Fleiri fréttir

Vill óháða úttekt á öllum leik- og grunnskólum borgarinnar

Borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins kallar eftir því að óháð úttekt verði gerð á öllum leik- og grunnskólum borgarinnar í kjölfar mygluvandans í Fossvogsskóla. Hún segir það sæta furðu að engir verkferlar séu til staðar í málum sem þessum og að viðbrögð borgarinnar séu skammarleg.

Veiran gæti hafa dreift sér víðar

Um tuttugu hafa greinst með breska afbrigði kórónuveirunnar hér á landi á meðan á faraldrinu hefur staðið. Sá sem greindist með kórónuveiruna utan sóttkvíar á miðvikudaginn er einn þeirra. Sóttvarnalæknir hefur áhyggjur af því að veiran hafi dreift sér víðar en menn héldu og hvetur því alla með einkenni að mæta í skimun.

Íslendingar önnur hamingjusamasta þjóð heims

Íslendingar eru önnur hamingjusamasta þjóð heimsins, á eftir Finnum. Það er samkvæmt World Happiness Report en þetta er fjórða árið í röð sem Finnar sitja á toppi listans en Ísland var í fjórða sæti í fyrra.

Borgarráð samþykkti „zip-line“ í Öskjuhlíð

Borgarráð samþykkti á fundi sínum í gær að veita Perlu norðursins, rekstrarfélagi Perlunnar, heimild fyrir því að setja upp svokallaða „zip-line“, nokkurs konar risaaparólu, í Öskjuhlíð. Skipulagsstjóri borgarinnar hafði áður hafnað umsókn félagsins um að setja upp svona rólu.

Suður­standar­vegur lokaður fram yfir helgi

Ástand Suðurstrandarvegar við Festarfjall er svipað og var í gær en hefur heldur þróast til verri vegar. Í ljósi jarðskjálftavirkninnar og spár um rigningu á svæðinu næsta daga hefur verið tekin sú ákvörðun að halda veginum lokuðum að minnsta kosti fram yfir helgi.

Brutu upp dyr snemma morguns í miðbæ Reykjavíkur

Sérsveit ríkislögreglustjóra braut upp útidyr í fjölbýlishúsi í miðbæ Reykjavíkur í gærmorgun. Um var að ræða hluta af aðgerðum lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í tengslum við rannsóknina í Rauðagerðismálinu.

Hver reglan á fætur annarri brotin í aðdraganda banaslyss

Vinnueftirlitið segir að fyllsta öryggis og góðs aðbúnaðar hafi ekki verið gætt á verkstað þegar starfsmaður Inga & son ehf., pólskur karlmaður á sextugsaldri, lést þegar gólfplata hrundi í nýbyggingu í Sunnukrika í Mosfellsbæ þann þriðja mars í fyrra.

Smám saman dregið úr kvikuvirkni

Vísindamenn vita ekki að svo stöddu hvað veldur skjálftahrinu á Reykjanestá. Um er að ræða algengan skjálftastað og gæti hreinlega verið tilviljun að hún eigi sér stað á sama tíma og kvikuinnskot á sér stað á Reykjanesskaga.

Kona grunuð um að þræla þremur stjúp­börnum sínum út

Landsréttur hefur fellt úr gildi gæsluvarðhaldsúrskurð héraðsdóms yfir konu sem grunuð er um fjárdrátt, að hafa þrælað út þremur stjúpbörnum sínum og beitt þau andlegu ofbeldi. Konan var handtekin fyrr í vikunni og úrskurðaði Héraðsdómur Reykjaness konuna í kjölfarið í gæsluvarðhald til 24. mars.

Bein útsending: Hádegisfréttir Bylgjunnar

Borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins kallar eftir óháðri úttekt á öllum leik og grunnskólum borgarinnar í kjölfar mygluvandamála í Fossvogsskóla og segir viðbrögð borgarinnar skammarleg. Við fjöllum áfram um Fossvogsskóla í hádegisfréttum.

Reyndist vera með breska afbrigði veirunnar

Kona sem greindist með kórónuveiruna utan sóttkvíar á miðvikudag er með breska afbrigði veirunnar. Þetta staðfestir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir í samtali við Vísi. Rúmlega hundrað einstaklingar voru sendir í sóttkví í gær eftir að konan greindist.

