Fleiri fréttir

Leiðir mótmæli afkomendanna

Vigdís Finnbogadóttir, fyrrverandi forseti Íslands, leiðir á morgun mótmæli gegn því "að grafir 600 Reykvíkinga verði lagðar undir hótel“, eins og segir í tilkynningu hóps sem kallar sig Vini Víkurgarðs.

Orkupakki og breytingar á fjárlögum í Víglínunni

Fjárlagafrumvarpið og þriðji orkupakki evrópska efnahagssvæðisins verða áberandi í Víglínunni í hádeginu á Stöð 2. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Miðflokksins og Logi Einarsson formaður Samfylkingarinnar mæta til Heimis Más Péturssonar fréttamanns til að ræða þessi mál.

Stórbruni í Hafnarfirði: „Við verðum þarna í allan dag“

Búið er að rífa efri hæð hússins að Hvaleyrarbraut 39 í Hafnarfirði en þar var Glugga-og hurðasmiðja SB til húsa. Eldur logar enn í litlu rými á vélaverkstæðinu sem er á neðri hæð hússins en erfitt er fyrir slökkviliðsmenn að komast að eldinum því aðstæður á vettvangi eru slæmar.

Rigning og rok í kortunum út daginn

Búist er við suðaustanhvassviðri og vatsveðri á sunnan og vestanverðu landinu í dag. Þá er spáð staðbundnum stormi víðs vegar um landið og má búast við vatnavöxtum í ám og lækjum.

Dómararnir ræða sín á milli um birtingu dóma

Hvorki blaðamenn né háskólamenn eiga fulltrúa á fundi dómstólasýslunnar um birtingu dóma á netinu. Það kostar 4.500 krónur að sitja fundinn. Fleiri sjónarmið þurfa að heyrast en þröng stéttasjónarmið segir nýdoktor í lögum.

Aðstæður gríðarlega erfiðar og mikið um sprengingar

Sigurður Lárus Fossberg, varðstjóri slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu segir aðstæður við stórbrunann í Hafnarfirði hafa verið gríðarlega erfiðar og miklar sprengingar á svæðinu þegar slökkvilið bar að garði.

BHM vill afnema ábyrgðir af eldri námslánum

Árið 2009 hætti Lánasjóður íslenskra námsmanna, LÍN, að krefja lántakendur um ábyrgðarmenn á lánum þeirra hjá sjóðnum. Hins vegar var einnig ákveðið að aflétta ekki ábyrgðum af eldri lánum. Þórunn Sveinbjarnardóttir formaður Bandalags háskólamanna segir þetta fela í sér ótæka mismunun.

Sænskir bræður þjónusta blinda

Bræðurnir Leffe, Ludde og Lapan eru ný lentir á Íslandi en um er að ræða þrjá nýja blindrahunda sem keyptir voru frá Svíþjóð.

Sprungin rúða og löskuð hurð ollu töfum á tveimur ferðum WOW air

Umtalsverðar tafir urðu á tveimur áætlunarflugferðum WOW air til landsins vegna óhappa í dag. Annars vegar var um að ræða sprungu í rúðu vélar sem fara átti frá Mílanó til Keflavíkur í dag. Þá slóst landgöngubrú í hurð vélar félagsins í Kaupmannahöfn meðan farþegar hennar stigu frá borði og olli því að vélin var ekki metin flughæf.

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Þeir sem hafa lent í vanskilum með smálán ættu að íhuga að kanna sinn rétt að sögn formanns starfshóps sem er að skoða umhverfi smálánafyrirtækja á Íslandi. Hann segir lánin mögulega vera ólögleg. Fjallað verður nánar um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld.

Íslensk sjálfboðaliðasamtök sýknuð af launakröfu

Héraðsdómur Reykjavíkur sýknaði í dag sjálfboðaliðasamtökin Seeds á Íslandi af launakröfu portúgalska doktorsnemans Tiago Quintanihla. Krafan sneri að vangoldnum launum og hljóðaði upp á rúmar tvær milljónir króna.

Sannfærð um íkveikju og ósátt við ákvörðun lögreglu

Andrea Kristín Unnarsdóttir, sem varð fyrir þriðja stigs bruna þegar kveikt var í heimili hennar á Stokkseyri sumarið 2017, segist furða sig á vinnubrögðum lögreglu í málinu. Samkvæmt lögreglunni á Suðurlandi telst málið óupplýst þó að grunur hafi verið uppi um íkveikju.

Vilja kanna skaðabótaskyldu vegna Banksy

Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokks og áheyrnarfulltrúi Miðflokksins lögðu fram tillögu á fundi borgarráðs í gær þess efnis að borgin kanni hvort skaðabótaskyldi hafi skapast þegar Jón Gnarr lét farga listaverki eftir Banksy sem hékk á skrifstofu borgarstjóra þegar Jón gegndi því embætti.

Zúistar fá tugi milljóna frá ríkinu en finnast hvergi

Að óbreyttu fær trúfélagið Zuism rúmar 20 milljónir króna frá ríkinu í formi sóknargjalda á næsta ári. Félagið virðist húsnæðislaust, með takmarkaða starfsemi og ekki næst í forsvarsmenn þess.

Segir börnum mismunað

Tillaga Flokks fólksins um þriðjungs lækkun á verði skólamáltíða var felld á fundi borgarráðs í gær.

Sjá næstu 50 fréttir