Heimildarákvæði um sölu flugvallarsvæðis gleymdist Kristján Már Unnarsson skrifar 21. nóvember 2013 19:04 Heimild sem Alþingi veitti á gildandi fjárlögum til að selja Reykjavíkurborg umdeilt flugvallarsvæði í Skerjafirði rennur út um áramótin. Vegna mistaka í fjármálaráðuneyti gleymdist að gera ráð fyrir að heimildin yrði endurnýjuð í fjárlagafrumvarpi næsta árs. Nýi Skerjafjörður kallast hverfið sem borgin er að skipuleggja en þar er gert ráð fyrir sex- til áttahundruð íbúðum. Kynningarmyndir sýna fjögurra hæða blokkir en nánari útfærsla er eftir. Þessi áform byggja á samkomulagi Dags B. Eggertssonar, formanns borgarráðs, og Katrínar Júlíusdóttur, þáverandi fjármálaráðherra frá því í mars um að ríkið selji borginni umrætt land. Samningurinn kveður á um að afsal verði fyrst gefið út þegar innanríkisráðuneyti eða Isavia hefur formlega gefið út tilkynningu um að lokun flugbrautarinnar hafi tekið gildi gagnvart öllu flugi. Sérkennilegt orðalag í heimildargrein gildandi fjárlaga er einnig bremsa en hún heimilar aðeins sölu á landi sem er fyrir „utan flugvallargirðingu". Isavia þarf því fyrst að færa girðinguna áður en selja má landið en samkvæmt upplýsingum úr fjármálaráðuneytinu var það meðvituð ákvörðun að orða þetta með þessum hætti til að tryggja að landið yrði ekki selt án samþykkis flugmálayfirvalda. Þessi heimild rennur hins vegar út núna um áramótin og í fjárlagafrumvarpinu er ekki gerð tillaga um að endurnýja heimildina fyrir næsta ár, þar er hins vegar gert ráð fyrir heimild til að semja um lóð undir samgöngumiðstöð við Reykjavíkurflugvöll. Frá embættismanni í fjármálaráðuneyti fengust þær upplýsingar í dag að vegna mistaka hafi gleymst að setja inn í fjárlagafrumvarpið áframhaldandi heimild til að selja borginni flugvallarsvæðið en tillaga verði gerð til fjárlaganefndar Alþingis á næstu dögum um að úr því verði bætt. Ríkið getur ekki selt land án samþykkis Alþingis. Ef borgin á að fá þetta svæði undir íbúðabyggð virðist því blasa við að leggja þarf fram sérstaka tillögu vegna fjárlagagerðar fyrir jól. Það gæti því reynt á það á Alþingi á næstu vikum hvort meirihluti sé fyrir því að klípa af flugvallarsvæðinu. Tengdar fréttir Staðið við samkomulag um lokun flugbrautar Hanna Birna Kristjánsdóttir, ráðherra flugmála, segir að staðið verði við samkomulag við borgina um að minnstu flugbraut Reykjavíkurflugvallar verði lokað. 19. nóvember 2013 21:24 Ekki var samið um lokun þriðju flugbrautarinnar Forsætisráðherra leggst alfarið gegn því að þriðju flugbraut Reykjavíkurflugvallar verði lokað. 18. nóvember 2013 19:27 Brautin fer burt, segir Hanna Birna, - hún fer ekki neitt, segir Sigmundur Hanna Birna Kristjánsdóttir innanríkisráðherra segir að lokun minnstu flugbrautar Reykjavíkurflugvallar verði auglýst fyrir áramót og að henni verði hugsanlega lokað um mitt næsta ár eða í lok næsta árs. 20. nóvember 2013 12:11 Mest lesið Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Erlent Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Innlent Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Innlent Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Innlent Innbrot og menn til ama á útivistarsvæði Innlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Fleiri fréttir Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innbrot og menn til ama á útivistarsvæði Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Sjá meira
