Innlent

Segir börnum mismunað

Sighvatur Arnmundsson skrifar
Of dýrt að lækka verð á skólamáltíðum.
Of dýrt að lækka verð á skólamáltíðum. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR
Tillaga Flokks fólksins um þriðjungs lækkun á verði skólamáltíða var felld á fundi borgarráðs í gær. Kom fram á fundinum að áætlaður kostnaður við tillöguna væri 361 milljón króna á ári. Í sumar hafði tillaga flokksins um fríar skólamáltíðir verið felld.

Í bókun Kolbrúnar Baldursdóttur, áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins, segir að verið sé að mismuna börnum í borginni með því að hafa skólamáltíðir ekki fríar og með því að geta heldur ekki lækkað verðið. Minnt er á að fordæmi fyrir lækkun skólamáltíða séu til staðar í öðrum sveitarfélögum.

„Við vitum að það hafa ekki allir foreldrar ráð á að leyfa barni sínu að vera í mat í skólanum. Með því að gæta ekki að jafnræði er verið að brjóta ákvæði í Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna. Það hlýtur að vera vilji okkar allra að ekkert barn sé svangt í skólanum.“ – sar




Fleiri fréttir

Sjá meira


×