagskránna. Það verða því þrjár konur sem verða á sviði Þjóðhátíðar í ár. 6. júlí 2016 14:53 Elliði stendur með ákvörðun Páleyjar Elliði Vignisson segir það rétta ákvörðun að upplýsa ekki um tilkynnt kynferðisbrot. 19. júlí 2016 13:05 Mest lesið Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Innlent Magnús Þór lést við strandveiðar Innlent Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Innlent Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Erlent Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Fleiri fréttir Næstlengsta þingdeila sögunnar nartar í hæla þriðja orkupakkans Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi almennings að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Ríkisendurskoðun gagnrýnir lausatök í heilbrigðismálum „Ég á ekki von á því að það vefjist fyrir ráðherranum“ Sjá meira
Lögreglan í Vestmannaeyjum ætlar ekki að upplýsa fjölmiðla um tilkynnt kynferðisbrot sem upp kunna að koma á Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum fyrr en eftir hátíðina. Lögreglustjórinn í Vestmannaeyjum segir brotin vera sérlega viðkvæm þar sem þau gerist oft á milli tengdra aðila í lokuðu rými. Fréttablaðið greindi frá því í dag að Páley Borgþórsdóttir lögreglustjóri í Vestmannaeyjum hyggist viðhalda sama verklagi og í fyrra, að upplýsa ekki um tilkynnt kynferðisbrot á Þjóðhátíð fyrr en eftir hátíðina, þegar lögregla telur það tímabært. „Við höfum nú yfirleitt tilkynnt um fjölda fíkniefnamála og líkamsrása sem gerast á almannafæri. Að sjálfsögðu ef það er einhver almannahætta þá tilkynnum við það og upplýsum gesti um það jafnóðum. Markmið okkar á þessari hátíð er auðvitað að allir fari heilir heim. Þetta er bara verklag sem gildir allt árið um kring. Gildir allstaðar. Viðkvæmustu málin fara ekki jafnóðum í fjölmiðla,“ segir hún. Páley bendir á að kynferðisbrot séu sérlega viðkvæm. „Við erum bara á svo litlu landi. Um leið og það er búið að tilkynna að það hafi orðið brot þá fer fólk að leggja saman tvo og tvo,“ segir hún. „Flest þessara brota eiga sér stað á milli tveggja einstaklinga í lokuðum rýmum þangað sem fólk fer yfirleitt sjálfviljugt. Það er bara staðreyndin. Við erum ekki að sjá þessi brot, sem betur fer og vonandi munum við ekki sjá það og reynum að fyrirbyggja með öflugri gæslu og svona, þessi almannafærisbrot. Og það er náttúrlega það sem sífellt er verkefni lögreglu. Að reyna að tryggja löggæslu á almannafæri og allstaðar svo fólk sé óhullt þar sem það er á gangi á ýmsum vettvangi. En það er erfiðara við að eiga, og þess vegna eru þetta svona viðkvæm brot, þau gerast mjög oft á milli tengdra og nátengdra aðila inni í lokuðu rými.“ Páley vill taka skýrt fram að mikið sé lagt upp úr góðri gæslu á Þjóðhátíð. 27 lögreglumenn verða að störfum auk 100 manns í gæslu á vegum Þjóðhátíðarnefndar. Læknar og hjúkrunarfræðingar verða starfandi í dalnum auk sálgæsluteymis. „Við reynum að gera allt sem við getum til að tryggja öryggi gesta og það er auðvitað alltaf okkar markmið.“
Tengdar fréttir Þrír leitað á neyðarmóttöku fyrir þolendur kynferðisofbeldis frá því um helgina Verkefnisstjóri neyðarmóttökunnar segir að einhverjir leiti til móttökunnar flestar helgar ársins. 27. ágúst 2015 16:07 Hunsar þöggunartilmæli lögreglustjóra Lögreglan í Vestmannaeyjum mun ekki upplýsa um tilkynnt kynferðisbrot á Þjóðhátíð fyrr en nokkur tími er liðinn frá hinum meintu brotum. Lögreglustjórinn segir þetta auka líkur á góðri frásögn. Fagaðilar segja rétt að upplýsa um 19. júlí 2016 07:00 Tveimur konum bætt við dagskrá Þjóðhátíðar í ár Sylvía Erlu og Röggu Gísla bætt við dagskránna. Það verða því þrjár konur sem verða á sviði Þjóðhátíðar í ár. 6. júlí 2016 14:53 Elliði stendur með ákvörðun Páleyjar Elliði Vignisson segir það rétta ákvörðun að upplýsa ekki um tilkynnt kynferðisbrot. 19. júlí 2016 13:05 Mest lesið Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Innlent Magnús Þór lést við strandveiðar Innlent Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Innlent Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Erlent Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Fleiri fréttir Næstlengsta þingdeila sögunnar nartar í hæla þriðja orkupakkans Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi almennings að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Ríkisendurskoðun gagnrýnir lausatök í heilbrigðismálum „Ég á ekki von á því að það vefjist fyrir ráðherranum“ Sjá meira
Þrír leitað á neyðarmóttöku fyrir þolendur kynferðisofbeldis frá því um helgina Verkefnisstjóri neyðarmóttökunnar segir að einhverjir leiti til móttökunnar flestar helgar ársins. 27. ágúst 2015 16:07
Hunsar þöggunartilmæli lögreglustjóra Lögreglan í Vestmannaeyjum mun ekki upplýsa um tilkynnt kynferðisbrot á Þjóðhátíð fyrr en nokkur tími er liðinn frá hinum meintu brotum. Lögreglustjórinn segir þetta auka líkur á góðri frásögn. Fagaðilar segja rétt að upplýsa um 19. júlí 2016 07:00
Tveimur konum bætt við dagskrá Þjóðhátíðar í ár Sylvía Erlu og Röggu Gísla bætt við dagskránna. Það verða því þrjár konur sem verða á sviði Þjóðhátíðar í ár. 6. júlí 2016 14:53
Elliði stendur með ákvörðun Páleyjar Elliði Vignisson segir það rétta ákvörðun að upplýsa ekki um tilkynnt kynferðisbrot. 19. júlí 2016 13:05