Innlent

Samþykktu að endurskoða fyrirkomulagið á rekstri bílastæðahúsa

Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar
Sjálfstæðisflokkur og meirihlutinn í borgarstjórn komu sér saman um breytingartillögu þess efnis að fela umhverfis- og skipulagssviði í samráði við Bílastæðasjóð að skoða bestu leiðir varðandi rekstur bílastæðahúsanna.
Sjálfstæðisflokkur og meirihlutinn í borgarstjórn komu sér saman um breytingartillögu þess efnis að fela umhverfis- og skipulagssviði í samráði við Bílastæðasjóð að skoða bestu leiðir varðandi rekstur bílastæðahúsanna. Vísir/Hanna
Borgarstjórn samþykkti í dag með tuttugu atkvæðum gegn þremur að endurskoða fyrirkomulagið á rekstri bílastæðahúsa Reykjavíkurborgar.

Valgerður Sigurðardóttir borgarafulltrúi Sjálfstæðisflokksins mælti fyrir tillögunni en hún vill að möguleikar á rekstrarútboði verði kannaðir. Sjálfstæðisflokkur og meirihlutinn í borgarstjórn komu sér saman um breytingartillögu þess efnis að fela umhverfis- og skipulagssviði í samráði við Bílastæðasjóð að skoða bestu leiðir varðandi rekstur bílastæðahúsanna.

Sviðið skilar niðurstöðu til skipulags-og samgönguráðs fyrir 1. ágúst 2019.

Valgerður segir í samtali við fréttastofu að skiptar skoðanir væru um besta fyrirkomulagið en hún segir ávinningin af því að bjóða út reksturinn blasa við. Einkaaðilar hafi meira svigrúm og sveigjanleika til að auka þjónustu við notendur bílastæðahúsanna, einkum og sér í lagi hvað varðar lengd opnunartíma. Þá segir hún einnig að borgin myndi hafa af því auknar tekjur.

Valgerður vill bæta nýtingu, efla þjónustu og auka hagkvæmni bílastæðahúsanna. Í tillögunni segir að rýna skuli í fyrirkomulagið með hliðsjón af markmiðum borgarinnar er varðar stýringu bílastæða, bætta nýtingu borgarrýmis, bílastæðastefnu og stefnu aðalskipulags.

Valgerður segist bíða spennt eftir niðurstöðum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×