Erlent

Líf á Mars?

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Með einbeittum brotavilja má greina útlínur mannesku á myndinni.
Með einbeittum brotavilja má greina útlínur mannesku á myndinni. NASA
Áhugamenn um fljúgandi furðuhluti og hverskyns samsæri sem tengjast geimferðum telja sig hafa fundið konu með brjóst á yfirborði Mars.

Á mynd sem Marsjeppinn Curiosity tók nýverið má með einbeittum vilja greina það sem virðist vera „kona sem hefur brjóst, eins og sjá má af skugganum á bringu hennar. Einnig sjást tveir handleggir og það sem lítur út fyrir að vera höfuð og sítt hár.“

Þetta segir greinarhöfundur á vefsíðunni UFO Sightings Daily sem bætir jafnframt við að meiri líkur séu á því að þetta sé alvöru lífvera frekar en t.d. stytta, styttur væru nefnilega viðkvæmar fyrir veðrun og myndu líklega eyðileggjast í tímans rás.

Marsjeppanum Curiosity var skotið á loft þann 26. nóvember 2011 og hefur rannsakað Mars frá því að hann lenti á yfirborði plánetunnar 6. ágúst 2012. Síðan þá hefur jeppinn verið í „vísindalegu nammilandi“ eins og Stjörnufræðivefurinn komst að orði.

Curiosity hefur bætt miklu við þekkingu mannkyns á Mars. Marsjeppinn hefur m.a. fundið vísbendingar um að fljótandi vatn finnist undir yfirborði Mars en áður var talið að ef vatn væri að finna á Mars hlyti það að vera gaddfreðið.

Hér fyrir neðan má sjá tíst frá Curiosity:


Tengdar fréttir

Mesta tækniafrek mannkyns í nánd

Vitbíllinn Curiosity nálgast nú Mars óðfluga. Farið mun brjóta sér leið í gegnum gufuhvolf rauðu plánetunnar í nótt. Komist farið á leiðarenda er um mesta tækniafrek mannkynssögunnar að ræða.

Curiosity boraði á mars

Marsjeppinn boraði í fyrsta sinn í eitt ár og tók jarðsýni af yfirborði mars.

Curiosity lenti heilu og höldnu á Mars

Ein flóknasta tilraun í sögu geimvísindanna heppnaðist í morgun þegar vísindamönnum bandarísku geimrannsóknarstöðvarinnar NASA tókst að lenda tækinu Curiosity á plánetunni Mars. Curiosity er eins konar vitbíll eða ómönnuð rannsóknarstöð sem hlaðin er háþróuðum tækjabúnaði og gertu ferðast um plánetinua.

Curiosity á leið í langan bíltúr

Leiðangur hins frækna Curiosity-jeppa, sem ferðast hefur um yfirborð plánetunnar Mars og sent ljósmyndir og aðrar upplýsingar til jarðar, er nú sagður vera að færast upp á næsta stig.

Fljótandi vatn á Mars

Vitjeppinn Curiosity hefur loks fundið vatn í fljótandi formi á rauðu plánetunni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×