Kranamaður sofnaði í ölvímu í 40 metra hæð: „Sem betur fer varð ekki slys“ Birgir Olgeirsson skrifar 11. nóvember 2015 10:12 Frá Þeistareykjum. Vísir/Stöð 2 „Þetta er bara hræðilega leiðinlegt mál fyrir manninn og sem betur fer varð ekki slys,“ segir Ásgeir Loftsson, framkvæmdastjóri verktakafyrirtækisins LNS-Saga, um stjórnanda á stórum byggingakrana sem sofnaði í ölvímu í 40 metra hæð á vinnusvæðinu að Þeistareykjum, skammt frá Húsavík, í gær.Sjá einnig: Sofnaði í ölvímu í fjörutíu metra hæð á Þeystareykjum LNS-Saga sér um framkvæmdir á stöðvarhúsi og gufulögnum Þeistareykjavirkjunar fyrir Landsvirkjun en maðurinn sem var á byggingakrananum var undirverktaki fyrir LNS-Saga. Samkvæmt heimildum Vísis var maðurinn að hífa stóra stálbita fyrir stöðvarhúsið en hætti því um stund og fór þá starfsmenn á svæðinu að gruna að ekki væri allt með felldu. Þegar þeir loksins náðu talstöðvarsambandi við manninn vaknaði sá grunur að hann væri undir áhrifum áfengis og var haft samband við lögreglu.Verkatafyrirtækið LNS-Saga vinnur að framkvæmdum við Þeistareykjavírkjun sem er skammt frá Húsavík.Kort/Loftmyndir.isÁsgeir Loftsson segir allt hafa verið gert til að tryggja öryggi starfsmanna á svæðinu og var hringt á lögregluna eins og lög gera ráð fyrir og manninum hjálpað niður úr krananum. „Annars er þetta brot á okkar reglum og við sjáum í hvaða farveg þetta fer. Við eigum eftir að fá niðurstöður frá lögreglu en það er óvenjulegt að vera undir áhrifum í vinnunni,“ segir Ásgeir. Spurður hvort hættuástand hafi skapast á vinnusvæðinu segist hann telja svo vera. „Ég held að það skapist alltaf hætta þegar menn eru ekki með fullu ráði í vinnunni, sérstaklega þegar menn eru á krana. Það eru gerðar miklar kröfur til allra sem eru á vinnuvélum á vinnusvæði.“ Ásgeir segir framkvæmdir við virkjunina annars ganga ágætlega. Fyrirtækið hafi verið að störfum á svæðinu í hálft ár og ekki orðið neitt fjarveruslys, sem er slys sem veldur því að starfsmaður er óhæfur til að gegna vinnu.LNS Saga er á íslenskri kennitölu, stofnað haustið 2012, og með skrifstofur að Hlíðasmára 4 í Kópavogi. Félagið er dótturfyrirtæki LNS í Noregi, sem stundar verktakastarfsemi um allan heim. Tengdar fréttir Samningar vegna Þeistareykjavirkjunar undirritaðir Ef allt gengur samkvæmt áætlun munu byggingarframkvæmdir fara fram á þessu ári og því næsta. 13. apríl 2015 15:34 Þeistareykjavirkjun felld inn í landið með mosa og lyngi Dregið verður úr sýnileika nýrra mannvirkja á Þeistareykjum með því að þekja vegkanta og sjónmanir með lynggróðri. 28. september 2014 19:15 Nýr verktaki með lægstu boð í Þeistareykjavirkjun Verktakafyrirtæki í eigu Norðmanna, með íslenskum stjórnendum, virðist ætla að taka íslenska markaðinn með trompi. 2. mars 2015 20:45 Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Innlent Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana Innlent Fleiri fréttir Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Sjá meira
