Jóhanna hættir: "Tilhugsunin er góð“ 27. september 2012 19:00 Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra, sem hefur helgað sig stjórnmálum helming ævi sinnar, ætlar að hætta í stjórnmálum að loknu þessu kjörtímabili. Þorbjörn Þórðarson ræddi við Jóhönnu á sjötta tímanum í dag. Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra hefur setið á Alþingi frá árinu 1978. Að loknu þessu kjörtímabili hefur hún því verið þingmaður í 35 ár. Eitt af mestu afrekum Jóhönnu í stjórnmálum er að hafa orðið forsætisráðherra fyrstu hreinu félagshyggju- og jafnaðarmannastjórnarinnar á lýðveldistímanum eftir kosningar vorið 2009. Jóhanna segir bréfi sem hún sendi flokksmönnum í dag að allt hafi sinn tíma, líka hennar tími sem sé orðinn langur og viðburðarríkur. Að loknu þessu kjörtímabili hafi hún því ákveðið að láta af þáttöku í stjórnmálum. Þegar Jóhanna er spurð út í fræg ummæli sín um að hennar tími mun koma, og hvort hann sé nú liðinn, svarar Jóhanna: „Allt hefur sinn tíma, líka minn tími í pólitík og minn tími hefir verið langur." Jóhanna segist hafa ætlað að hætta að loknu kjörtímabilinu sem hófst 2007. Síðan hafi örlögin gripið í taumana en það voru eindregin tilmæli flokksmanna og þáverandi forystu Samfylkingarinnar að hún leiddi flokkinn í kosningum 2009. Að loknum kosningum varð Samfylkingin stærsti stjórnmálaflokkur landsins, mælt í fjölda þingmanna, en flokkurinn fékk flesta þingmenn kjörna þá um vorið. Spurð hvað það sé sem hún sé stoltust af á ferli sínum, svarar Jóhanna því til að það sé árangur ríkisstjórnarinnar eftir hrunið. Jóhanna, sem klárar þetta kjörtímabil, ætlar að einbeita sér að því næstu sjö mánuði að klára stór mál eins og breytingar á lögum um stjórn fiskveiða, rammaáætlun um orkunýtingu og stjórnarskrármálið. En finnst henni óþægilegt að hætta eftir svo langan tíma í stjórnmálum? Jóhanna segist hafa íhugað það vel og lengi. „En ég verð að segja að tilhugsunin er góð," segir hún. Mest lesið „Dökk að utan en mjólkurhvít að innan“ Innlent Vilja búa til „friðarfána“ svo ekki þurfi að flagga erlendum fánum Innlent Þjóðin sé orðin þreytt á málþófi Innlent Björguðu ketti sem var fastur inni í Teslu Innlent Lýst eftir Ólafi í Búlgaríu Innlent Skorar á verktaka að lækka íbúðaverð Innlent Leggja til breytingar á gatnamótum í kjölfar banaslyss Innlent Tókst ekki að flýja lögreglu og var gómaður með þrjá hnífa og meint eiturlyf Innlent Fjallað um Skjöld Íslands í forsíðugrein stórblaðs Innlent „Erfið stund en mikilvæg“ Innlent Fleiri fréttir Vilja búa til „friðarfána“ svo ekki þurfi að flagga erlendum fánum „Dökk að utan en mjólkurhvít að innan“ Þjóðin sé orðin þreytt á málþófi Tókst ekki að flýja lögreglu og var gómaður með þrjá hnífa og meint eiturlyf Leikskólabörn sungu með 89 ára harmonikuleikara í Garðabæ Skorar á verktaka að lækka íbúðaverð Björguðu ketti sem var fastur inni í Teslu Varnaðarorð sálfræðings, auðveldari leið inn á húsnæðismarkað og bangsakvöld Lýst eftir Ólafi í Búlgaríu Þyrlan kölluð út vegna beinbrotinnar göngukonu Vesturbæjarlaug opnar enn á ný Fjallað um Skjöld Íslands í forsíðugrein stórblaðs Skjálfti fannst í byggð Ólafur orðinn nýr þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins „Erfið stund en mikilvæg“ Kjötsúpu í boði á Hvolsvelli fyrir alla sem vilja Þorgerður á óformlegum fundi ESB Austurland í áfalli, uppstokkun í Valhöll og kjötsúpa fyrir alla Vann fyrir opnum tjöldum hjá bæði saksóknara og PPP Hvirfilbylur við Vatnsleysuströnd Framkvæmdir við Fjallaböðin í fullum gangi Leggja til breytingar á gatnamótum í kjölfar banaslyss Náðu fullum þrýstingi í nótt Drengurinn fannst heill á húfi Kjúklingaræktandi fær á baukinn en MAST líka Guðrún tilnefnir Ólaf Adolfsson sem formann þingflokksins Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir Guðrún hrókerar í þingflokknum Leita að týndum tólf ára dreng í Ölfusborgum Hildur segir af sér til að forðast átök Sjá meira
Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra, sem hefur helgað sig stjórnmálum helming ævi sinnar, ætlar að hætta í stjórnmálum að loknu þessu kjörtímabili. Þorbjörn Þórðarson ræddi við Jóhönnu á sjötta tímanum í dag. Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra hefur setið á Alþingi frá árinu 1978. Að loknu þessu kjörtímabili hefur hún því verið þingmaður í 35 ár. Eitt af mestu afrekum Jóhönnu í stjórnmálum er að hafa orðið forsætisráðherra fyrstu hreinu félagshyggju- og jafnaðarmannastjórnarinnar á lýðveldistímanum eftir kosningar vorið 2009. Jóhanna segir bréfi sem hún sendi flokksmönnum í dag að allt hafi sinn tíma, líka hennar tími sem sé orðinn langur og viðburðarríkur. Að loknu þessu kjörtímabili hafi hún því ákveðið að láta af þáttöku í stjórnmálum. Þegar Jóhanna er spurð út í fræg ummæli sín um að hennar tími mun koma, og hvort hann sé nú liðinn, svarar Jóhanna: „Allt hefur sinn tíma, líka minn tími í pólitík og minn tími hefir verið langur." Jóhanna segist hafa ætlað að hætta að loknu kjörtímabilinu sem hófst 2007. Síðan hafi örlögin gripið í taumana en það voru eindregin tilmæli flokksmanna og þáverandi forystu Samfylkingarinnar að hún leiddi flokkinn í kosningum 2009. Að loknum kosningum varð Samfylkingin stærsti stjórnmálaflokkur landsins, mælt í fjölda þingmanna, en flokkurinn fékk flesta þingmenn kjörna þá um vorið. Spurð hvað það sé sem hún sé stoltust af á ferli sínum, svarar Jóhanna því til að það sé árangur ríkisstjórnarinnar eftir hrunið. Jóhanna, sem klárar þetta kjörtímabil, ætlar að einbeita sér að því næstu sjö mánuði að klára stór mál eins og breytingar á lögum um stjórn fiskveiða, rammaáætlun um orkunýtingu og stjórnarskrármálið. En finnst henni óþægilegt að hætta eftir svo langan tíma í stjórnmálum? Jóhanna segist hafa íhugað það vel og lengi. „En ég verð að segja að tilhugsunin er góð," segir hún.
Mest lesið „Dökk að utan en mjólkurhvít að innan“ Innlent Vilja búa til „friðarfána“ svo ekki þurfi að flagga erlendum fánum Innlent Þjóðin sé orðin þreytt á málþófi Innlent Björguðu ketti sem var fastur inni í Teslu Innlent Lýst eftir Ólafi í Búlgaríu Innlent Skorar á verktaka að lækka íbúðaverð Innlent Leggja til breytingar á gatnamótum í kjölfar banaslyss Innlent Tókst ekki að flýja lögreglu og var gómaður með þrjá hnífa og meint eiturlyf Innlent Fjallað um Skjöld Íslands í forsíðugrein stórblaðs Innlent „Erfið stund en mikilvæg“ Innlent Fleiri fréttir Vilja búa til „friðarfána“ svo ekki þurfi að flagga erlendum fánum „Dökk að utan en mjólkurhvít að innan“ Þjóðin sé orðin þreytt á málþófi Tókst ekki að flýja lögreglu og var gómaður með þrjá hnífa og meint eiturlyf Leikskólabörn sungu með 89 ára harmonikuleikara í Garðabæ Skorar á verktaka að lækka íbúðaverð Björguðu ketti sem var fastur inni í Teslu Varnaðarorð sálfræðings, auðveldari leið inn á húsnæðismarkað og bangsakvöld Lýst eftir Ólafi í Búlgaríu Þyrlan kölluð út vegna beinbrotinnar göngukonu Vesturbæjarlaug opnar enn á ný Fjallað um Skjöld Íslands í forsíðugrein stórblaðs Skjálfti fannst í byggð Ólafur orðinn nýr þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins „Erfið stund en mikilvæg“ Kjötsúpu í boði á Hvolsvelli fyrir alla sem vilja Þorgerður á óformlegum fundi ESB Austurland í áfalli, uppstokkun í Valhöll og kjötsúpa fyrir alla Vann fyrir opnum tjöldum hjá bæði saksóknara og PPP Hvirfilbylur við Vatnsleysuströnd Framkvæmdir við Fjallaböðin í fullum gangi Leggja til breytingar á gatnamótum í kjölfar banaslyss Náðu fullum þrýstingi í nótt Drengurinn fannst heill á húfi Kjúklingaræktandi fær á baukinn en MAST líka Guðrún tilnefnir Ólaf Adolfsson sem formann þingflokksins Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir Guðrún hrókerar í þingflokknum Leita að týndum tólf ára dreng í Ölfusborgum Hildur segir af sér til að forðast átök Sjá meira
Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir