Helgi Seljan hneykslaður á umfjöllun Eyjafrétta Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 6. ágúst 2015 14:41 Helgi Seljan er ósáttur við umfjöllun Eyjafrétta. Páll Bergmann „Bíddu hvaða rugl er þetta? Er þetta allt í einu farið að snúast upp í einhvern fótboltaleik?“ Þetta segir Helgi Seljan aðspurður hvað honum finnist um umfjöllun Eyjafrétta um umræðuna sem átti sér stað í þættinum Vikulokin á Rás 1 sl. laugardag. Í nýjasta eintaki Eyjafrétta sem kom út í dag skrifar Ómar Garðarsson, ritstjóri blaðsins, grein þar sem hann gagnrýnir harðlega þá umræðu sem fór fram í þættinum Vikulokin sem Helgi Seljan stýrði. Umfjöllunarefni þáttarins var fréttir vikunnar og voru umdeild tilmæli Páleyjar Borgþórssdóttur, lögreglustjóra Vestmannaeyja um að veita fjölmiðlum ekki upplýsingar um kynferðisbrot á Þjóðhátíð um verslunarmannahelgina fyrirferðarmikil í þættinum. „Það var ófögur mynd sem dregin var upp af þjóðhátíð Eyjamanna og þeim sjálfum í þættinum, Vikulokin á Rás eitt sl. laugardagsmorgun. RÚV ákvað að gefa skotleyfi á Páleyju Borgþórsdóttur og þjóðhátíðina. Það vissi Helgi Seljan fyrir þegar hann valdi viðmælendur í laugardagsþátt sinn, allt valinkunnir Akureyringar,“ segir í greininni í Eyjafréttum. Helgi hafnar því að með þessu tiltekna vali á viðmælendum hafi hann verið að gefa út skotleyfi á þjóðhátíðina. „Umræðan fjallaði einna minnst um Þjóðhátíðina sem slíka. Þetta var um þessa ákvörðun lögreglustjórans sem er auðvitað fordæmlaus og vakti miklar deilur. Það var ekkert óeðlilegt að það yrði rætt þarna.“ „Ég var að tala við fólk í þessum þætti eins og svo oft áður. Þetta eru þrír viðmælendur og það vill svo til að þátturinn var sendur út frá Akureyri og þeir eru Akureyringar. Þetta snerist ekki um Akureyri vs. Vestmannaeyjar.“ „Ómar Garðarsson verður að átta sig á því að þó að í einhverri tiltekinni frétt sé rætt um einhvern sem búi í Eyjum, þá á það ekkert við alla í Eyjum. Ekki frekar en þegar þú ræðir við einhvern sem vill svo til að er í Ungmennafélagi Stjörnunnar er ekkert verið að tala um alla Stjörnumenn. Það er verið að tala um stjórnsýsluákvörðun opinbers embættis. Umræðan snýst ekki um Eyjamenn í neinum skilningi.“ Helgi er ósáttur við grein Ómars og telur hann hafa rifið hluti úr samhengi. „Hann er náttúrulega að rífa hluti þarna úr samhengi, láta eins og ég hafi verið að taka það sérstaklega fram að ég vildi ekki vera í Vestmannaeyjum. Það var enginn að reyna að níða almennt skóinn af Vestmannaeyingum.“ Tengdar fréttir Lýsa yfir furðu sinni á málflutningi lögreglustjórans í Eyjum Stjórnir Blaðamannafélags Íslands og Félags fréttamanna segja sjónarmið lögreglustjórans algerlega úr takt við þau meginsjónarmið um upplýsta og opna umræðu. 30. júlí 2015 15:03 Segja tilmæli lögreglustjórans ýta undir skömm þolenda „Druslugangan fer fram á að kynferðisglæpir séu afgreiddir eins og aðrir glæpir og ekki faldir eins og hún fer fram á,“ segir Helga Lind Mar einn skipuleggjenda göngunnar. 