Sport

Dag­skráin í dag: Kemst Man Utd í 16-liða úr­slit Meistara­deildarinnar?

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Ole Gunnar Solskjær þarf allavega stig í Þýskalandi.
Ole Gunnar Solskjær þarf allavega stig í Þýskalandi. vísir/Getty

Segja má að Meistaradeild Evrópu í knattspyrnu eigi hug okkar allan í dag. Síðasta umferð riðlakeppninnar fer fram í dag og mætast RB Leipzig og Manchester United í úrslitaleik um sæti í 16-liða úrslitum.

Alls eru fjórir leikir á dagskrá ásamt Meistaradeildarmessunni og Meistaradeildarmörkunum.

Stöð 2 Sport 

Klukkan 17.45 hefst leikur Zenit St. Pétursborg og Borussia Dortmund. Leikurinn skiptir litlu máli þar sem Dortmund er þegar komið í 16-liða úrslit á meðan Zenit er fast í botnsætinu. Stærsta spurningin er hvort Dortmund landi efsta sætinu eða ekki.

Að þeim leik loknum er þátturinn Man in the Middle. Roberto Rosetti, yfirmaður dómgæslu hjá UEFA, segir frá innleiðingu myndbandadómgæslu í Meistaradeildinni. Fylgst er með þjálfun bestu dómara Evrópu í nýrri og umdeildri tækni. 

Hefst hann klukkan 19.50.

Stöð 2 Sport 2

Klukkan 19.30 hefst Meistaradeildarmessan þar sem farið verður farið yfir alla leiki kvöldsins í Meistaradeildinni. Beint þar á eftir eru Meistaradeildarmörkin.

Stöð 2 Sport 3

Stórleikur Barcelona og Juventus er á dagskrá klukkan 19.50. Leikurinn skiptir þannig séð engu máli þar sem Börsungar eru öruggir með 1. sætið og Juventus með 2. sætið. Það verður samt forvitnilegt að sjá hvernig liðin tækla þennan leik.

Stöð 2 Sport 4

Leikur RB Leipzig og Manchester United er á dagskrá klukkan 19.50. Lærisveinar Ole Gunnar Solskjær mega ekki tapa leiknum. Leipzig verður hins vegar að vinna til að komast áfram í 16-liða úrslit.

Stöð 2 Sport 5

Leikur Chelsea og Krasnodar er á dagskrá klukkan 19.50. Chelsea er komið áfram á meðan Krasnodar þarf mögulega stig til að tryggja sér 3. sætið sem gefur valmöguleika í Evrópudeildinni. Jafntefli dugar Chelsea til að vinna riðilinn.

Dagskráin í dag.

Framundan í beinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×