FIMMTUDAGUR 30. J┌N═ NŢJAST 06:00

M÷rkin koma alls sta­ar a­

SPORT

Hafa grŠtt 410 milljˇnir ß SÝmabrÚfum

 
Vi­skipti innlent
07:00 14. JAN┌AR 2016
Orri Hauksson, forstjˇri SÝmans, hringdi fyrirtŠki­ inn ß marka­ 15. oktˇber 2015.
Orri Hauksson, forstjˇri SÝmans, hringdi fyrirtŠki­ inn ß marka­ 15. oktˇber 2015. FR╔TTABLAđIđ/GVA

Hópur valinna viðskiptavina Arion banka sem fékk að kaupa hlut í Símanum í aðdraganda skráningar hans á markað 15. október síðastliðinn getur selt hlut sinn á morgun fyrir um 27 prósentum hærra verð.

Hópurinn keypti á genginu 2,8 krónur á hlut, en varð að halda hlutnum í þrjá mánuði eftir skráningu. Hlutur hópsins var metinn á 1,49 milljarða króna, en miðað við lokagengi bréfanna í gær, 3,56 krónur á hlut, má áætla að virði hlutarins sé nú 1,9 milljarðar. Hlutur viðskiptavinanna hefur því hækkað um 410 milljónir.

Meðalútboðsgengi Símans var 3,33 krónur á hlut, því er ljóst að almennir kaupendur hlutabréfa hafa ekki hagnast eins mikið á sínum viðskiptum. Miðað við gengi gærdagsins hefur þeirra hlutur einungis hækkað um sjö prósent.

Útboðið var harðlega gagnrýnt í október og vakti nokkuð umtal. Arion banki sagði í kjölfar umræðunnar söluna til viðskiptavina sinna hafa verið misráðna og að bankinn myndi breyta verklagi sínu í framhaldinu.

Arion banki seldi öðrum fjárfestahópi, sem Orri Hauksson forstjóri Símans setti saman, um fimm prósenta hlut í fyrirtækinu á genginu 2,5. Hann má ekki selja fyrr en 1. janúar árið 2017.


Deila
Athugi­. Allar athugasemdir eru ß ßbyrg­ ■eirra er ■Šr rita. VÝsir hvetur lesendur til a­ halda sig vi­ mßlefnalega umrŠ­u. Einnig ßskilur VÝsir sÚr rÚtt til a­ fjarlŠgja Šrumei­andi e­a ˇsŠmilegar athugasemdir.

 

MEST LESIđ

  • Nřjast ß VÝsi
  • Mest Lesi­
  • FrÚttir
  • Sport
  • Vi­skipti
  • LÝfi­
ForsÝ­a / Vi­skipti / Vi­skipti innlent / Hafa grŠtt 410 milljˇnir ß SÝmabrÚfum
Fara efst