Erlent

Kona grýtt til dauða í nýju myndbandi IS

Bjarki Ármannsson skrifar
Konan biðst miskunnar áður en hún virðist drepin.
Konan biðst miskunnar áður en hún virðist drepin. Mynd/Skjáskot af myndbandinu
Hryðjuverkasamtökin Íslamskt ríki (IS) hafa sent frá sér myndband sem virðist sýna gamlan sýrlenskan mann grýta dóttur sína til dauða fyrir meint framhjáhald.

BBC greinir frá. Ekki hefur verið staðfest að myndbandið sé ekta en IS birti það á netinu í dag. Í því sést skeggjaður maður í herklæðnaði útskýra fyrir ungri konu að verið sé að refsa henni fyrir að halda fram hjá. Hann fellir yfir henni dóm í návist eldri manns, sem talinn er vera faðir hennar. Konan biður um miskunn en er samt sem áður bundin og dregin í skurð þar sem hópur manna, þar á meðal faðir hennar, grýta hana.

Liðsmenn IS hafa reglulega deilt myndböndum á netinu sem sýna aftökur fyrir hin og þessi brot á túlkun samtakanna á Sjaría-lögum. Meðal annars hafa handsamaðir hermenn og erlendir blaðamenn verið teknir af lífi á þennan hátt.


Tengdar fréttir

Sprengdu upp 1300 ára gamla kirkju

Liðsmenn Íslamska ríkisins jöfnuðu sögufræga kirkju við jörðu í morgun sem talin var ein sú fegursta í Írak.

Frakki í höndum vígamanna

Frönskum ríkisborgara hefur verið rænt í Alsír af herskáum íslamistum sem sagðir eru hafa tengsl við hið íslamska ríki í Írak og Sýrlandi. Þetta staðfestir utanríkisráðherra Frakka en myndbandi hefur verið dreift þar sem maðurinn sést í höndum vígamanna.

Ekki kunnugt um Íslendinga í röðum IS

Embætti ríkislögreglustjóra er ekki kunnugt um að nokkur Íslendingur hafi gengið til liðs við vígasveitir IS í Sýrlandi og Írak.

Telja sig vita hver böðullinn er

Yfirvöld í Bandaríkjunum telja sig hafa náð að bera kennsl á böðulinn sem sést á myndböndum afhöfða tvo bandaríska fréttamenn og breskan hjálparstarfsmann.

Stæra sig af þrælahaldi

IS-samtökin stæra sig af hafa hreppt jasídískar konur og börn í ánauð í nýjustu útgáfu áróðurstímarits samtakanna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×