ŢRIĐJUDAGUR 28. FEBRÚAR NÝJAST 12:00

Koeman: Rooney er velkominn til Everton

SPORT

Hafa grćtt 410 milljónir á Símabréfum

 
Viđskipti innlent
07:00 14. JANÚAR 2016
Orri Hauksson, forstjóri Símans, hringdi fyrirtćkiđ inn á markađ 15. október 2015.
Orri Hauksson, forstjóri Símans, hringdi fyrirtćkiđ inn á markađ 15. október 2015. FRÉTTABLAĐIĐ/GVA

Hópur valinna viðskiptavina Arion banka sem fékk að kaupa hlut í Símanum í aðdraganda skráningar hans á markað 15. október síðastliðinn getur selt hlut sinn á morgun fyrir um 27 prósentum hærra verð.

Hópurinn keypti á genginu 2,8 krónur á hlut, en varð að halda hlutnum í þrjá mánuði eftir skráningu. Hlutur hópsins var metinn á 1,49 milljarða króna, en miðað við lokagengi bréfanna í gær, 3,56 krónur á hlut, má áætla að virði hlutarins sé nú 1,9 milljarðar. Hlutur viðskiptavinanna hefur því hækkað um 410 milljónir.

Meðalútboðsgengi Símans var 3,33 krónur á hlut, því er ljóst að almennir kaupendur hlutabréfa hafa ekki hagnast eins mikið á sínum viðskiptum. Miðað við gengi gærdagsins hefur þeirra hlutur einungis hækkað um sjö prósent.

Útboðið var harðlega gagnrýnt í október og vakti nokkuð umtal. Arion banki sagði í kjölfar umræðunnar söluna til viðskiptavina sinna hafa verið misráðna og að bankinn myndi breyta verklagi sínu í framhaldinu.

Arion banki seldi öðrum fjárfestahópi, sem Orri Hauksson forstjóri Símans setti saman, um fimm prósenta hlut í fyrirtækinu á genginu 2,5. Hann má ekki selja fyrr en 1. janúar árið 2017.


Deila
Athugiđ. Allar athugasemdir eru á ábyrgđ ţeirra er ţćr rita. Vísir hvetur lesendur til ađ halda sig viđ málefnalega umrćđu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til ađ fjarlćgja ćrumeiđandi eđa ósćmilegar athugasemdir og ummćli ţeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

 

MEST LESIĐ

  • Nýjast á Vísi
  • Mest Lesiđ
  • Fréttir
  • Sport
  • Viđskipti
  • Lífiđ
Forsíđa / Viđskipti / Viđskipti innlent / Hafa grćtt 410 milljónir á Símabréfum
Fara efst