Fleiri fréttir

Röðuðu saman erfðamengi Hans Jónatans

Vísindamenn Íslenskrar erfðagreiningar hafa raðað saman erfðamengi Hans Jónatans sem fæddist í þrældómi en kom til Íslands í upphafi nítjándu aldar. Þetta gerðu þeir með bútum af litningum hundrað áttatíu og tveggja afkomenda hans. Talið er að Hans Jónatan eigi sér 700 afkomendur á Íslandi.

Markvissar aðgerðir nauðsynlegar til að draga úr plastmengun

Íslensk stjórnvöld þurfa að fara í markvissari aðgerðir til að draga úr plastmengun hafsins. Þetta sýna niðurstöður meistaraverkefnis í opinberri stjórnsýslu en þar er mælt með því að stjórnvöld setji reglur sem banni innflutning á vörum sem innihalda örplast.

Sóley aðstoðar Ásmund Einar

Sóley Ragnarsdóttir lögfræðingur hefur verið ráðin aðstoðarmaður Ásmundar Einars Daðasonar félags- og jafnréttismálaráðherra.

Niðurstaða í kjötþjófnaðarmáli um mánaðamótin

Búast má við því að ákvörðun um ákæru í umfangsmiklu kjötþjófnaðarmáli, sem upp kom á Keflavíkurflugvelli í haust, verði tekin fyrir eða um mánaðamótin. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Suðurnesjum telst málið upplýst og rannsókn að ljúka. Fram hefur komið að um hálfu tonni af kjöti hafi verið stolið.

Kærðu skipan í fjárlaganefnd

Kærunefnd jafnréttismála vísaði frá kæru Kvenréttindafélags Ísland vegna skipunar í fjárlaganefnd Alþingis. Félagið þótti ekki hafa sýnt að það ætti aðild að málinu.

Fresta máli um nýjar vindmyllur

Sveitarstjórn Rangárþings ytra hefur orðið við beiðni Steingríms Erlingssonar í Biokraft og frestað til næsta fundar að taka endanlega afstöðu til beiðni hans um uppsetningu tveggja nýrra vindmylla í Þykkvabæ.

Ofbeldi, áreitni og mismunun í prestastétt

Konur í prestastétt sendu í gær frá sér yfirlýsingu vegna #metoo byltingarinnar og skoruðu á stjórn þjóðkirkjunnar að beita sér fyrir siðbót hvað varðar vinnuumhverfi kvenna í kirkjunni.

Listi Samfylkingarinnar í Kópavogi

Samfylkingin í Kópavogi ákvað að stilla upp á lista flokksins í næstu bæjarstjórnarkosningum og í kvöld skilaði uppstillingarnefnd tillögu að skipun lista Samfylkingarinnar og var hann samþykktur á fundi flokksins samhljóða.

Læknar eiga erfitt með að leita sér lækninga

Á Læknadögum var rætt um heilsu lækna en starfið er mjög streituvaldandi. Þróunin er þó í rétta átt og læknar eru farnir að upplýsa samstarfsfólk ef álagið er of mikið og leita sér hjálpar.

Jarðvegsgerlar í kalda vatninu í Reykjavík

Í varúðarskyni mælir Heilbrigðiseftirlitið með því að neysluvatn í vissum hverfum borgarinnar sé soðið ef um neytendur er að ræða sem eru viðkvæmir t.d. með lélegt ónæmiskerfi, ungabörn, aldraðir eða fólk með undirliggjandi sjúkdóma.

Sjá næstu 50 fréttir