Fleiri fréttir

Börnin tvö á batavegi

Börnin tvö sem slösuðust þegar bifreið fór út af brúnni yfir Núpsvötn eru á batavegi, eftir því sem fram kemur í tilkynningu frá Lögreglunni´á Suðurlandi.

Sakar nágrannann og bæinn um blekkingar

Sumarhúsaeigandi í Mosfellsdal sakar bæinn og nágranna um blekkingarleik vegna framkvæmda nærri bústaðnum. Bæjarlögmaður segir svo virðast sem nágranninn hafi trassað að þinglýsa umsömdum takmörkunum á byggingum.

Ferlið hjá sáttasemjara hafið

Formaður Eflingar segist viss um að það hafi verið rétt ákvörðun að vísa deilunni til ríkissáttasemjara. Framkvæmdastjóri SA leggur áherslu á að samhliða haldi samningaviðræður við aðra aðila áfram.

Fram­sýn í­hug­ar að skilj­a sig frá Starfs­grein­a­sam­band­in­u

Stéttarfélagið Framsýn hefur samþykkt að draga til baka samningsumboð Starfsgreinasambands Íslands fyrir sína hönd til baka, miði samningaviðræðum sambandsins við Samtök atvinnulífsins ekki áfram í byrjun næsta árs. Þetta kemur fram í tilkynningu félagsins sem barst fréttastofu nú í kvöld.

Kynnir jarðgöng undir Setberg í Hafnarfirði

Samgönguráðherra hefur kynnt þann möguleika að setja Reykjanesbraut í Hafnarfirði að hluta í jarðgöng undir Setbergshamar. Göngin yrðu um fjórtánhundruð metra löng og talin kosta tólf milljarða króna.

Dæmi um að hundar hlaupi fyrir bíla vegna flugelda

Matvælastofnun gaf í dag út tilkynningu þar sem dýraeigendur eru minntir á að huga vel að dýrum sínum í aðdraganda áramótanna sökum flugeldaskota sem fylgja því þegar nýtt ár gengur í garð. Gæludýra- og hesteigendur eru sérstaklega hvattir til þess að gera ráðstafanir til þess að gera dýrum sínum lífið sem bærilegast meðan flugeldahríðin stendur yfir.

Hestastyttur út um allt inni í stofu

Sigurlín Grímsdóttir á bænum Votumýri í Skeiða og Gnúpverjahreppi safnar styttum á hestum en hún á vel yfir þrjú hundruð styttur. Engin þeirra er eins.

Endar á götunni eða í fangaklefa eftir innlögn á geðdeild

Ungur maður, sem glímir við geð- og fíknivanda, segir erfitt að halda sér frá neyslu þegar ekkert nema gatan bíði hans við útskrift af geðdeild. Hann segist oft hafa gist fangageymslu en þar sjái hann stundum ofsjónir. Forstöðumaður gistiskýlisins við Lindargötu segir vanda geðsjúkra sem búi á götunni það mikinn að oft sé betra að þeir séu í fangelsi.

Bílstóll barnsins sem lést var laus

Lögregla og rannsóknarnefnd samgönguslysa unnu í dag að rannsókn umferðarslyssins sem varð við Núpsvötn í gær. Bílstóll fannst laus í Land Cruiser-jeppanum sem fór út af veginum við Núpsvatnsbrú og barnið sem lést var ekki í stólnum. Blóðsýni á ökumanni bifreiðarinnar leiddi í ljós að hann var ekki undir áhrifum áfengis.

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Ferðamenn sem leigðu bílaleigubíl í dag eru sagðir áhyggjufullir eftir banaslysið við Núpsvötn í gær. Þetta og fleira í kvöldfréttum Stöðvar 2 sem hefjast klukkan 18:30.

Litla stúlkan sem lést var ekki í bílstól

Sveinn Kristján Rúnarsson, yfirlögregluþjónn á Suðurlandi, segir erfitt að fullyrða um það hversu miklu bílstóll hefði getað bjargað en bílstólar veiti börnum gríðarlega mikla vörn.

Næturstrætó ekur áfram á næsta ári

Strætó mun áfram aka að næturlagi um höfuðborgarsvæðið á komandi ári. Ætla má að einhverjar breytingar verði þó gerðar á leiðakerfinu sem kynntar verða betur síðar.

Beraði sig í Leifsstöð

Nokkur erill hefur verið hjá flugstöðvardeild lögreglunnar á Suðurnesjum vegna ölvunar farþega í Flugstöð Leifs Eiríkssonar.

Aðeins þrjú snjóléttari haust í nærri sextíu ár

Haustið 2018 hefur verið óvenjulega snjólétt. Í Reykjavík teljast aðeins þrír dagar hafa verið með alhvítri jörð. Eru sextán ár frá því jörð var alhvít í færri daga. Veðurfræðingur segir ekkert benda til þess að snjó kyngi niður á næstunni.

Engar eignir fundist upp í tap Hörpu

Kári Sturluson og KS Productions fengu fyrirframgreiðslu upp á 35 milljónir króna af miðasölutekjum en peningurinn hefur ekki skilað sér aftur.

Tvær konur fórust í slysinu við Núpsvötn

Eiginmenn kvennanna eru alvarlega slasaðir ásamt tveimur börnum sem voru í bílnum sem fór fram á brúnni yfir Núpsvötn í morgun. Auk kvennanna fórst ungt barn.

Samfélagið endurskoði hug sinn til flugelda

Rakel Kristinsdóttir, íbúi í Hlíðunum, kom á samstarfi íbúasamtaka ýmissa hverfa í Reykjavík og Reykjavíkurborgar til að auka öryggi fólks um áramótin.

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Banaslysið við Núpsvötn, samdráttur í ferðaþjónustunni og ný heit laug á Langasendi á Akranesi er á meðal efni kvöldfrétta Stöðvar 2 sem hefjast klukkan 18:30.

Sjá næstu 50 fréttir