Ísland í dag: „Almenningur mun fljótlega alveg hætta að finna fyrir höftunum“ Bjarki Ármannsson skrifar 8. júní 2015 20:15 Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra segir að sama hvor leiðin verði farin við uppgjör slitabúa, nauðasamningar sem uppfylli stöðugleikaskilyrði verði samþykktir eða slitabúin látin greiða 39 prósent í stöðugleikaskatt, verði áhrifin á íslenska hagsmuni þau sömu. Þetta kom fram í viðtali þeirra Höskuldar Kára Schram og Gunnars Atla Gunnarssonar við Sigmund í þættinum Ísland í dag í kvöld. Sigmundur sagði jafnframt að strax á þessu ári verði stór skref stigin í átt að afnámi hafta sem leiði til þess að almenningur muni nær hætta að finna fyrir áhrifum þeirra í daglegu lífi. Aðgerðir stjórnvalda um losun gjaldeyrishafta voru kynntar á fréttamannafundi í Hörpu í dag og Sigmundur ræddi þær í Íslandi í dag í kvöld. Sigmundur sagði það meðal annars áhugavert að viljayfirlýsingar skildu hafa borist frá kröfuhöfum slitabúa föllnu bankanna í dag. „Mér skilst að yfirlýsingarnar hafi komið í kjölfar þess að menn hafi séð að þetta væri raunverulega að gerast, skatturinn kæmi raunverulega,“ segir Sigmundur. „Menn sjái þá tækifæri í því að klára málin hraðar og verða við þessum stöðugleikaskilyrðum. Það hefur ýmsa kosti fyrir þessa aðila en getur líka gert það fyrir Ísland, þó hinn kosturinn sé mjög góður líka. Ef þetta endar þannig að menn klára þetta ekki og stöðugleikaskatturinn fellur, þá er það mjög góð niðurstaða líka.“ Hann segir aðgerðir ríkisstjórnarinnar þess eðlis að það skipti ekki máli fyrir Ísland hvort kröfuhafarnir verði við skilyrðunum í tæka tíð eður ei. „Þetta er hannað þannig að þetta komi alltaf á sama stað niður,“ segir Sigmundur. „Jafnvel þó að menn fari skattaleiðina, þá hafa þeir möguleika á að lækka beinar skattgreiðslur um kannski 160 milljarða en það kæmi þá fram með öðrum hætti. Með fjárfestingum og öðru.“ Aðspurður hvenær nákvæmlega gjaldeyrishöftin verði með öllu losuð sagði Sigmundur að stór skref yrðu tekin strax á þessu ári. „Sérstaklega hvað varðar almenning, sem mun fljótlega alveg hætta að finna fyrir höftunum,“ segir hann. „Það verður opnað á nánast allt sem viðkemur viðskiptum einstaklinga.“ Meðal annars muni fólk ekki lengur þurfa að prenta út farseðil til að kaupa gjaldeyri þegar það fer til útlanda. Einnig muni almenningur geta keypt erlend hlutabréf. Gjaldeyrishöft Tengdar fréttir Leggja á 39 prósenta skatt á eignir slitabúanna Slitabúin hafa til áramóta að ljúka nauðasamningum. Tekjur ríkissjóðs gætu numið 850 milljörðum. 8. júní 2015 12:12 „Ég er afskaplega glaður að sjá þetta gerast“ Sigmundur Davíð Gunnlaugsson var sigri hrósandi í Reykjavík síðdegis. 8. júní 2015 18:04 „Tóm vitleysa“ að forsíðufrétt DV hafi haft áhrif á atburðarásina Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra, og Bjarni Benediktsson, fjármála-og efnahagsráðherra, hafna því báðir að forsíðufrétt DV síðastliðinn föstudag hafi haft áhrif á atburðarásina vegna losunar fjármagnshafta. 8. júní 2015 14:00 BBC, Reuters og Wall Street Journal fjalla um höftin Alþingi kom saman í gærkvöld til að samþykkja frumvarp efnahags- og viðskiptanefndar er miða að því að styðja við fyrirhugaðar aðgerðir stjórnvalda til losunar fjármagnshafta. 8. júní 2015 09:03 Tekjur ríkissjóðs af stöðugleikaskatti gætu numið 850 milljörðum Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra segir tekjur ríkissjóðs af stöðugleikaskatti gætu orðið umtalsverðar. 8. júní 2015 12:41 Forsætisráðherra: Aðgerðirnar geta haft raunveruleg áhrif á daglegt líf Allt sem fæst í aðgerðum stjórnvalda verður notað til að greiða niður skuldir ríkisins. 8. júní 2015 12:23 Mest lesið Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Innlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Innlent Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Innlent Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Innlent „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Innlent Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Erlent Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Innlent Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar Innlent Fleiri fréttir Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Sjá meira
