Krefur Agnesi um hærri miskabætur Erla Hlynsdóttir skrifar 2. febrúar 2011 08:55 Vilhjálmur H. Vilhjálmsson lögmaður gefur lítið fyrir afsökunarbeiðni Morgunblaðsins Mynd: GVA „Þessi afsökunarbeiðni er hvorki fugl né fiskur," segir Vilhjálmur Hans Vilhjálmsson lögmaður um afsökunarbeiðni Morgunblaðsins í dag vegna rangfærslna Agnesar Bragadóttur. Umbjóðandi hans, Ingi Freyr Vilhjálmsson, blaðamaður og fréttastjóri á DV, ætlar að halda máli sínu gegn Agnesi til streitu og fer fram á 2 milljónir króna í miskabætur, auk 500 þúsund króna vegna birtingar dómsins í fjölmiðlum. Einnig verður farið fram á að Agnes sæti refsingu vegna ærumeiðinga í garð Inga Freys en allt að tveggja ára fangelsi liggur við broti af þessu tagi. Málið verður þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur á þriðjudag. Í umfjöllun Agnesar í Morgunblaðinu var Ingi Freyr sagður hafa réttarstöðu grunaðs manns í njósnatölvumálinu svokallaða. Í afsökunarbeiðni Morgunblaðsins í dag segir að „ofsagt" hafi verið um þetta atriði en staðfest hefur verið að um var að ræða rangan fréttaflutning. Ingi Freyr var sagður grunaður um fjölda annars konar brota í frétt Agnesar en ekki er tekið á þeim atriðum í afsökunarbeiðninni, þar á meðal var Ingi Freyr sagður hafa gert dreng undir lögaldri út af örkinni til að stela fyrir sig gögnum úr tölvum.Ingi Freyr heldur málinu gegn Agnesi til streitu„Það má eiginlega gagnálykta út frá þessari afsökunarbeiðni. Gagnályktunin er þá sú að þeir biðjist ekki afsökunar á öðru í greininni. Það er auðvitað aljgörlega óásættanlegt," segir Vilhjálmur. Hann segir Inga Frey fagna afsökunarbeiðninni í dag, þó hún gangi skammt. „Umbjóðandi minn fagnar því að Morgunblaðið biðjist afsökunar á þessu augljósa atriði enda þeim ekki stætt á öðrum þegar lögreglan hefur staðfest að þarna var rangt með farið," segir hann. Vísir hefur áður fjallað um að Ingi Freyr gaf Agnesi og Morgunblaðinu frest til klukkan fjögur síðdegis á mánudag, daginn sem umrædd frétt birtist, til að leiðrétta hana, biðjast afsökunar og greiða milljón króna í miskabætur. Ekki var orðið við því. Vilhjálmur segist gera ráð fyrir að stefna aðeins Agnesi, en ekki ritstjórum eða útgefendum Morgunblaðsins. Tengdar fréttir Krefur Agnesi um afsökunarbeiðni og miskabætur Lögmaður Inga Freys Vilhjálmssonar, blaðamanns á DV, Vilhjálmur Vilhjálmsson, sendi Agnesi Bragadóttur, blaðamanni Morgunblaðsins, bréf í dag. Í því eru gerðar þær kröfur að Morgunblaðið biðjist afsökunar á fréttaflutningi Morgunblaðsins í dag og einnig að Inga Frey verði greiddar miskabætur. 31. janúar 2011 16:46 Morgunblaðið biðst afsökunar á rangfærslum Agnesar Morgunblaðið birtir í dag yfirlýsingu frá ritstjórum Morgunblaðsins þar sem beðist er velvirðingar á röngum fréttaflutningi Agnesar Bragadóttur um Inga Frey Vilhjálmsson, blaðamann og fréttastjóra DV, þar sem hann var sagður hafa réttarstöðu grunaðs manns í „njósnatölvumálinu" svokallaða. 2. febrúar 2011 08:44 „Aðför að heiðri Inga Freys" Reynir Traustason, ritstjóri DV, segir frétt Morgunblaðsins um tengsl blaðsins og Wikileaks og hugsanlega greiðslu fyrir stolin gögn aðför að heiðri Inga F. Vilhjálmssonar blaðamanns DV. Morgunblaðið segir Inga með réttarstöðu grunaðs manns í rannsókn lögreglunnar á málinu. 31. janúar 2011 10:29 Mest lesið Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Innlent Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Innlent Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Erlent Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Innlent Drengnum sleppt en fleiri handteknir Erlent „Við gerum ekki svona við börn“ Innlent Munaði sex atkvæðum Erlent Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Innlent Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Fleiri fréttir Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Breytt veiðigjaldafrumvarp lagt fram Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Kalla saman ráðherranefnd svo rafmagnsleysi endurtaki sig ekki hér Birgir Guðjónsson er látinn Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Sjá meira
