Fleiri fréttir

Nokia einbeitir sér að 5G

Fornfrægi tæknirisinn Nokia tilkynnti í gær um sameiningu deilda þráðlausra tækja og beintengdra í von um að geta nýtt af fullum krafti möguleikana sem felast í væntanlegri 5G-nettengingu.

Biðja um að Huawei verði sniðgengið

Ríkisstjórn Bandaríkjanna reynir um þessar mundir að telja bandamenn sína á að hætta notkun netbúnaðar frá kínverska tæknifyrirtækinu Huawei.

Hafa borist ábendingar um verðhækkanir fyrir Svarta föstudaginn

Fjöldi verslana um allt land tók þátt í Svörtum föstudegi i dag og bauð afslátt í í tilefni dagsins. Neytendasamtökunum hafa borist ábendingar um að verslanir hafi á síðustu dögum hækkað verð á vörum og sett þær svo á afslátt í dag.

Fjárlaganefnd skoðar áfram heimild til að lána Póstinum

Willum Þór Þórsson, formaður fjárlaganefndar Alþingis, segir að það komi til greina að breyta fjárlagafrumvarpinu fyrir þriðju umræðu og veita ríkissjóði heimild til að lána Íslandspósti ef skýr svör berast frá fyrirtækinu um endurgreiðslu lánsins og hvaða tryggingar verði settar fyrir endurgreiðslunni.

Bannað að auglýsa óhollustu

Bannað verður að auglýsa óhollustu í almenningssamgöngukerfi Lundúna frá og með febrúar á næsta ári.

Kaffitár selt

Samkomulag hefur náðst milli hluthafa Nýju kaffibrennslunnar ehf. og Kaffitárs ehf. um kaup þess fyrrnefnda á Kaffitári.

Forstjóri Póstsins kallar eftir ríkisframlagi til að halda uppi þjónustu

Ingimundur Sigurpálsson forstjóri Íslandspósts segir að fyrirtækið sé eitt af örfáum póstfyrirtækjum í Evrópu sem njóti ekki framlaga frá ríkissjóði. Póstfyrirtæki á Norðurlöndunum njóti slíkra framlaga til að halda uppi þjónustu. Pósturinn glímir nú við mikinn lausafjárvanda og staða fyrirtækisins er tvísýn ef það fær ekki lán frá ríkissjóði.

Síminn og Sýn sýknuð af kröfum hvors annars

Héraðsdómur Reykjavíkur hafnaði í morgun kröfu Sýnar á hendur Símanum til greiðslu skaðabóta vegna brota Símans á samkeppnislögum, sem og gagnkröfu Símans á hendur Sýn.

Warcraft-útgáfa af Pokémon Go

Tölvuleikjaframleiðandinn Blizzard þróar nú snjallsímaleik byggðan á söguheimi Warcraft-leikjanna sem á að vera þeirra útgáfa af Pokémon Go.

Varð óvinnufær og þurfti að hætta hjá Samherja eftir rannsókn

Fyrrverandi fjármálastjóri Samherja, fjölskyldumaður úr Svarfaðardal, varð óvinnufær vegna kvíða og þunglyndis og glímdi við meiriháttar kulnun í starfi eftir rannsókn Seðlabankans á Samherja. Hann náði sér aldrei og þurfti að hætta hjá Samherja eftir fjórtán ára starf hjá fyrirtækinu.

Efins þrátt fyrir fögur fyrirheit í Helguvík

Forseti bæjarstjórnar Reykjanesbæjar hefur litla trú á því, í ljósi sögunnar, að kísilmálmverksmiðjan í Helguvík fari aftur í rekstur þrátt fyrir að nýtt rekstrarfélag ætli að leggja milljarða í úrbætur. Nýtt rekstrarfélag hefur boðað til íbúafundar i kvöld um framtíð verksmiðjunnar.

Nasa boðar ítarlega rannsókn á Space X vegna hegðunar Musk

Nasa, Geimferðastofnun Bandaríkjanna, hefur ákveðið að hefja umfangsmikla rannsókn á öryggismenningu innan SpaceX og Boeing, fyrirtækjanna sem hafa samið við Nasa um að fljúga mönnuðum geimförum á vegum stofnunarinnar út í geim.

Rúmlega 100 milljónir enn ósóttar

Viðskiptavinir Spalar, félagsins sem sá um rekstur Hvalfjarðarganga, hafa sótt rúmlega helming þeirra fjármuna sem þeir áttu á áskriftarreikningum sínum þegar ríkið tók við rekstri ganganna.

Meniga velti 1,8 milljörðum króna

Íslenska hugbúnaðarfyrirtækið Meniga velti 12,6 milljónum evra, jafnvirði um 1.770 milljóna króna, á síðasta rekstrarári frá apríl í fyrra til mars síðastliðins.

Sjá næstu 50 fréttir