Lífið

Justin ekki meðvitaður um tilvist Kópavogs

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Úr Kópavogi í gær.
Úr Kópavogi í gær. Vísir/Andri Marinó
Varla hefur farið framhjá nokkrum að Justin Timberlake hélt tónleika á höfuðborgarsvæðinu í gær. Þeir voru þó ekki í Reykjavík eins og bandaríski hjartaknúsarinn tönnlaðist á þær 100 mínútur sem hann tryllti lýðinn.

Þegar Timberlake gaf sér tíma til að ávarpa tónleikagesti vakti athygli að hann vísaði ýmist til Íslands eða Reykjavíkur. Aldrei var Kópavogur nefndur sem er sveitarfélagið sem Kórinn stendur í. Varð það mörgum netverjum tilefni til spaugilegra athugasemda á Twitter eins og sjá má hér að neðan.

Sjónvarpsmaðurinn Gísli Marteinn Baldursson grínaðist meðal annars með að hann hefði komið því til leiðar að Justin kæmi Reykjavík á framfæri en ekki Kópavogi. Þá sagði Svanhildur Hólm, aðstoðarmaður Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra, þetta nokkuð vandræðalegt fyrir Kópavog.

Fleiri skemmtileg tíst má sjá hér að neðan. Þá er rétt að minna á að hægt er að horfa á tónleika Justin Timberlake fram á kvöld en þeir eru í stöðugri endursýningu á vef Yahoo.


Tengdar fréttir

Justin Timberlake algjörlega heillaður af íslenskum áhorfendum

Samkvæmt heimildum Vísis sagði söngvarinn við samstarfsfólk sitt að íslenskir áhorfendur væru einhverjir þeir bestu sem hann hefur séð. Eins og sjá má á meðfylgjandi myndbandi var rífandi stemning á tónleikum gærkvöldsins.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×