Viðskipti innlent

Meniga velti 1,8 milljörðum króna

Kristinn Ingi Jónsson skrifar
Hugbúnaður Meniga hefur verið innleiddur hjá yfir 70 fjármálastofnunum víða um heim.
Hugbúnaður Meniga hefur verið innleiddur hjá yfir 70 fjármálastofnunum víða um heim.
Íslenska hugbúnaðarfyrirtækið Meniga velti 12,6 milljónum evra, jafnvirði um 1.770 milljóna króna, á síðasta rekstrarári frá apríl í fyrra til mars síðastliðins. Tekjurnar jukust um 55 prósent frá fyrra rekstrarári þegar þær voru um 8,2 milljónir evra.

Þetta kemur fram í ársreikningi Meniga Limited sem skilað var til bresku fyrirtækjaskrárinnar fyrr í mánuðinum.

Rekstrartap íslenska hugbúnaðarfyrirtækisins nam 0,5 milljónum evra, sem jafngildir um 70 milljónum króna, á síðasta rekstrarári borið saman við rekstrartap upp á ríflega 3,8 milljónir evra á rekstrarárinu 2016 til 2017. Fram kemur í skýrslu stjórnar, sem fylgir ársreikningnum, að tap síðasta rekstrarárs hafi einkum skýrst af áframhaldandi fjárfestingum í markaðs- og greiningarlausnum.

Rekstrargjöld Meniga námu 13,1 milljón evra á síðasta rekstrarári og jukust um 9 prósent frá fyrra rekstrarári. Um eitt hundrað manns starfa hjá hugbúnaðarfyrirtækinu á skrifstofum þess hér á landi, í Bretlandi, Póllandi og Svíþjóð.


Tengdar fréttir

Þýski netbankinn birtingarmynd þess sem koma skal

Þó svo að koma þýska netbankans N26 muni að öllum líkindum ekki umturna íslenska bankakerfinu er innreið hans skýr birtingarmynd þeirrar þróunar sem er að eiga sér stað í bankaþjónustu þessi misserin.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×