Fleiri fréttir

Shkreli selur Wu-Tang plötuna einstöku á Ebay

Martin Shkreli, fyrrverandi forstjóri lyfjafyrirtækis og maðurinn sem kallaðir hefur verið hataðasti maður internetsins hefur sett eintak sitt af eintakri Wu-Tang plötu til sölu á Ebay.

Eyðir póstum starfsmanna

Arianna Huffington, stofnandi Huffington Post, hefur komið á nýju verklagi til þess að starfsmenn hennar drukkni ekki í vinnu þegar þeir koma úr fríi. Huffington, sem sett hefur á laggirnar fyrirtækið Thrive Global, sér til þess að pósthólf starfsmanna tæmist um leið og sendandi hefur fengið svarpóst um að starfsmaðurinn sé fjarverandi.

Stærsti jarðskjálfti í manna minnum

8,2 stiga jarðskjálfti reið yfir Mexíkó. Skjálftinn er sagður sá stærsti í sögu landsins. Hann fannst í höfuðborginni, þúsund kílómetra frá upptökum hans.

Dönsk glæpagengi á framfæri hins opinbera

Yfir 60 prósent félaga í glæpagengjum í Danmörku fá fjárhagsaðstoð frá hinu opinbera samkvæmt tölum dönsku lögreglunnar. Þrettán prósent fá námsstyrk.

Vara við gjöreyðileggingu í Flórídaríki

Irma gekk yfir fleiri Karíbahafseyjar í gær. Bandaríkjamenn búa sig nú undir fellibylinn sem flokkast nú á fjórða stigi, ekki fimmta. Ríkisstjóri Flórída segir afar mikilvægt að fólk yfirgefi svæði sem á að rýma.

Telja nýtt eldflaugaskot líklegt

Yfirvöld Suður-Kóreu fylgjast nú náið með nágrönnum sínum i norðri og telja líklegt að til standi að gera frekari eldflaugatilraunir í Norður-Kóreu.

Jöfn búseta best fyrir skilnaðarbörn

Börn sem búa við jafna búsetu eftir skilnað glíma við færri sálræn vandamál en þau sem búa alfarið eða að mestu leyti hjá öðru foreldrinu eftir skilnað. Þetta sýnar niðurstöður sænskrar rannsóknar.

Best að beita ekki hervaldi

Donald Trump Bandaríkjaforseti lýsti því yfir í gær að ákjósanlegt væri að komast hjá því að beita hervaldi gegn Norður-Kóreu.

Verkamannaflokkurinn mælist enn með mest fylgi í Noregi

Verkamannaflokkurinn undir forystu Jonas Gahr Støre mælist stærstur í aðdraganda norsku þingkosninganna, með 28,1 prósents fylgi. Þetta er niðurstaða könnunar sem TNS gerði fyrir TV2 og birtist í gær. Íhaldsflokkur forsætisráðherrans Ernu Solberg mælist með 23,4 prósenta stuðning.

Irma ógnar allt að 26 milljónum manna

Fimmta stigs fellibylur veldur gífurlegu tjóni á eyjum Karíbahafs. Barbúda er sögð óbyggileg og Saint-Martin næstum öll í rúst. Bandaríkjamenn búa sig undir komu Irmu.

Munu ekki fyrirgefa andóf

David Davis, Brexitmálaráðherra Bretlands, sagði á þingfundi í gær að Bretar myndu ekki fyrirgefa Verkamannaflokknum ef stjórnarandstæðingar reyndu að tefja eða skemma fyrir afgreiðslu frumvarps sem á að nema lög Evrópusambandsins úr gildi og innleiða þau í bresk lög í staðinn.

Rajoy ósáttur við áform Katalóna

Fyrirhuguð atkvæðagreiðsla Katalóna um sjálfstæði frá Spáni, sem á að fara fram 1. október næstkomandi, er ólögleg. Þessari skoðun lýsti Mariano Rajoy, forsætisráðherra Spánar, í gær. Sagðist hann jafnframt ætla að biðja dómstóla um að fella lögin um að halda skuli atkvæðagreiðsluna úr gildi.

Ísraelar sprengdu meinta efnavopnaverksmiðju

Ísraelski herinn gerði í gær árás á herstöð í vesturhluta Sýrlands. Frá þessu greindi sýrlenski stjórnarherinn í gær. Í tilkynningu hersins kemur fram að eldflaugar hafi komið í gegnum líbanska lofthelgi og hæft herstöð nærri borginni Masyaf með þeim afleiðingum að tveir hermenn fórust og búnaður eyðilagðist.

Viðbragðsaðilar í Texas stefna efnaframleiðanda

Lögreglumenn sem beindu fólki frá efnaverksmiðju sem skemmdist í fellibylnum Harvey köstuðu upp og náðu ekki andanum af völdum eitugufa sem bárust frá henni. Þeir hafa stefnt frönskum eiganda verksmiðjunnar.

Sjá næstu 50 fréttir