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra segir að sama hvor leiðin verði farin við uppgjör slitabúa, nauðasamningar sem uppfylli stöðugleikaskilyrði verði samþykktir eða slitabúin látin greiða 39 prósent í stöðugleikaskatt, verði áhrifin á íslenska hagsmuni þau sömu. Þetta kom fram í viðtali þeirra Höskuldar Kára Schram og Gunnars Atla Gunnarssonar við Sigmund í þættinum Ísland í dag í kvöld. Sigmundur sagði jafnframt að strax á þessu ári verði stór skref stigin í átt að afnámi hafta sem leiði til þess að almenningur muni nær hætta að finna fyrir áhrifum þeirra í daglegu lífi. Aðgerðir stjórnvalda um losun gjaldeyrishafta voru kynntar á fréttamannafundi í Hörpu í dag og Sigmundur ræddi þær í Íslandi í dag í kvöld. Sigmundur sagði það meðal annars áhugavert að viljayfirlýsingar skildu hafa borist frá kröfuhöfum slitabúa föllnu bankanna í dag. „Mér skilst að yfirlýsingarnar hafi komið í kjölfar þess að menn hafi séð að þetta væri raunverulega að gerast, skatturinn kæmi raunverulega,“ segir Sigmundur. „Menn sjái þá tækifæri í því að klára málin hraðar og verða við þessum stöðugleikaskilyrðum. Það hefur ýmsa kosti fyrir þessa aðila en getur líka gert það fyrir Ísland, þó hinn kosturinn sé mjög góður líka. Ef þetta endar þannig að menn klára þetta ekki og stöðugleikaskatturinn fellur, þá er það mjög góð niðurstaða líka.“ Hann segir aðgerðir ríkisstjórnarinnar þess eðlis að það skipti ekki máli fyrir Ísland hvort kröfuhafarnir verði við skilyrðunum í tæka tíð eður ei. „Þetta er hannað þannig að þetta komi alltaf á sama stað niður,“ segir Sigmundur. „Jafnvel þó að menn fari skattaleiðina, þá hafa þeir möguleika á að lækka beinar skattgreiðslur um kannski 160 milljarða en það kæmi þá fram með öðrum hætti. Með fjárfestingum og öðru.“ Aðspurður hvenær nákvæmlega gjaldeyrishöftin verði með öllu losuð sagði Sigmundur að stór skref yrðu tekin strax á þessu ári. „Sérstaklega hvað varðar almenning, sem mun fljótlega alveg hætta að finna fyrir höftunum,“ segir hann. „Það verður opnað á nánast allt sem viðkemur viðskiptum einstaklinga.“ Meðal annars muni fólk ekki lengur þurfa að prenta út farseðil til að kaupa gjaldeyri þegar það fer til útlanda. Einnig muni almenningur geta keypt erlend hlutabréf.
Gjaldeyrishöft Tengdar fréttir Leggja á 39 prósenta skatt á eignir slitabúanna Slitabúin hafa til áramóta að ljúka nauðasamningum. Tekjur ríkissjóðs gætu numið 850 milljörðum. 8. júní 2015 12:12 „Ég er afskaplega glaður að sjá þetta gerast“ Sigmundur Davíð Gunnlaugsson var sigri hrósandi í Reykjavík síðdegis. 8. júní 2015 18:04 „Tóm vitleysa“ að forsíðufrétt DV hafi haft áhrif á atburðarásina Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra, og Bjarni Benediktsson, fjármála-og efnahagsráðherra, hafna því báðir að forsíðufrétt DV síðastliðinn föstudag hafi haft áhrif á atburðarásina vegna losunar fjármagnshafta. 8. júní 2015 14:00 BBC, Reuters og Wall Street Journal fjalla um höftin Alþingi kom saman í gærkvöld til að samþykkja frumvarp efnahags- og viðskiptanefndar er miða að því að styðja við fyrirhugaðar aðgerðir stjórnvalda til losunar fjármagnshafta. 8. júní 2015 09:03 Tekjur ríkissjóðs af stöðugleikaskatti gætu numið 850 milljörðum Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra segir tekjur ríkissjóðs af stöðugleikaskatti gætu orðið umtalsverðar. 8. júní 2015 12:41 Forsætisráðherra: Aðgerðirnar geta haft raunveruleg áhrif á daglegt líf Allt sem fæst í aðgerðum stjórnvalda verður notað til að greiða niður skuldir ríkisins. 8. júní 2015 12:23 Mest lesið Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Innlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Innlent Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Innlent Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Innlent „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Innlent Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Erlent Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Innlent Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar Innlent Fleiri fréttir Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Sjá meira
Leggja á 39 prósenta skatt á eignir slitabúanna Slitabúin hafa til áramóta að ljúka nauðasamningum. Tekjur ríkissjóðs gætu numið 850 milljörðum. 8. júní 2015 12:12
„Ég er afskaplega glaður að sjá þetta gerast“ Sigmundur Davíð Gunnlaugsson var sigri hrósandi í Reykjavík síðdegis. 8. júní 2015 18:04
„Tóm vitleysa“ að forsíðufrétt DV hafi haft áhrif á atburðarásina Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra, og Bjarni Benediktsson, fjármála-og efnahagsráðherra, hafna því báðir að forsíðufrétt DV síðastliðinn föstudag hafi haft áhrif á atburðarásina vegna losunar fjármagnshafta. 8. júní 2015 14:00
BBC, Reuters og Wall Street Journal fjalla um höftin Alþingi kom saman í gærkvöld til að samþykkja frumvarp efnahags- og viðskiptanefndar er miða að því að styðja við fyrirhugaðar aðgerðir stjórnvalda til losunar fjármagnshafta. 8. júní 2015 09:03
Tekjur ríkissjóðs af stöðugleikaskatti gætu numið 850 milljörðum Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra segir tekjur ríkissjóðs af stöðugleikaskatti gætu orðið umtalsverðar. 8. júní 2015 12:41
Forsætisráðherra: Aðgerðirnar geta haft raunveruleg áhrif á daglegt líf Allt sem fæst í aðgerðum stjórnvalda verður notað til að greiða niður skuldir ríkisins. 8. júní 2015 12:23