Erlent

Klifurtímabilinu á Everest líklega lokið

Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar
Sjerparnir aðstoða fjallgöngufólk við að komast á topp Everest.
Sjerparnir aðstoða fjallgöngufólk við að komast á topp Everest.
Líkur eru á að hætt verði við allar ferðir upp Everest-fjall í ár. Leiðsögumenn á fjallinu, svokallaðir sjerpar, hafa neitað að verða við kröfum ríkisstjórnarinnar um að endurbyggja gönguleiðir upp fjallið eftir jarðskjálftann mannskæða í síðustu viku þar sem þúsundir létust. Verður það því annað árið í röð þar sem hætt er við ferðir upp tindinn vegna náttúruhamfara.

Ríkisstjórnin tilkynnti í síðustu viku að reynt yrði að hefja ferðir á fjallið sem fyrst, en var gagnrýnd harðlega fyrir þær fyrirætlanir. Nú virðist hins vegar ljóst að ekkert verði af þeim áformum þar sem ekki er hægt að fara á fjallið án aðstoðar sjerpanna.


Tengdar fréttir

Eyðileggingin stingur í hjartað

"Það hafa verið mikil læti í fjöllunum í kring og maður hrekkur við af minnsta tilefni,“ segir Vilborg Arna Gissurardóttir sem heldur til Katmandú, höfuðborgar Nepal, á morgun.

32 milljónir króna safnast fyrir hjálparstarf í Nepal

Tala látinna hækkar enn í Nepal en ljóst er að björgunarstarf og uppbygging í landinu mun taka mörg ár. Félag Nepala á Íslandi kom til fundar í Breiðholtssskóla í dag til að fara yfir stöðuna í landinu með fulltrúm frá Rauða Krossinum á Íslani.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×