Hannes: Getum verið stoltir að klára þetta með tvo leiki til góða Tómas Þór Þórðarson skrifar 6. september 2015 21:48 Hannes Þór Halldórsson hefur fengið á sig þrjú mörk. vísir/valli "Þetta er eins og að vinna titil í tíunda veldi. Þetta er geggjað - alveg ólýsanlegt," sagði Hannes Þór Halldórsson, markvörður íslenska karlalandsliðið, við Vísi eftir leikinn í kvöld. Ísland komst á EM 2016 í kvöld eftir markalaust jafntefli gegn Kasakstan, en strákarnir okkar héldu út síðustu mínúturnar manni færri eftir að vera miklu betri í leiknum. "Það var fínt að sjá fjórða dómarann flagga skiltinu með einni mínútu því við vorum búnir að missa mann út af og þeir voru allt í einu farnir að pressa svolítið á okkur," sagði Hannes. "Þá var markmiðið bara að halda og klára þetta. Það var mikill léttir og auðvitað geggjað þegar dómarinn flautaði af." Íslenska liðið hefur spilað undankeppninna með miklum stæl. Liðið hefur aðeins fengið á sig þrjú mörk og tapað einum leik. Kveikjan að þessu öllu voru vonbrigðin í Króatíu 2013. "Vonbrigðin eftir Króatíu voru ólýsanleg þó sú undankeppni hafi verið frábær upplifun í heildina. Það var bara svo hrikalegt að tapa þeim leik," sagði Hannes. "Það var svo sjokk að sjá riðilinn fyrir þessa undankeppni. Við settum okkur samt bara markmið um að komast áfram. Við erum að spila frábærlega og erum besta liðið í þessum riðli eins og staðan er í dag," sagði Hannes, en liðið á enn tvo leiki eftir. "Við getum bara verið stoltir af því að klára þetta tveimur leikjum fyrir lokin. Það er hrikalega vel gert þó ég segi sjálfur frá," sagði Hannes Þór Halldórsson. EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Kolbeinn: Förum ekki til Frakklands í frí heldur til að gera góða hluti Kolbeinn Sigþórsson segir Ísland geta unnið hvaða lið sem er. 6. september 2015 21:38 Gylfi Þór: Erum á leiðinni niður í bæ að fagna með fólkinu Gylfi Þór Sigurðsson átti varla orð til að lýsa hinni ótrúlegu stund á Laugardalsvelli í kvöld. 6. september 2015 21:30 Mest lesið Ekkert bit í snáknum: „Hörmulegur og ætti að hætta“ Sport United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Enski boltinn „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Fótbolti Goðsögn fallin frá Enski boltinn Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Fótbolti Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Íslenski boltinn Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport „Ég elska peninga“ Sport Féll úr skíðalyftu og lést Fótbolti Kærður af knattspyrnusambandinu Enski boltinn Fleiri fréttir United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Féll úr skíðalyftu og lést Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Viðurkenna að VAR hafi bilað Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Iwobi og Lookman áberandi í sigri Nígeríu „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Amanda hætt hjá Twente Sjá meira
"Þetta er eins og að vinna titil í tíunda veldi. Þetta er geggjað - alveg ólýsanlegt," sagði Hannes Þór Halldórsson, markvörður íslenska karlalandsliðið, við Vísi eftir leikinn í kvöld. Ísland komst á EM 2016 í kvöld eftir markalaust jafntefli gegn Kasakstan, en strákarnir okkar héldu út síðustu mínúturnar manni færri eftir að vera miklu betri í leiknum. "Það var fínt að sjá fjórða dómarann flagga skiltinu með einni mínútu því við vorum búnir að missa mann út af og þeir voru allt í einu farnir að pressa svolítið á okkur," sagði Hannes. "Þá var markmiðið bara að halda og klára þetta. Það var mikill léttir og auðvitað geggjað þegar dómarinn flautaði af." Íslenska liðið hefur spilað undankeppninna með miklum stæl. Liðið hefur aðeins fengið á sig þrjú mörk og tapað einum leik. Kveikjan að þessu öllu voru vonbrigðin í Króatíu 2013. "Vonbrigðin eftir Króatíu voru ólýsanleg þó sú undankeppni hafi verið frábær upplifun í heildina. Það var bara svo hrikalegt að tapa þeim leik," sagði Hannes. "Það var svo sjokk að sjá riðilinn fyrir þessa undankeppni. Við settum okkur samt bara markmið um að komast áfram. Við erum að spila frábærlega og erum besta liðið í þessum riðli eins og staðan er í dag," sagði Hannes, en liðið á enn tvo leiki eftir. "Við getum bara verið stoltir af því að klára þetta tveimur leikjum fyrir lokin. Það er hrikalega vel gert þó ég segi sjálfur frá," sagði Hannes Þór Halldórsson.
EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Kolbeinn: Förum ekki til Frakklands í frí heldur til að gera góða hluti Kolbeinn Sigþórsson segir Ísland geta unnið hvaða lið sem er. 6. september 2015 21:38 Gylfi Þór: Erum á leiðinni niður í bæ að fagna með fólkinu Gylfi Þór Sigurðsson átti varla orð til að lýsa hinni ótrúlegu stund á Laugardalsvelli í kvöld. 6. september 2015 21:30 Mest lesið Ekkert bit í snáknum: „Hörmulegur og ætti að hætta“ Sport United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Enski boltinn „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Fótbolti Goðsögn fallin frá Enski boltinn Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Fótbolti Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Íslenski boltinn Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport „Ég elska peninga“ Sport Féll úr skíðalyftu og lést Fótbolti Kærður af knattspyrnusambandinu Enski boltinn Fleiri fréttir United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Féll úr skíðalyftu og lést Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Viðurkenna að VAR hafi bilað Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Iwobi og Lookman áberandi í sigri Nígeríu „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Amanda hætt hjá Twente Sjá meira
Kolbeinn: Förum ekki til Frakklands í frí heldur til að gera góða hluti Kolbeinn Sigþórsson segir Ísland geta unnið hvaða lið sem er. 6. september 2015 21:38
Gylfi Þór: Erum á leiðinni niður í bæ að fagna með fólkinu Gylfi Þór Sigurðsson átti varla orð til að lýsa hinni ótrúlegu stund á Laugardalsvelli í kvöld. 6. september 2015 21:30