Fleiri fréttir

Ríkisendurskoðun bauðst til að slá á óréttmætar ásakanir

Stjórn Íslandspósts hafnaði því á fundi í febrúar 2017 að tilefni væri til að gera úttekt á félaginu. Réttara væri að beina sjónum að stjórnsýslunni og því skilningsleysi sem rekstur fyrirtækisins mætti þar. Ríkisendurskoðandi hefur gert athugasemdir vegna fjárfestinga Póstsins í dótturfélögum. Afrit af því fást ekki afhent.

Eftirlýstir glæpamenn fyrri alda vakna til lífsins

Eftirlýstir Íslendingar frá fyrri tímum hafa fengið andlit í myndlistasýningu sem stendur nú yfir í Háskóla Íslands. Myndirnar eru unnar upp úr mannlýsingum sem voru lesnar upp á Alþingi en þær voru oft furðulega ítarlegar.

Pólverjar frjósamari á Íslandi

Pólskar konur sem búsettar eru á Íslandi fæða nærri helmingi fleiri börn en þær sem búa í Póllandi. Nú fæðast um 500 pólsk börn hér árlega.

Um þriðjungur vinnuslysa í opinbera geiranum

Þrátt fyrir fækkun vinnuslysa í byggingariðnaði fer vinnuslysum fjölgandi en þau voru alls um sex þúsund á árunum 2015-2017. Mest hefur aukningin verið meðal opinberra starfsmanna en kulnun og þreyta eru sérstakir áhættuþættir sem gera fólk berskjaldaðra.

Hvetja íslenska nema til að halda sig við fyrirætlanir þrátt fyrir Brexit

Menntamálaráðherra Noregs og Íslands eru ósammála um hvort óhætt sé að sækja um nám í breskum háskólum eftir útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu. Fulltrúar breska háskólasamfélagsins segja að þrátt fyrir óvissu sé lítið að óttast. Bæði ESB og Bretland vilji tryggja gott samstarf á sviði menntunar og rannsókna.

Ríkið auki fjárveitingar vegna fjölgunar í Reykjanesbæ

Bæjarstjórinn í Reykjanesbæ segir sveitarfélög á Suðurnesjum takast á við verkefni sem tengjast íbúafjölgun. Hann gagnrýnir hins vegar að ríkisstofnanir á svæðinu fái ekki fjármagn í samræmi við fjölgunina.

Vongóður þótt staðan sé tvísýn

Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins ætlar ekki að ræða opinberlega einstakar tölur sem ræddar hafa verið við samningaborðið. Í gær greindu verkalýðsforingjar frá því að SA vilji lækka yfirvinnuálagsprósentu úr 80% í 66%.

Stilltu sér upp við hlið Bergþórs með „Fokk ofbeldi“ húfur

Þegar Bergþór Ólason, þingmaður Miðflokksins og einn hinna svokölluðu "Klaustursþingmanna“, steig upp í pontu Alþingis til ræða um samgönguáætlun til fimm ára tóku tveir þingmenn Pírata sér stöðu við hlið hans og skörtuðu "Fokk ofbeldi“ húfur.

Þrjár tannlæknastofur hljóta dagsektir

Þann 29. janúar 2019 tók Neytendastofa ákvarðanir um að krefja þrjár tannlæknastofur um dagsektir fyrir að hafa enn og aftur ekki brugðist við með viðeigandi úrbótum líkt og lög og reglur kveða á um.

Hratt versnandi veður fram á kvöld

Veður fer hratt versnandi fram á kvöld, einkum sunnan til á landinu, að því er fram kemur í athugasemd veðurfræðings á vef Veðurstofu Íslands.

Hermann yfir sjúkraflutningum næstu vikurnar

Hermann Marinó Maggýarson hefur verið settur tímabundið í starf sem yfirmaður sjúkraflutninga hjá Heilbrigðisstofnun Suðurlands til næstu tveggja mánaða, eða til 1. apríl 2019.

Hafna meiriháttar breytingum á vinnutímaálagi

Framkvæmdastjóri Starfsgreinasambandsins segir að tillögum Samtaka atvinnulífsins um breytingar á vinnutímaálagi hafi alfarið verið hafnað. Samtök atvinnulífsins hafa lagt til að yfirvinnuálag verði 66% af dagvinnu en ekki 80% eins og nú er. Samninganefnd SGS mun funda í vikunni þar sem ræddur verður sá möguleiki að vísa deilunni til sáttassemjara.

Ráðleggur fólki að standa upp og hreyfa sig á hálftíma fresti

Kyrrseta er sterkur áhættuþáttur ýmissa lífstílssjúkdóma eins og hjarta- og æðasjúkdóma, kransæðsjúkdóma og sykursýki. Helga Margrét Skúladóttir hjartalæknir ráðleggur fólki að forðast kyrrsetu og standa að minnsta kosti upp á hálftíma fresti og hreyfa sig. Ekki sé nóg að fara bara í ræktina en hreyfa sig ekkert á öðrum tíma dagsins.

Saman á móti rest í stjórnarskrármálinu

Formaður Miðflokksins og Sjálfstæðisflokksins telja ekki þörf á heildarendurskoðun stjórnarskrárinnar. Forsætisráðherra og formenn annarra flokka eru á öndverðum meiði. 

Sjálfstæðismenn amast við fjölmiðlafrumvarpi

Óánægjuraddir innan raða Sjálfstæðismanna með fjölmiðlafrumvarp Lilju Alfreðsdóttur. Þingmenn segja hafa komið á óvart þegar ráðherrann sagði einhug í ríkisstjórn um málið. Lilja segist ekki hafa heyrt af óánægju Sjálfstæðismanna.

Skítaveður víða um land

Gul viðvörun er í gildi vegna veðurs en von er á hvassviðri eða stormi víða um land í dag.

Sjaldgæft en kemur fyrir að hringormar finnist í fólki

Hringormur hefur fundist þrettán sinnum í fólki á Íslandi frá árinu 2004 svo vitað sé. Tilfellin má rekja til þess að snæddur hefur verið illa hreinsaður eða lítið eldaður fiskur. Dýrafræðingur segir þó enga þó ástæðu til að óttast það að borða fisk.

Sjá næstu 50 fréttir