Heimild sem Alþingi veitti á gildandi fjárlögum til að selja Reykjavíkurborg umdeilt flugvallarsvæði í Skerjafirði rennur út um áramótin. Vegna mistaka í fjármálaráðuneyti gleymdist að gera ráð fyrir að heimildin yrði endurnýjuð í fjárlagafrumvarpi næsta árs. Nýi Skerjafjörður kallast hverfið sem borgin er að skipuleggja en þar er gert ráð fyrir sex- til áttahundruð íbúðum. Kynningarmyndir sýna fjögurra hæða blokkir en nánari útfærsla er eftir. Þessi áform byggja á samkomulagi Dags B. Eggertssonar, formanns borgarráðs, og Katrínar Júlíusdóttur, þáverandi fjármálaráðherra frá því í mars um að ríkið selji borginni umrætt land. Samningurinn kveður á um að afsal verði fyrst gefið út þegar innanríkisráðuneyti eða Isavia hefur formlega gefið út tilkynningu um að lokun flugbrautarinnar hafi tekið gildi gagnvart öllu flugi. Sérkennilegt orðalag í heimildargrein gildandi fjárlaga er einnig bremsa en hún heimilar aðeins sölu á landi sem er fyrir „utan flugvallargirðingu". Isavia þarf því fyrst að færa girðinguna áður en selja má landið en samkvæmt upplýsingum úr fjármálaráðuneytinu var það meðvituð ákvörðun að orða þetta með þessum hætti til að tryggja að landið yrði ekki selt án samþykkis flugmálayfirvalda. Þessi heimild rennur hins vegar út núna um áramótin og í fjárlagafrumvarpinu er ekki gerð tillaga um að endurnýja heimildina fyrir næsta ár, þar er hins vegar gert ráð fyrir heimild til að semja um lóð undir samgöngumiðstöð við Reykjavíkurflugvöll. Frá embættismanni í fjármálaráðuneyti fengust þær upplýsingar í dag að vegna mistaka hafi gleymst að setja inn í fjárlagafrumvarpið áframhaldandi heimild til að selja borginni flugvallarsvæðið en tillaga verði gerð til fjárlaganefndar Alþingis á næstu dögum um að úr því verði bætt. Ríkið getur ekki selt land án samþykkis Alþingis. Ef borgin á að fá þetta svæði undir íbúðabyggð virðist því blasa við að leggja þarf fram sérstaka tillögu vegna fjárlagagerðar fyrir jól. Það gæti því reynt á það á Alþingi á næstu vikum hvort meirihluti sé fyrir því að klípa af flugvallarsvæðinu.
Tengdar fréttir Staðið við samkomulag um lokun flugbrautar Hanna Birna Kristjánsdóttir, ráðherra flugmála, segir að staðið verði við samkomulag við borgina um að minnstu flugbraut Reykjavíkurflugvallar verði lokað. 19. nóvember 2013 21:24 Ekki var samið um lokun þriðju flugbrautarinnar Forsætisráðherra leggst alfarið gegn því að þriðju flugbraut Reykjavíkurflugvallar verði lokað. 18. nóvember 2013 19:27 Brautin fer burt, segir Hanna Birna, - hún fer ekki neitt, segir Sigmundur Hanna Birna Kristjánsdóttir innanríkisráðherra segir að lokun minnstu flugbrautar Reykjavíkurflugvallar verði auglýst fyrir áramót og að henni verði hugsanlega lokað um mitt næsta ár eða í lok næsta árs. 20. nóvember 2013 12:11 Mest lesið Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Erlent Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Innlent Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Innlent Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Innlent Innbrot og menn til ama á útivistarsvæði Innlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Fleiri fréttir Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innbrot og menn til ama á útivistarsvæði Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Sjá meira
Staðið við samkomulag um lokun flugbrautar Hanna Birna Kristjánsdóttir, ráðherra flugmála, segir að staðið verði við samkomulag við borgina um að minnstu flugbraut Reykjavíkurflugvallar verði lokað. 19. nóvember 2013 21:24
Ekki var samið um lokun þriðju flugbrautarinnar Forsætisráðherra leggst alfarið gegn því að þriðju flugbraut Reykjavíkurflugvallar verði lokað. 18. nóvember 2013 19:27
Brautin fer burt, segir Hanna Birna, - hún fer ekki neitt, segir Sigmundur Hanna Birna Kristjánsdóttir innanríkisráðherra segir að lokun minnstu flugbrautar Reykjavíkurflugvallar verði auglýst fyrir áramót og að henni verði hugsanlega lokað um mitt næsta ár eða í lok næsta árs. 20. nóvember 2013 12:11