Fleiri fréttir

Lítið en mikilfenglegt „túristagos“

Eldgosið í Geldingadal hefur nú staðið í næstum sólahring. Þetta er lítið gos en mikilfenglegt engu að síður, segja þeir sem hafa séð það með eigin augum. Fögur gígaröð er að mótast í gosinu, sem kann að vera það fyrsta af mörgum.

Nýjar hraun­tungur geta brotist fram á miklum hraða sem erfitt er að forðast á hlaupum

Vísindaráð almannavarna varar við dvöl nálægt gosstöðvunum í Geldingadal. Mælt er með því að fólk virði fyrir sér gosstöðvarnar frá hæðum í kringum Geldingadal en fari ekki of nálægt. Til að mynda er varað við því að glóandi hraun geti fallið úr hraunjaðrinum og „hröð og skyndileg framhlaup orðið þar sem nýjar hrauntungur brjótast fram úr hraunjaðrinum með miklum hraða sem erfitt að forðast á hlaupum.“

Bein útsending: Kvöldfréttir Stöðvar 2

Eldgosið í Geldingardal í Fagradalsfjalli er eitt það minnsta sem sögur fara af. Þó er ekki talið útilokað að gos verði annars staðar í sprungunni. Ítarlega verður fjallað um eldgosið í kvöldfréttum Stöðvar 2.

Sluppu með skrekkinn eftir harðan þriggja bíla árekstur

Nokkuð harður þriggja bíla árekstur varð á mörkum Reykjanesbrautar og Sæbrautar skammt frá Súðavogi síðdegis í dag. Tilkynning barst slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu um klukkan 17:20 í dag en samkvæmt tilkynningu frá lögreglunni voru tveir aðilar fluttir á slysadeild til aðhlynningar.

Einar og Magnús Davíð hlutskarpastir í prófkjöri Pírata

Einar Brynjólfsson mun leiða lista Pírata í Norðausturkjördæmi og Magnús Davíð Norðdal mun leiða lista flokksins í Norðvesturkjördæmi í komandi alþingiskosningum. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Pírötum en prófkjöri flokksins í kjördæmunum tveimur lauk síðdegis í dag.

Fögur gígaröð er að mótast í eldgosinu

Ný fögur gígaröð virðist ætla að verða til með eldgosinu í Geldingadölum við Fagradalsfjall. Sjón er sögu ríkari á meðfylgjandi myndskeiði sem tekið var í þyrluflugi fréttamanna Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar um tíuleytið í morgun.

Eldsumbrotum á Reykjanesi eigi eftir að fjölga til muna

Einn reynslumesti jarðeðlisfræðingur landsins segir að gosið í Geldingadal sýni að runnið sé upp nýtt kvikuskeið á Reykjanesinu. Eldsumbrotin minni á upphaf Kröfluelda og faslega megi gera ráð fyrir fleiri eldgosum á Reykjanesskaganum í náinni framtíð.

Eitt minnsta gos sem sögur fara af og hraunflæðið á við Elliðaár

Ólíklegt er að mikil jarðskjálftavirkni verði í kjölfar eldgossins í Geldingadal en áfram er von á smáskjálftum. Engin hætta stafar af gasmengun í byggð að svo stöddu en mengunin gerir að að verkum að mjög hættulegt getur verið að fara upp að svæðinu við vissar aðstæður. 

Fegurð eldgossins í gegnum linsu ljósmyndarans

Eldgosið í Geldingadal þykir ekki stórt en það þykir sjónrænt og jafnvel fallegt. Það hófst skömmu fyrir klukkan níu í gærkvöldi og síðan þá hefur dregið nokkuð úr virkni.

Sjáðu hádegisfréttir Stöðvar 2

Fréttastofa Stöðvar 2, Bylgjunnar og Vísi verða með aukafréttatíma í hádeginu í dag, þar sem fjallað verður um eldgosið í Geldingadal.

Á von á gasinu til höfuð­borgar­svæðisins upp úr há­degi

Von er á því að gas úr gosinu í Geldingadal berist í átt að höfuðborgarsvæðinu frá og með hádegi í dag og fram eftir kvöldi. Þetta segir Kristín Jónsdóttir, hópstjóri náttúruvár hjá Veðurstofu Íslands, í samtali við fréttastofu. Hún segir þó litlar líkur á að gasið verði í hættulegu magni og líklegast að það verði mjög lítið. 

Ekki líklegt að gasmengun berist til Grindavíkur

Fannar Jónasson, bæjarstjóri Grindavíkur, segir að eldgosið í Geldingadal hafi létt á spennu á svæðinu og þess sé vænst að jarðskjálftum muni fækka. Enn sé þó mögulegt að þeim gæti fjölgað, þó það sé ólíklegra.

