Viðskipti innlent

Gengi Auroracoin fallið um 99,9 prósent

Samúel Karl Ólason skrifar
Önnur úthlutun Auroracoin hófst á miðnætti þann 26. júlí síðastliðinn. Að þessu sinni er skammturinn hækkaður í 318 AUR á mann. Einungis þeir sem sóttu skammtinn í fyrstu úthlutun geta sótt að þessu sinni.

Þetta er önnur úthlutunin af þremur og mun hún standa yfir í fjóra mánuði. Mögulegt er að nálgast skammtinn á heimasíðu Auroracoin.

Þegar þetta var skrifað, hafði tæpur fjórðungur alls þess magns af AUR sem á að útdeila, verið sótt. Fyrir aðra úthlutun höfðu um tíu prósent íslendinga sótt sinn skammt.

Á vefnum Digiconomist er sagt frá því að þegar fyrsta úthlutun hófst þann 25. mars hafi gengi Auroracoin verið um 58 dalir, en sé núna um 0.0525 dalir. Sú lækkun samsvarar um 99,9 prósentum.

Þar er einnig sagt frá því að fjölmargir Íslendingar hafi notað kennitölur fjölskyldumeðlima til að sækja skammtinn þeirra fyrir sjálfa sig og jafnvel til þess að selja AUR. Það hafi einn af aðstandendum Auroracoin staðfest í samtali við þá.

„Því miður þekki ég persónulega marga hér á Íslandi sem hafa sannfært fjölskyldur sínar um að gefa sér þeirra skammt.“

Þá segir að þegar önnur úthlutun hófst hafi 10,16 prósent skammtanna verið sóttir. Upprunalega hafi skammturinn í úthlutuninni átt að vera 18,18 AUR, en því skammturinn sé svo hár hafi margir sótt skammtinn og selt hann strax. Það hafi valdið frekari gengislækkun.


Tengdar fréttir

Auroracoin hríðfellur í verði

Heildar markaðsvirði Auroracoin er nú rétt rúmlega þrír milljarðar og þrjú hundruð milljónir króna en það var sex milljarðar króna í gær.

Íslensk rafmynt hækkar hratt í verði

Virði hinnar nýju rafmyntar, Auroracoin, hefur rokið upp á síðustu dögum og hefur hækkað um tæp 120 prósent síðasta sólarhring.

Segir Ísland þurfa á rafmynt að halda

Kanadamaðurinn Christopher Carmichael, vinur Vine-stjörnunnar Jerome Jarr, telur að Íslandi geti bjargað heiminum með notkun rafmyntar eins og Auroracoin.

"Alltaf gott að gera tilraunir, þannig lærum við“

Huldumaðurinn sem fer fyrir Auroracoin verkefninu segir að það muni taka tíma fyrir fólk að læra á kerfið, rétt eins og raunin var með internetið á sínum tíma. Frumkvöðull í upplýsingatækni segir verkefnið fyrst og fremst áhugaverða tilraun en efast um framtíð þess.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×