Fleiri fréttir

Fram­kvæmda­stjóri HSÍ: Veru­­legt á­hyggju­efni

Róbert Geir Gíslason, framkvæmdastjóri HSÍ, segir að mörgum spurningum sé enn ósvarað hvað varðar æfingar liða á Íslandi eftir nýjustu sóttvarnareglur sem tilkynnt var um í dag. Þær gilda frá 10. desember til 12. janúar.

Hannes lék á als oddi og sækir hart að Kára

Sjöunda umferð GTS Iceland, íslensku mótaraðarinnar í Gran Turismo Sport (hermikappakstur), fór fram í vikunni, en keppt var í öllum þremur deildum dagana 1.-2. desember. Keppnisbraut vikunnar var hin ástralska Mount Panorama Motor Racing Circuit og keyrðu allar deildir á GT3 kappakstursbílum.

Treyja Barack Obama sló met LeBron James

Fyrrum Bandaríkjaforseti Barack Obama setti nýtt met á dögunum. Reyndar ekki hann sjálfur heldur gömul keppnistreyja hans frá körfuboltaferlinum.

Hannes segir tilfinningarnar blendnar

Hannes S. Jónsson, formaður KKÍ, vill sjá unglinga sem og tvær efstu deildir bæði karla og kvennamegin fá leyfi til þess að æfa körfubolta.

„Ísland spilar ferskan og hraðan fótbolta“

Joachim Löw, þjálfari þýska karlalandsliðsins í fótbolta, segir að sínir menn séu sigurstranglegastir í J-riðli undankeppni HM 2022. Hann segir þó að ekki megi vanmeta lið Íslands.

Finna fyrir auknu brottfalli úr íþróttum og segja þolinmæðina að bresta

Formaður Íþróttabandalags Reykjavíkur hefur áhyggjur af brottfalli úr íþróttum vegna þeirra takmarkana sem hafa verið settar á íþróttastarf á þessu ári vegna kórónuveirufaraldursins. Hann segir að íþróttahreyfingin hafi staðið sig vel þegar kemur að sóttvörnum og fagnar nýju litakóðakerfi fyrir íþróttir.

Sniðug jólagjöf fyrir veiðimenn, göngufólk og golfara

Það er oft erfitt að kaupa veiðigjafir fyrir veiðimenn sem allt eiga og þess vegna verða vinir og vandamenn veiðimanna og veiðikvenna mjög þakklát þegar ábendingar um sniðugar jólagjafir fyrir þennan hóp koma fram.

Ings skaut Sout­hampton upp í fimmta sætið

Southampton vann Brighton & Hove Albion í eina leik kvöldsins í ensku úrvalsdeildinni. Lokatölur 2-1 en Danny Ings skoraði sigurmarkið úr vítaspyrnu á 81. mínútu leiksins.

Guðni segir að Ís­land stefni á annað efstu sætanna

Guðni Bergsson, formaður KSÍ, segir sambandið og íslenska landsliðið verða að stefna á annað efstu sætanna í undankeppni HM í knattspyrnu. Þetta kom fram í viðtali Guðna við íþróttavef mbl.is fyrr í kvöld.

Jón Dagur í byrjunar­liði er AGF lagði Brönd­by

AGF vann góðan 3-1 sigur á Bröndby í dönsku úrvalsdeildinni í kvöld. Alls komu tveir íslenskir landsliðsmenn við sögu. Jón Dagur Þorsteinsson var í byrjunarliði AGF á meðan Hjörtur Hermannsson kom inn af varamannabekk Bröndby í hálfleik.

Salah búinn að ná Cristiano Ronaldo

Mohamed Salah skoraði fyrsta mark Liverpool í 4-0 sigrinum á Úlfunum í ensku úrvalsdeildinni í gær og er þar með búinn að skora 84 mörk í ensku úrvalsdeildinni.

Sjá næstu 50 fréttir