„Þessi afsökunarbeiðni er hvorki fugl né fiskur," segir Vilhjálmur Hans Vilhjálmsson lögmaður um afsökunarbeiðni Morgunblaðsins í dag vegna rangfærslna Agnesar Bragadóttur. Umbjóðandi hans, Ingi Freyr Vilhjálmsson, blaðamaður og fréttastjóri á DV, ætlar að halda máli sínu gegn Agnesi til streitu og fer fram á 2 milljónir króna í miskabætur, auk 500 þúsund króna vegna birtingar dómsins í fjölmiðlum. Einnig verður farið fram á að Agnes sæti refsingu vegna ærumeiðinga í garð Inga Freys en allt að tveggja ára fangelsi liggur við broti af þessu tagi. Málið verður þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur á þriðjudag. Í umfjöllun Agnesar í Morgunblaðinu var Ingi Freyr sagður hafa réttarstöðu grunaðs manns í njósnatölvumálinu svokallaða. Í afsökunarbeiðni Morgunblaðsins í dag segir að „ofsagt" hafi verið um þetta atriði en staðfest hefur verið að um var að ræða rangan fréttaflutning. Ingi Freyr var sagður grunaður um fjölda annars konar brota í frétt Agnesar en ekki er tekið á þeim atriðum í afsökunarbeiðninni, þar á meðal var Ingi Freyr sagður hafa gert dreng undir lögaldri út af örkinni til að stela fyrir sig gögnum úr tölvum.Ingi Freyr heldur málinu gegn Agnesi til streitu„Það má eiginlega gagnálykta út frá þessari afsökunarbeiðni. Gagnályktunin er þá sú að þeir biðjist ekki afsökunar á öðru í greininni. Það er auðvitað aljgörlega óásættanlegt," segir Vilhjálmur. Hann segir Inga Frey fagna afsökunarbeiðninni í dag, þó hún gangi skammt. „Umbjóðandi minn fagnar því að Morgunblaðið biðjist afsökunar á þessu augljósa atriði enda þeim ekki stætt á öðrum þegar lögreglan hefur staðfest að þarna var rangt með farið," segir hann. Vísir hefur áður fjallað um að Ingi Freyr gaf Agnesi og Morgunblaðinu frest til klukkan fjögur síðdegis á mánudag, daginn sem umrædd frétt birtist, til að leiðrétta hana, biðjast afsökunar og greiða milljón króna í miskabætur. Ekki var orðið við því. Vilhjálmur segist gera ráð fyrir að stefna aðeins Agnesi, en ekki ritstjórum eða útgefendum Morgunblaðsins.
Tengdar fréttir Krefur Agnesi um afsökunarbeiðni og miskabætur Lögmaður Inga Freys Vilhjálmssonar, blaðamanns á DV, Vilhjálmur Vilhjálmsson, sendi Agnesi Bragadóttur, blaðamanni Morgunblaðsins, bréf í dag. Í því eru gerðar þær kröfur að Morgunblaðið biðjist afsökunar á fréttaflutningi Morgunblaðsins í dag og einnig að Inga Frey verði greiddar miskabætur. 31. janúar 2011 16:46 Morgunblaðið biðst afsökunar á rangfærslum Agnesar Morgunblaðið birtir í dag yfirlýsingu frá ritstjórum Morgunblaðsins þar sem beðist er velvirðingar á röngum fréttaflutningi Agnesar Bragadóttur um Inga Frey Vilhjálmsson, blaðamann og fréttastjóra DV, þar sem hann var sagður hafa réttarstöðu grunaðs manns í „njósnatölvumálinu" svokallaða. 2. febrúar 2011 08:44 „Aðför að heiðri Inga Freys" Reynir Traustason, ritstjóri DV, segir frétt Morgunblaðsins um tengsl blaðsins og Wikileaks og hugsanlega greiðslu fyrir stolin gögn aðför að heiðri Inga F. Vilhjálmssonar blaðamanns DV. Morgunblaðið segir Inga með réttarstöðu grunaðs manns í rannsókn lögreglunnar á málinu. 31. janúar 2011 10:29 Mest lesið Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Innlent Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Innlent Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Erlent Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Innlent Drengnum sleppt en fleiri handteknir Erlent „Við gerum ekki svona við börn“ Innlent Munaði sex atkvæðum Erlent Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Innlent Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Fleiri fréttir Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Breytt veiðigjaldafrumvarp lagt fram Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Kalla saman ráðherranefnd svo rafmagnsleysi endurtaki sig ekki hér Birgir Guðjónsson er látinn Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Sjá meira
Krefur Agnesi um afsökunarbeiðni og miskabætur Lögmaður Inga Freys Vilhjálmssonar, blaðamanns á DV, Vilhjálmur Vilhjálmsson, sendi Agnesi Bragadóttur, blaðamanni Morgunblaðsins, bréf í dag. Í því eru gerðar þær kröfur að Morgunblaðið biðjist afsökunar á fréttaflutningi Morgunblaðsins í dag og einnig að Inga Frey verði greiddar miskabætur. 31. janúar 2011 16:46
Morgunblaðið biðst afsökunar á rangfærslum Agnesar Morgunblaðið birtir í dag yfirlýsingu frá ritstjórum Morgunblaðsins þar sem beðist er velvirðingar á röngum fréttaflutningi Agnesar Bragadóttur um Inga Frey Vilhjálmsson, blaðamann og fréttastjóra DV, þar sem hann var sagður hafa réttarstöðu grunaðs manns í „njósnatölvumálinu" svokallaða. 2. febrúar 2011 08:44
„Aðför að heiðri Inga Freys" Reynir Traustason, ritstjóri DV, segir frétt Morgunblaðsins um tengsl blaðsins og Wikileaks og hugsanlega greiðslu fyrir stolin gögn aðför að heiðri Inga F. Vilhjálmssonar blaðamanns DV. Morgunblaðið segir Inga með réttarstöðu grunaðs manns í rannsókn lögreglunnar á málinu. 31. janúar 2011 10:29