Fótbolti

Segja Liver­pool á eftir tví­eyki frá Leipzig

Anton Ingi Leifsson skrifar
Upamecano og Konate gætu verið á leiðinni til Englands.
Upamecano og Konate gætu verið á leiðinni til Englands. Ahmad Mora/Getty

Varnarmenn Liverpool hafa verið reglulega meiddir á leiktíðinni og nú eru þeir taldir vilja styrkja varnarleikinn.

Þýska dagblaðið Bild segir Jurgen Klopp, stjóra Liverpool, og stjórnarmenn hans lúra á tveimur leikmönnum þýska liðsins, Red Bull Leipzig.

Klopp er sagður hafa áhuga á Ibrahima Konate og Dayot Upamecano. Upamecano hefur áður verið orðaður við ensku meistarana en þetta er í fyrsta skipti sem Konate er orðaður við Liverpool.

Báðir eru þeir varnarmenn og báðir eru þeir með samning í Þýskalandi til ársins 2023. Konate er ekki fastamaður en hann er talinn einkar efnilegur. Hann er 21 árs gamall.

Dayot Upamecano er 22 ára og kemur frá Frakklandi en hann hefur leikið þrjá A-landsleiki. Hann hefur verið hjá Leipzig síðan 2017 en hann hefur leikið 87 fyrir félagið.

Mikil meiðsli hafa herjað á herbúðum Liverpool á leiktíðinni. Nú eru Virgil van Dijk og Joe Gomez á meiðslalistanum en Joel Matip hefur einnig afar reglulega verið óleikfær.

Joel Matip og miðjumaðurinn Fabinho voru í miðverðinum í gær og Neco Williams byrjaði í hægri bakverðinum en Trent Alexander-Arnold hefur verið að glíma við meiðsli að undanförnu.

Jurgen Klopp sagði á dögunum að hann ætlaði ekki að kaupa inn varnarmann í janúar en spurning er hvort að það hafi breyst.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×