Innlent

Í farbanni út janúar grunaður um kynferðisbrot í Eyjum

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Frá Vestmannaeyjum.
Frá Vestmannaeyjum. Vísir/Einar Árnason
Lögreglan í Vestmannaeyjum hefur til rannsóknar kynferðisbrot sem talið er að hafi átt sér stað í lok nóvember. Karlmaður er í haldi grunaður um brotið og var hann til að byrja með úrskurðaður í gæsluvarðhald í Héraðsdómi Suðurlands á grundvelli rannsóknarhagsmuna. Í framhaldinu var maðurinn úrskurðaður í farbann til 30. janúar.

Fjögur fíkniefnamál hafa komið upp á undanförnum vikum í Eyjum. Í tveimur tilvikum er grunur um dreifingu og sölu á fíkniefnum því um talsvert magn er að ræða samkvæmt því sem fram kemur í tilkynningu frá lögreglunni í Eyjum.

Þá handtók lögregla karlmann grunaðan um innbrot í verslun 66°N við Miðstræti. Úlpum var stolið en karlmaðurinn var handtekinn fljótlega eftir innbrotið. Málið er í rannsókn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×