ŢRIĐJUDAGUR 21. FEBRÚAR NÝJAST 23:39

Flugvél brotlenti inn í verslunarmiđstöđ í Melbourne

FRÉTTIR

Lögreglan í Köln réđi ekki viđ ástandiđ

 
Erlent
22:37 07. JANÚAR 2016
Í skýrsla lögreglunnar í Köln um árásirnar á konur á nýársnótt segir ađ lögregluţjónar hafi ekki ráđiđ viđ ástandiđ sem skapađist, svo mikiđ var um ađ vera.
Í skýrsla lögreglunnar í Köln um árásirnar á konur á nýársnótt segir ađ lögregluţjónar hafi ekki ráđiđ viđ ástandiđ sem skapađist, svo mikiđ var um ađ vera. VÍSIR/GETTY

Innanhússkýrsla lögreglunnar í Köln gefur til kynna að lögregluþjónar þar í borg hafi ekki ráðið við ástandið sem skapaðist þegar hópur karlar réðist að tugum kvenna á nýársnótt.

Í skýrslunni eru lýsingar á því sem lögreglumenn urðu vitni að þegar þeir komu á vettvang en háttsettur embættismaður innan lögreglunnar segir að ástandið hafi verið svívirðilegt og að allt hafi verið á tjá og tundri.

Sjá einnig: Íslendingur í Köln: „Fór heim þegar ég sá ástandið magnast upp“

Þegar lögregluþjónar mættu á lestarstöðina í Köln þar sem árásirnar áttu sér stað mættu þeir hræddum borgurum og segjast lögreglumenn hafa séð þúsundir karlmanna kastandi flugeldum og flöskum að hópi fólks.

„Lögregluþjónarnir réðu ekki við ástandið, það var einfaldlega of mikið að gerast í einu,“ segir í skýrslunni en samkvæmt nýjustu tölum frá lögreglunni í Köln hafa 121 mál verið kærð sem rekja má til ástandins á nýársnótt við lestarstöðina í Köln.

Sjá einnig: Árásirnar í Köln: Lögreglan þarf að endurskoða starfsaðferðir sínar

Lögreglan hefur sætt gagnrýni í tengslum við árásirnar en upphafleg skýrsla hennar gaf til kynna að andrúmsloftið í Köln hafi verið afslappað á nýársnótt.

Þá hafa ummæli borgarstjórans í Köln, Henriette Reker, vakið furðu og gagnrýni á samfélagsmiðlum, en hún sagði konur þurfa að gæta þess að halda sig í hæfilegri fjarlægð við aðstæður sem þessar. 


Deila
Athugiđ. Allar athugasemdir eru á ábyrgđ ţeirra er ţćr rita. Vísir hvetur lesendur til ađ halda sig viđ málefnalega umrćđu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til ađ fjarlćgja ćrumeiđandi eđa ósćmilegar athugasemdir og ummćli ţeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

 

MEST LESIĐ

  • Nýjast á Vísi
  • Mest Lesiđ
  • Fréttir
  • Sport
  • Viđskipti
  • Lífiđ
Forsíđa / Fréttir / Erlent / Lögreglan í Köln réđi ekki viđ ástandiđ
Fara efst