Kaffitár selt Stefán Ó. Jónsson skrifar 23. nóvember 2018 13:13 Aðalheiður Héðinsdóttir mun starfa áfram með nýjum eigendum, fari svo að viðskiptin gangi í gegn. Fréttablaðið/stefán Samkomulag hefur náðst milli hluthafa Nýju kaffibrennslunnar ehf. og Kaffitárs ehf. um kaup þess fyrrnefnda á Kaffitári. Kaupin eru háð samþykki Samkeppniseftirlitsins en aðstandendur viðskiptanna munu ekki tjá sig nánar um málið fyrr en að samþykki stofnunarinnar liggur fyrir. Þó er haft eftir Aðalheiði Héðinsdóttur, stofnanda og forstjóra Kaffitárs, í tilkynningu sem send var út vegna viðskiptanna að mikil ánægja sé í hennar röðum með þessa niðurstöðu. „Nýir eigendur byggja á gömlum og traustum grunni og við teljum að þeir muni leggja mikið af mörkum við að styrkja og efla starfsemina á jákvæðan hátt fyrir fyrirtækið í heild, starfsfólk þess og viðskiptavini,“ er haft eftir Aðalheiði sem mun starfa áfram með nýjum eigendum í kjölfar viðskiptanna. Aðalheiður stofnaði Kaffitár árið 1990 með eiginmanni sínum, Eiríki Hilmarssyni. Kaffihúsakeðjan tapaði 10,5 milljónum króna árið 2016 borið saman við 19,7 milljóna króna tap árið 2015.Sjá einnig: Kaffitár sett í formlegt söluferliKaffitár rekur kaffibrennslu, pökkun og dreifingu sem þjónustar verslanir og fyrirtæki, auk þess sem fjögur kaffihús eru rekin undir merkjum félagsins. Þá rekur Kaffitár jafnframt framleiðslufyrirtækið Kruðerí ehf., sem er líklega þekktast fyrir tvö handverksbakarí undir sama nafni. Nýja Kaffibrennslan ehf. mun þannig taka við rekstri Kaffitárs jafnt sem Kruðerís, verði af kaupunum. Fyrirtækið varð til við samruna Kaffibrennslu Akureyrar og Kaffibrennslu Ó. Johnson & Kaaber. Nýja kaffibrennslan er systurfyrirtæki heildsölu Ó. Johnson & Kaaber ehf. og Sælkeradreifingar ehf., sem þjónusta bæði smásölumarkaðinn og veitingahúsamarkaðinn. Haft er eftir Ólafi Ó. Johnson, stjórnarformanni Nýju Kaffibrennslunnar, í sömu tilkynningu að kaupin á Kaffitár verði „öflug viðbót“ við samstöðu Ó. Johnson & Kaaber. „Kaffitár er þekkt fyrir gæðavörur og góða þjónustu. Við teljum að við séum að stofna til sambands sem bæði félögin og ekki síst viðskiptavinir muni hljóta hag af og munum áfram byggja á því góða orðspori sem félögin hafa lagt metnað í að byggja upp,“ segir Ólafur. Tengdar fréttir Kaffitár sett í formlegt söluferli Eigendur kaffihúsakeðjunnar Kaffitárs, sem rekur sjö kaffihús á höfuðborgarsvæðinu auk bakaría og veitingastaðar, hafa sett félagið í formlegt söluferli. 18. apríl 2018 06:00 Mest lesið Óskar eftir starfslokum Viðskipti innlent Stækka hótelveldið á Suðurlandi Viðskipti innlent Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Viðskipti erlent Borið á kvörtunum undan leigubílstjórum Neytendur Almannatenglar stofna fjölmiðil Viðskipti innlent Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Viðskipti innlent Framtíð tannlækninga og gervigreindar – kynntu þér Oraxs Samstarf Fleiri ferðamenn og fleiri utanlandsferðir Viðskipti innlent Tannlæknastofa í Reykjavík og Búdapest fær viðurkenningu Samstarf „Það er hægt að byrja að fjárfesta með fimm þúsund krónum á mánuði“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Almannatenglar stofna fjölmiðil Lánshæfið hækkar úr stöðugu í jákvætt Fleiri ferðamenn og fleiri utanlandsferðir Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Stækka hótelveldið á Suðurlandi Óskar eftir starfslokum „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Sjá meira
Samkomulag hefur náðst milli hluthafa Nýju kaffibrennslunnar ehf. og Kaffitárs ehf. um kaup þess fyrrnefnda á Kaffitári. Kaupin eru háð samþykki Samkeppniseftirlitsins en aðstandendur viðskiptanna munu ekki tjá sig nánar um málið fyrr en að samþykki stofnunarinnar liggur fyrir. Þó er haft eftir Aðalheiði Héðinsdóttur, stofnanda og forstjóra Kaffitárs, í tilkynningu sem send var út vegna viðskiptanna að mikil ánægja sé í hennar röðum með þessa niðurstöðu. „Nýir eigendur byggja á gömlum og traustum grunni og við teljum að þeir muni leggja mikið af mörkum við að styrkja og efla starfsemina á jákvæðan hátt fyrir fyrirtækið í heild, starfsfólk þess og viðskiptavini,“ er haft eftir Aðalheiði sem mun starfa áfram með nýjum eigendum í kjölfar viðskiptanna. Aðalheiður stofnaði Kaffitár árið 1990 með eiginmanni sínum, Eiríki Hilmarssyni. Kaffihúsakeðjan tapaði 10,5 milljónum króna árið 2016 borið saman við 19,7 milljóna króna tap árið 2015.Sjá einnig: Kaffitár sett í formlegt söluferliKaffitár rekur kaffibrennslu, pökkun og dreifingu sem þjónustar verslanir og fyrirtæki, auk þess sem fjögur kaffihús eru rekin undir merkjum félagsins. Þá rekur Kaffitár jafnframt framleiðslufyrirtækið Kruðerí ehf., sem er líklega þekktast fyrir tvö handverksbakarí undir sama nafni. Nýja Kaffibrennslan ehf. mun þannig taka við rekstri Kaffitárs jafnt sem Kruðerís, verði af kaupunum. Fyrirtækið varð til við samruna Kaffibrennslu Akureyrar og Kaffibrennslu Ó. Johnson & Kaaber. Nýja kaffibrennslan er systurfyrirtæki heildsölu Ó. Johnson & Kaaber ehf. og Sælkeradreifingar ehf., sem þjónusta bæði smásölumarkaðinn og veitingahúsamarkaðinn. Haft er eftir Ólafi Ó. Johnson, stjórnarformanni Nýju Kaffibrennslunnar, í sömu tilkynningu að kaupin á Kaffitár verði „öflug viðbót“ við samstöðu Ó. Johnson & Kaaber. „Kaffitár er þekkt fyrir gæðavörur og góða þjónustu. Við teljum að við séum að stofna til sambands sem bæði félögin og ekki síst viðskiptavinir muni hljóta hag af og munum áfram byggja á því góða orðspori sem félögin hafa lagt metnað í að byggja upp,“ segir Ólafur.
Tengdar fréttir Kaffitár sett í formlegt söluferli Eigendur kaffihúsakeðjunnar Kaffitárs, sem rekur sjö kaffihús á höfuðborgarsvæðinu auk bakaría og veitingastaðar, hafa sett félagið í formlegt söluferli. 18. apríl 2018 06:00 Mest lesið Óskar eftir starfslokum Viðskipti innlent Stækka hótelveldið á Suðurlandi Viðskipti innlent Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Viðskipti erlent Borið á kvörtunum undan leigubílstjórum Neytendur Almannatenglar stofna fjölmiðil Viðskipti innlent Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Viðskipti innlent Framtíð tannlækninga og gervigreindar – kynntu þér Oraxs Samstarf Fleiri ferðamenn og fleiri utanlandsferðir Viðskipti innlent Tannlæknastofa í Reykjavík og Búdapest fær viðurkenningu Samstarf „Það er hægt að byrja að fjárfesta með fimm þúsund krónum á mánuði“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Almannatenglar stofna fjölmiðil Lánshæfið hækkar úr stöðugu í jákvætt Fleiri ferðamenn og fleiri utanlandsferðir Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Stækka hótelveldið á Suðurlandi Óskar eftir starfslokum „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Sjá meira
Kaffitár sett í formlegt söluferli Eigendur kaffihúsakeðjunnar Kaffitárs, sem rekur sjö kaffihús á höfuðborgarsvæðinu auk bakaría og veitingastaðar, hafa sett félagið í formlegt söluferli. 18. apríl 2018 06:00
Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Viðskipti innlent
Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Viðskipti innlent