29. júlí 2015 23:27 Lögreglustjórinn stendur við þögn um kynferðisbrot Lögreglustjórinn í Vestmannaeyjum stendur við ákvörðun sína um bann við upplýsingum til fjölmiðla um möguleg kynferðisbrotamál á þjóðhátíð. Talskona Stígamóta segir það valda sérstökum áhyggjum að lögreglustjórinn hafi ekki betri skilning á eðli kynferðisbrota og hvernig beri að fara með þau. 30. júlí 2015 19:00 Lögreglustjórinn í Vestmannaeyjum: Erfitt að koma í veg fyrir kynferðisbrot á fjölmennum útihátíðum Þrjár konur leituðu á neyðarmóttöku vegna kynferðisbrota á Þjóðhátíð. 4. ágúst 2015 13:47 Lögreglustjóri í Eyjum krefst þagnar um kynferðisbrot á þjóðhátíð Páley Borgþórsdóttir hefur gefið út bréf til allra viðbragðsaðila þar sem hún brýnir fyrir þeim að upplýsa fjölmiðla ekki um hugsanleg kynferðisbrot. 29. júlí 2015 16:48 Mest lesið Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Erlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Innlent Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar Innlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Lögreglan leitar manns Innlent Fleiri fréttir Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari Sjá meira
„Bíddu hvaða rugl er þetta? Er þetta allt í einu farið að snúast upp í einhvern fótboltaleik?“ Þetta segir Helgi Seljan aðspurður hvað honum finnist um umfjöllun Eyjafrétta um umræðuna sem átti sér stað í þættinum Vikulokin á Rás 1 sl. laugardag. Í nýjasta eintaki Eyjafrétta sem kom út í dag skrifar Ómar Garðarsson, ritstjóri blaðsins, grein þar sem hann gagnrýnir harðlega þá umræðu sem fór fram í þættinum Vikulokin sem Helgi Seljan stýrði. Umfjöllunarefni þáttarins var fréttir vikunnar og voru umdeild tilmæli Páleyjar Borgþórssdóttur, lögreglustjóra Vestmannaeyja um að veita fjölmiðlum ekki upplýsingar um kynferðisbrot á Þjóðhátíð um verslunarmannahelgina fyrirferðarmikil í þættinum. „Það var ófögur mynd sem dregin var upp af þjóðhátíð Eyjamanna og þeim sjálfum í þættinum, Vikulokin á Rás eitt sl. laugardagsmorgun. RÚV ákvað að gefa skotleyfi á Páleyju Borgþórsdóttur og þjóðhátíðina. Það vissi Helgi Seljan fyrir þegar hann valdi viðmælendur í laugardagsþátt sinn, allt valinkunnir Akureyringar,“ segir í greininni í Eyjafréttum. Helgi hafnar því að með þessu tiltekna vali á viðmælendum hafi hann verið að gefa út skotleyfi á þjóðhátíðina. „Umræðan fjallaði einna minnst um Þjóðhátíðina sem slíka. Þetta var um þessa ákvörðun lögreglustjórans sem er auðvitað fordæmlaus og vakti miklar deilur. Það var ekkert óeðlilegt að það yrði rætt þarna.“ „Ég var að tala við fólk í þessum þætti eins og svo oft áður. Þetta eru þrír viðmælendur og það vill svo til að þátturinn var sendur út frá Akureyri og þeir eru Akureyringar. Þetta snerist ekki um Akureyri vs. Vestmannaeyjar.“ „Ómar Garðarsson verður að átta sig á því að þó að í einhverri tiltekinni frétt sé rætt um einhvern sem búi í Eyjum, þá á það ekkert við alla í Eyjum. Ekki frekar en þegar þú ræðir við einhvern sem vill svo til að er í Ungmennafélagi Stjörnunnar er ekkert verið að tala um alla Stjörnumenn. Það er verið að tala um stjórnsýsluákvörðun opinbers embættis. Umræðan snýst ekki um Eyjamenn í neinum skilningi.“ Helgi er ósáttur við grein Ómars og telur hann hafa rifið hluti úr samhengi. „Hann er náttúrulega að rífa hluti þarna úr samhengi, láta eins og ég hafi verið að taka það sérstaklega fram að ég vildi ekki vera í Vestmannaeyjum. Það var enginn að reyna að níða almennt skóinn af Vestmannaeyingum.“
