Innlent

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Ritstjórn skrifar
Litla stúlkan sem lést í umferðarslysinu við Núpsvötn í gær var ekki í barnabílstól. Yfirlögregluþjónn á Suðurlandi segir alltaf þess virði að nota bílstóla en of algengt sé að reglur um öryggisbúnað séu ekki virtar hjá ferðamönnum frá Asíu. Framkvæmdastjóri bílaleigunnar AVIS segir erlenda ferðamenn, sem hafa leigt sér bílaleigubíla í dag, áhyggjufulla vegna slyssins.

Við fjöllum nánar um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2 klukkan hálf sjö.

Við ræðum einnig við ungan mann, sem glímir við geð- og fíknivanda. Hann segir erfitt að halda sér frá neyslu þegar ekkert nema gatan bíði hans við útskrift af geðdeild. Hann segist oft hafa gist fangageymslu en þar sjái hann stundum ofsjónir. Forstöðumaður gistiskýlisins við Lindargötu segir vanda geðsjúkra sem búi á götunni það mikinn að oft sé betra að þeir séu í fangelsi.

Samgönguráðherra hefur kynnt þann möguleika að setja Reykjanesbraut í Hafnarfirði að hluta í jarðgöng undir Setbergshamar. Göngin yrðu um fjórtánhundruð metra löng og eru talin kosta tólf milljarða króna.

Þá fylgjumst við með forsætisráðherra kaupa fyrsta græðlinginn af björgunarsveitum og hittum bónda með stórt safn af hestastyttum. Þetta og margt fleira á samtengdum rásum Bylgjunnar, Stöðvar 2 og Vísis klukkan hálf sjö.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×