Viðskipti erlent

Nokia einbeitir sér að 5G

Þórgnýr Einar Albertsson skrifar
5G í forgang. Nordicphotos/Getty
5G í forgang. Nordicphotos/Getty Getty
Fornfrægi tæknirisinn Nokia tilkynnti í gær um sameiningu deilda þráðlausra tækja og beintengdra í von um að geta nýtt af fullum krafti möguleikana sem felast í væntanlegri 5G-nettengingu. Frá þessu greindi Engadget í gær.

Blaðamaðurinn tók fram að um væri að ræða afturhvarf til þess sem Nokia gerir best, fjarskiptatækni, og benti á að tilraunir með sýndarveruleikamyndavélar og heilsugræjur hefðu mistekist.

Nokia er ekki fyrsta fyrirtækið til þess að setja 5G í forgang. Bandarísku fjarskiptafyrirtækin AT&T, ­T-Mobile og Verizon vinna nú að því að koma upp 5G-netkerfi þar í landi og þá hafa fjölmörg önnur tæknifyrirtæki unnið að þróun snjallsíma sem eiga að geta nýtt hina nýju tækni.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×