Tengdar fréttir Lýsa yfir furðu sinni á málflutningi lögreglustjórans í Eyjum Stjórnir Blaðamannafélags Íslands og Félags fréttamanna segja sjónarmið lögreglustjórans algerlega úr takt við þau meginsjónarmið um upplýsta og opna umræðu. 30. júlí 2015 15:03 Segja tilmæli lögreglustjórans ýta undir skömm þolenda „Druslugangan fer fram á að kynferðisglæpir séu afgreiddir eins og aðrir glæpir og ekki faldir eins og hún fer fram á,“ segir Helga Lind Mar einn skipuleggjenda göngunnar. 29. júlí 2015 23:27 Lögreglustjórinn stendur við þögn um kynferðisbrot Lögreglustjórinn í Vestmannaeyjum stendur við ákvörðun sína um bann við upplýsingum til fjölmiðla um möguleg kynferðisbrotamál á þjóðhátíð. Talskona Stígamóta segir það valda sérstökum áhyggjum að lögreglustjórinn hafi ekki betri skilning á eðli kynferðisbrota og hvernig beri að fara með þau. 30. júlí 2015 19:00 Lögreglustjórinn í Vestmannaeyjum: Erfitt að koma í veg fyrir kynferðisbrot á fjölmennum útihátíðum Þrjár konur leituðu á neyðarmóttöku vegna kynferðisbrota á Þjóðhátíð. 4. ágúst 2015 13:47 Lögreglustjóri í Eyjum krefst þagnar um kynferðisbrot á þjóðhátíð Páley Borgþórsdóttir hefur gefið út bréf til allra viðbragðsaðila þar sem hún brýnir fyrir þeim að upplýsa fjölmiðla ekki um hugsanleg kynferðisbrot. 29. júlí 2015 16:48 Mest lesið Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Erlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Innlent Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar Innlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Lögreglan leitar manns Innlent Fleiri fréttir Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari Sjá meira
Lýsa yfir furðu sinni á málflutningi lögreglustjórans í Eyjum Stjórnir Blaðamannafélags Íslands og Félags fréttamanna segja sjónarmið lögreglustjórans algerlega úr takt við þau meginsjónarmið um upplýsta og opna umræðu. 30. júlí 2015 15:03
Segja tilmæli lögreglustjórans ýta undir skömm þolenda „Druslugangan fer fram á að kynferðisglæpir séu afgreiddir eins og aðrir glæpir og ekki faldir eins og hún fer fram á,“ segir Helga Lind Mar einn skipuleggjenda göngunnar. 29. júlí 2015 23:27
Lögreglustjórinn stendur við þögn um kynferðisbrot Lögreglustjórinn í Vestmannaeyjum stendur við ákvörðun sína um bann við upplýsingum til fjölmiðla um möguleg kynferðisbrotamál á þjóðhátíð. Talskona Stígamóta segir það valda sérstökum áhyggjum að lögreglustjórinn hafi ekki betri skilning á eðli kynferðisbrota og hvernig beri að fara með þau. 30. júlí 2015 19:00
Lögreglustjórinn í Vestmannaeyjum: Erfitt að koma í veg fyrir kynferðisbrot á fjölmennum útihátíðum Þrjár konur leituðu á neyðarmóttöku vegna kynferðisbrota á Þjóðhátíð. 4. ágúst 2015 13:47
Lögreglustjóri í Eyjum krefst þagnar um kynferðisbrot á þjóðhátíð Páley Borgþórsdóttir hefur gefið út bréf til allra viðbragðsaðila þar sem hún brýnir fyrir þeim að upplýsa fjölmiðla ekki um hugsanleg kynferðisbrot. 29. júlí 2015 16:48