Gagnrýna hugmyndir ráðherra sem skerða fé til rannsókna Sveinn Arnarsson skrifar 17. nóvember 2018 08:00 Svandís Svavarsdóttir hefur lagt fram frumvarp á þingi sem gerir henni kleift að setja reglugerð um gjaldtöku vísindasiðanefndar vegna umsókna um leyfi til að hefja vísindarannsóknir á heilbrigðissviði. Fréttablaðið/Ernir Vísindi Prófessorar við Háskóla Íslands og Háskólann á Akureyri leggjast hart gegn frumvarpi heilbrigðisráðherra sem leggur til að vísindasiðanefnd verði veitt heimild til að rukka fyrir umsóknir um rannsóknir í heilbrigðisvísindum. Telja þeir hugmyndir ráðherra ekki í takt við að styrkja vísindi og rannsóknir hér á landi. Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra hefur lagt fram frumvarp á þingi sem gerir henni kleift að setja reglugerð um gjaldtöku vísindasiðanefndar vegna umsókna um leyfi til að hefja vísindarannsóknir á heilbrigðissviði. Gjaldtaka á borð við þá sem hér er lögð til vísar til framkvæmdar erlendis og mikilvægis þess að á Íslandi starfi öflug vísindasiðanefnd sem hefur burði til að takast á við þau verkefni sem henni eru falin samkvæmt lögum. Sigurður Kristinsson, prófessor við Háskólann á Akureyri og sérfræðingur í siðfræði rannsókna, segir þetta varhugaverða þróun. Hann segir áhugavert að Norðmenn skuli ekki fara þessa leið og telur of mörgum spurningum ósvarað hvað þessa lagabreytingu varðar. „Ef gjaldtakan á að standa undir kostnaði er það opinn tékki að mínu mati því kostnaður við rekstur vísindasiðanefndar getur verið reiknaður á ýmsa vegu og menn vita því ekki alveg hvað það þýðir. Einnig er mér sagt að í Svíþjóð sé gjaldið fimm þúsund sænskar krónur. Það er nóg til að vera hamlandi fyrir rannsóknir og skapa ójafnvægi milli rannsakenda,“ segir Sigurður.Sigurður Kristinsson, prófessor við Háskólann á Akureyri.„Einnig þurfum við að velta fyrir okkur hvort það sé heppilegt að koma á viðskiptasambandi milli vísindasiðanefndar og rannsakenda þar sem nefndin á að vera sjálfstæð og óháð. En fyrst og fremst er hættan sú að þetta fjármagn fari af öðru fé sem öllu jöfnu fer í rannsóknir og vísindi.“ „Þó að í hópi umsækjenda til VSN séu einnig nokkur öflug fyrirtæki [sem rekin eru í hagnaðarskyni] á hverju ári sem munar lítið um að greiða til nefndarinnar, þá telur Læknadeild ekki ásættanlegt að fara í þessa vegferð á meðan fjármögnun vísinda á heilbrigðissviði stendur jafn illa og raun ber vitni,“ stendur í gagnrýnni umsögn Engilberts Sigurðssonar, prófessors í geðlæknisfræði og forseta læknadeildar Háskóla Íslands. sveinn@frettabladid.is Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Innlent Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Erlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Innlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Innlent Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Innlent Foráttuveður í kortunum Innlent Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Erlent Fleiri fréttir Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Lögmannafélagið aðhefst ekki Allir Grindvíkingar fái að kjósa í Grindavík Stjórn RÚV vill vísa Ísraelum úr Eurovision Mjófirðingar segja laxeldi geta lyft byggðinni snöggt „Við erum með stórt sár á sálinni“ Grindvíkingar fá orðið, hálkuslys og frestun barneigna „Það er búið að vera steinpakkað“ Þakkar fjölmiðlaumfjöllun að grænt ljós fékkst „Fullkomið hneyksli“ ef Alþingi veitti Daða Má skattlagningarvald Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Skipti mestu máli að halda góðri rútínu í svartasta skammdeginu Sjá meira
Vísindi Prófessorar við Háskóla Íslands og Háskólann á Akureyri leggjast hart gegn frumvarpi heilbrigðisráðherra sem leggur til að vísindasiðanefnd verði veitt heimild til að rukka fyrir umsóknir um rannsóknir í heilbrigðisvísindum. Telja þeir hugmyndir ráðherra ekki í takt við að styrkja vísindi og rannsóknir hér á landi. Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra hefur lagt fram frumvarp á þingi sem gerir henni kleift að setja reglugerð um gjaldtöku vísindasiðanefndar vegna umsókna um leyfi til að hefja vísindarannsóknir á heilbrigðissviði. Gjaldtaka á borð við þá sem hér er lögð til vísar til framkvæmdar erlendis og mikilvægis þess að á Íslandi starfi öflug vísindasiðanefnd sem hefur burði til að takast á við þau verkefni sem henni eru falin samkvæmt lögum. Sigurður Kristinsson, prófessor við Háskólann á Akureyri og sérfræðingur í siðfræði rannsókna, segir þetta varhugaverða þróun. Hann segir áhugavert að Norðmenn skuli ekki fara þessa leið og telur of mörgum spurningum ósvarað hvað þessa lagabreytingu varðar. „Ef gjaldtakan á að standa undir kostnaði er það opinn tékki að mínu mati því kostnaður við rekstur vísindasiðanefndar getur verið reiknaður á ýmsa vegu og menn vita því ekki alveg hvað það þýðir. Einnig er mér sagt að í Svíþjóð sé gjaldið fimm þúsund sænskar krónur. Það er nóg til að vera hamlandi fyrir rannsóknir og skapa ójafnvægi milli rannsakenda,“ segir Sigurður.Sigurður Kristinsson, prófessor við Háskólann á Akureyri.„Einnig þurfum við að velta fyrir okkur hvort það sé heppilegt að koma á viðskiptasambandi milli vísindasiðanefndar og rannsakenda þar sem nefndin á að vera sjálfstæð og óháð. En fyrst og fremst er hættan sú að þetta fjármagn fari af öðru fé sem öllu jöfnu fer í rannsóknir og vísindi.“ „Þó að í hópi umsækjenda til VSN séu einnig nokkur öflug fyrirtæki [sem rekin eru í hagnaðarskyni] á hverju ári sem munar lítið um að greiða til nefndarinnar, þá telur Læknadeild ekki ásættanlegt að fara í þessa vegferð á meðan fjármögnun vísinda á heilbrigðissviði stendur jafn illa og raun ber vitni,“ stendur í gagnrýnni umsögn Engilberts Sigurðssonar, prófessors í geðlæknisfræði og forseta læknadeildar Háskóla Íslands. sveinn@frettabladid.is
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Innlent Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Erlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Innlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Innlent Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Innlent Foráttuveður í kortunum Innlent Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Erlent Fleiri fréttir Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Lögmannafélagið aðhefst ekki Allir Grindvíkingar fái að kjósa í Grindavík Stjórn RÚV vill vísa Ísraelum úr Eurovision Mjófirðingar segja laxeldi geta lyft byggðinni snöggt „Við erum með stórt sár á sálinni“ Grindvíkingar fá orðið, hálkuslys og frestun barneigna „Það er búið að vera steinpakkað“ Þakkar fjölmiðlaumfjöllun að grænt ljós fékkst „Fullkomið hneyksli“ ef Alþingi veitti Daða Má skattlagningarvald Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Skipti mestu máli að halda góðri rútínu í svartasta skammdeginu Sjá meira
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent