Innlent

Leggja fram vantrauststillögu í dag

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Stjórnarandstaðan mun leggja fram vantrauststillögu á Sigmund Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra, og ríkisstjórn hans á Alþingi í dag að sögn Birgittu Jónsdóttur, þingmanns Pírata. Hún segir að verið sé að undirbúa tillöguna og að þingflokkarnir muni funda aftur klukkan 14.

„Við erum náttúrulega að vonast til þess að við þurfum ekki að leggja þessa tillögu fram við erum að vonast til þess að Sigmundur Davíð segi af sér fyrir þingfund í dag. Það er einfaldlega það réttasta í stöðunni,“ segir Birgitta í samtali við Vísi.

Þingfundur hefst klukkan 15 og mun forsætisráðherra sitja fyrir svörum í óundirbúnum fyrirspurnartíma. Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, átti líka að sitja fyrir svörum en hann er fastur í Bandaríkjunum og mun ekki mæta á þingfund í dag.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×