„Þetta er bara hræðilega leiðinlegt mál fyrir manninn og sem betur fer varð ekki slys,“ segir Ásgeir Loftsson, framkvæmdastjóri verktakafyrirtækisins LNS-Saga, um stjórnanda á stórum byggingakrana sem sofnaði í ölvímu í 40 metra hæð á vinnusvæðinu að Þeistareykjum, skammt frá Húsavík, í gær.Sjá einnig: Sofnaði í ölvímu í fjörutíu metra hæð á Þeystareykjum LNS-Saga sér um framkvæmdir á stöðvarhúsi og gufulögnum Þeistareykjavirkjunar fyrir Landsvirkjun en maðurinn sem var á byggingakrananum var undirverktaki fyrir LNS-Saga. Samkvæmt heimildum Vísis var maðurinn að hífa stóra stálbita fyrir stöðvarhúsið en hætti því um stund og fór þá starfsmenn á svæðinu að gruna að ekki væri allt með felldu. Þegar þeir loksins náðu talstöðvarsambandi við manninn vaknaði sá grunur að hann væri undir áhrifum áfengis og var haft samband við lögreglu.Verkatafyrirtækið LNS-Saga vinnur að framkvæmdum við Þeistareykjavírkjun sem er skammt frá Húsavík.Kort/Loftmyndir.isÁsgeir Loftsson segir allt hafa verið gert til að tryggja öryggi starfsmanna á svæðinu og var hringt á lögregluna eins og lög gera ráð fyrir og manninum hjálpað niður úr krananum. „Annars er þetta brot á okkar reglum og við sjáum í hvaða farveg þetta fer. Við eigum eftir að fá niðurstöður frá lögreglu en það er óvenjulegt að vera undir áhrifum í vinnunni,“ segir Ásgeir. Spurður hvort hættuástand hafi skapast á vinnusvæðinu segist hann telja svo vera. „Ég held að það skapist alltaf hætta þegar menn eru ekki með fullu ráði í vinnunni, sérstaklega þegar menn eru á krana. Það eru gerðar miklar kröfur til allra sem eru á vinnuvélum á vinnusvæði.“ Ásgeir segir framkvæmdir við virkjunina annars ganga ágætlega. Fyrirtækið hafi verið að störfum á svæðinu í hálft ár og ekki orðið neitt fjarveruslys, sem er slys sem veldur því að starfsmaður er óhæfur til að gegna vinnu.LNS Saga er á íslenskri kennitölu, stofnað haustið 2012, og með skrifstofur að Hlíðasmára 4 í Kópavogi. Félagið er dótturfyrirtæki LNS í Noregi, sem stundar verktakastarfsemi um allan heim.
Tengdar fréttir Samningar vegna Þeistareykjavirkjunar undirritaðir Ef allt gengur samkvæmt áætlun munu byggingarframkvæmdir fara fram á þessu ári og því næsta. 13. apríl 2015 15:34 Þeistareykjavirkjun felld inn í landið með mosa og lyngi Dregið verður úr sýnileika nýrra mannvirkja á Þeistareykjum með því að þekja vegkanta og sjónmanir með lynggróðri. 28. september 2014 19:15 Nýr verktaki með lægstu boð í Þeistareykjavirkjun Verktakafyrirtæki í eigu Norðmanna, með íslenskum stjórnendum, virðist ætla að taka íslenska markaðinn með trompi. 2. mars 2015 20:45 Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Innlent Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana Innlent Fleiri fréttir Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Sjá meira
Samningar vegna Þeistareykjavirkjunar undirritaðir Ef allt gengur samkvæmt áætlun munu byggingarframkvæmdir fara fram á þessu ári og því næsta. 13. apríl 2015 15:34
Þeistareykjavirkjun felld inn í landið með mosa og lyngi Dregið verður úr sýnileika nýrra mannvirkja á Þeistareykjum með því að þekja vegkanta og sjónmanir með lynggróðri. 28. september 2014 19:15
Nýr verktaki með lægstu boð í Þeistareykjavirkjun Verktakafyrirtæki í eigu Norðmanna, með íslenskum stjórnendum, virðist ætla að taka íslenska markaðinn með trompi. 2. mars 2015 20:45