Innlent

Sumarbústaður brennur við Suðurlandsveg

Andri Eysteinsson skrifar
Frá aðgerðum á vettvangi í nótt.
Frá aðgerðum á vettvangi í nótt. Vísir/JóiK
Eldur kom upp í yfirgefnu sumarhúsi í Lækjarbotnalandi við Suðurlandsveg rétt fyrir klukkan sex í morgun. Tekin var ákvörðun um að slökkva ekki eldinn og láta húsið brenna til að koma í veg fyrir mengun en húsið er í grennd við vatnsverndarsvæði.

Til stóð einnig að rífa húsið. Svæðið er vel vaktað samkvæmt upplýsingum frá Slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu og eldurinn nú kominn á glóðarstig. Nokkurn reyk leggur þó frá húsinu og yfir Suðurlandsveg. Ættu ökumenn sem eiga leið þar um því að sýna aðgát þar sem skyggni er verra vegna reyksins.

Þá var slökkviliðið kallað út laust fyrir miðnætti í gærkvöldi þar sem kveikt hafði verið í rusli á framkvæmdasvæðinu við Kársnesskóla sem verið er að rífa. Eldurinn varð ekki að miklu báli samkvæmt upplýsingum frá slökkviliðinu og gekk slökkvistarf vel á vettvangi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×