Almannavarnastig lækkað niður á hættustig

Almannavarnastig hefur verið lækkað niður á hættustig vegna eldgoss í Geldingadal. Þetta kemur fram í tilkynningu frá almannavörnum. Neyðtarstigi var lýst í gærkvöldi þegar ljóst var að byrjað var að gjósa.

Myndskeið af eldgosinu

Hraunið flæðir upp úr jörðinni í Geldingadal á Reykjanesi. Sérfræðingar Veðurstofunnar segja um lítið eldgos að ræða.

Þyrluferð á gosstað

Kristján Már Unnarsson, fréttamaður Stöðvar 2, er í þyrlu yfir eldgosinu í Geldingadal.

Fyrstu myndir dagsins staðfesta að um lítið gos sé að ræða

Fyrstu myndir úr þyrlu Landhelgisgæslunnar nú í morgun staðfesta að um lítið gos sé að ræða á Reykjanesskaga og hraunstreymið sé enn innikróað í Geldingadal við Fagradalsfjall. Þetta segir náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands. Enn er ekki hægt að segja til um það hvort krafturinn í gosinu hafi breyst en nýjar upplýsingar liggja fyrir á tíunda tímanum. 

Búið að opna fyrir um­ferð á Reykja­nes­braut

Opið er fyrir umferð á Reykjanesbraut á ný eftir að henni var lokað um tíuleytið í kvöld vegna eldgossins í Geldingadal. Hjördís Guðmundsdóttir, samskiptastjóri almannavarna, ítrekar þó að fólk eigi ekki að vera á ferðinni nærri gossvæðinu að óþörfu.

Myndband sýnir hraunið renna úr sprungunni

Veðurstofa Íslands birti nú á tólfta tímanum myndband af eldgosinu sem hófst í kvöld í Geldingadal við Fagradalsfjall. Myndbandið sýnir hraun renna úr sprungunni sem talin er um 200 metra löng.

„Það var eiginlega talið að þetta væri í rénun“

Fannar Jónasson bæjarstjóri í Grindavík segir að eldgosið sem nú er hafið við Fagradalsfjall hafi komið honum – og líklega öðrum bæjarbúum – á óvart. Í morgun hafi litið út fyrir að virknin væri í rénun. Hann segir að staðsetning gossins virðist jafnframt góð gagnvart Grindavík.

Reykjanesbraut lokað

Reykjanesbraut hefur verið lokað vegna eldgossins sem hófst í Fagradalsfjalli nú í kvöld. Þetta staðfestir Hjördís Guðmundsdóttir, samskiptastjóri almannavarna.

Gos hafið í Geldingadal

Eldgos er hafið í Geldingadal við Fagradalsfjall. Tilkynning þess efnis barst frá Veðurstofu Íslands til fjölmiðla klukkan 21:55 og í framhaldinu að það hefði að líkindum hafist klukkan 20:45. Lítill órói hefur sést á jarðskjálftamælum. Almannavarnir brýna fyrir fólki að vera ekki að fara ekki á staðinn.

Liggur enn ekki fyrir hvernig konan smitaðist

Enn er ekki ljóst hvernig konan sem greindist með breska afbrigði kórónuveirunnar utan sóttkvíar á miðvikudag smitaðist af veirunni. Yfir hundrað einstaklingar eru í sóttkví vegna smitsins en smitrakningarteymi almannavarna telur sig hafa náð í flestalla þá sem eru útsettir.

Fundu myglu í Nesskóla

Mygla fannst í norðurhluta Nesskóla á Neskaupstað í morgun og voru nemendur á elsta stigi sendir heim í kjölfarið. Ekki er talið að mygla sé á fleiri stöðum í húsinu.

Steinunn Ása afhenti fyrstu hjólin

Sjónvarpskonan Steinunn Ása Þorvaldsdóttir sem afhenti fyrstu hjólin í hjólasöfnunarátaki Barnaheilla í dag segir mikilvægt að fólk láti gott af sér leiða. Hún hvetur alla til að leggja átakinu lið.

Ung kona fékk blóðtappa eftir bólusetningu

Ung íslensk kona sem nýlega var bólusett með AstraZeneca hér á landi liggur á sjúkrahúsi eftir að hafa fengið blóðtappa. Sóttvarnalæknir segir að hlé verði áfram á bólusetningum með efninu þótt Lyfjastofnun Evrópu hafi gefið grænt ljós á notkun þess á ný.

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Í kvöldfréttum greinum við frá því að morðvopnið í Rauðagerðismálinu er fundið. Rannsókn morðsins er mjög umfangsmikil og hefur áhrif á getu lögreglunnar til að rannsaka önnur mál.

Nemendur Fossvogsskóla hefja nám í Korpuskóla

Fossvogsskóli verður sameinaður Korpuskóla á meðan reynt verður að vinna bug á myglu í húsnæðinu. Ríflega 350 nemendur og 50 starfsmenn munu því sækja nám og vinnu í Grafarvogi frá og með næsta þriðjudegi.

Sjá næstu 50 fréttir