Milljónabætur vegna frelsissviptingar í alþjóðlegu fjársvikamáli

Íslenska ríkið þarf að greiða erlendum karlmanni fjórar og hálfa milljón krónur í miskabætur vegna frelsissviptingar í tengslum við alþjóðlegt fjársvikamál samkvæmt dómi Héraðsdóms Reykjavíkur á miðvikudag. Manninum var haldið í gæsluvarðhaldi meira en tvöfalt lengur en fangelsisdómur yfir honum hljóðaði upp á.

Jón Karl endur­kjörinn og ný stjórn tekin við

Jón Karl Ólafsson var endurkjörinn formaður Varðar – fulltrúaráðs sjálfstæðisfélaganna í Reykjavík á aðalfundi ráðsins í gærkvöldi. Hann tók fyrst við formennsku í Verði árið 2018, en hann var einn í framboði nú og því sjálfkjörinn.

Ísland enn eina „græna“ land álfunnar

Aftur er Ísland eina land Evrópu sem skilgreint er sem „grænt“ á nýuppfærðu korti Sóttvarnastofnunar Evrópu. Auk Íslands eru tvö fylki í Noregi skilgreind sem „græn“.

Tveir fluttir á slysadeild eftir umferðarslys

Rétt fyrir klukkan sex í kvöld barst lögreglu tilkynning um umferðarslys. Báðar bifreiðar voru óökufærar eftir slysið og ökumenn þeirra fluttir á slysadeild, en áverkar virtust minniháttar við fyrstu skoðun að því er fram kemur í dagbók lögreglu í kvöld.

„Ég held að það hafi ekki kviknað í af sjálfu sér“

Betur fór en á horfðist í fyrstu þegar eldur kviknaði á iðnaðarsvæðinu við höfnina á Eskifirði. Tilkynnt var um eldinn skömmu eftir klukkan átta í kvöld sem reyndist loga í laxapoka á athafnasvæði Egersund Island.

Gömul byssa kom upp með síðustu skóflunni

Húseigandi á Seltjarnarnesi sem vinnur að endurbótum á húsinu sínu gróf niður á forvitnilegan hlut þegar forláta byssa kom upp með skóflunni. Ljóst er að byssan hefur legið lengi í jörðu en finnandinn hefur á huga á að fá hana til varðveislu.

Yfir hundrað í sótt­kví vegna smitsins sem greindist í gær

Rúmlega hundrað einstaklingar hafa verið sendir í sóttkví í tengslum við kórónuveirusmitið sem greindist utan sóttkvíar í gær. Enn liggur ekki fyrir hvort um sé að ræða hið svokallaða breska afbrigði veirunnar en búist er við að raðgreiningu ljúki í kvöld.

Átján í sóttkví hjá Mími vegna smitsins í gær

Sautján nemendur og einn kennari hjá Mími eru nú í sóttkví eftir að nemandi greindist með Covid í gærkvöldi. Fram kemur í tilkynningu frá Mími að gripið hafi verið til allra nauðsynlegra ráðstafana til að hindra útbreiðslu smitsins.

Kröfu lögreglu um gæsluvarðhald hafnað

Héraðsdómur Reykjavíkur hefur hafnað kröfu lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu um gæsluvarðhald yfir karlmanni á þrítugsaldri. Krafan var lögð fram í þágu rannsóknar lögreglu er varðar meðal annars meint brot mannsins gegn nálgunarbanni.

Hefur ekki hugmynd um hvernig hann smitaðist

Á fjórða tug hið minnsta eru í sóttkví eftir að starfsmaður ION hótela á Nesjavöllum greindist með kórónuveiruna í gær. Starfsmaðurinn hefur ekki verið við vinnu síðan í byrjun mars en sótti þó starfsmannagleði á sunnudag. Eigandi hótelsins segir starfsmanninn ekki hafa hugmynd um hvernig hann smitaðist.

Óþolandi staða

Efla þarf Verðlagsstofu skiptaverðs sem þarf að hafa burði til þess að bera saman afurðaverð á erlendum mörkuðum og afurðaverð hér á landi. Þetta sagði Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, í óundirbúnum fyrirspurnartíma á Alþingi í dag.

Von á niðurstöðu um eittleytið

Lyfjastofnun Evrópu fundar nú um bóluefni AstraZeneca gegn kórónuveirunni og mögulegt orsakasamhengi við blóðtappa. Niðurstöðu er að vænta um klukkan eitt.

Sjá næstu 50 fréttir