Innlent

Kvöldfréttir Stöðvar 2 í beinni

Birgir Olgeirsson skrifar
Björgunarsveitir sinna nú óveðursútköllum á höfuðborgarsvæðinu og í nágrenni þess. Á Vestfjörðum er enn í gildi óvissustig vegna snjóflóðahættu. Fjallað verður um enn einn óveðursskellinn í fréttum Stöðvar tvö klukkan hálf sjö.

Þar fjöllum við líka um neysluvatn á höfuðborgarsvæðinu sem nú er orðið drykkjarhæft og kynnum okkur stöðu mála í innanlandsflugi, en komi ekki til meira fjármagn frá hinu opinbera til reksturs flugvalla á næstu þremur árum, gæti þurft að fækka þeim vegna skorts á öryggi.

Loks kynnum við okkur áhugavert erfðamengi þrælsins Hans Jónatans, sem talið er að eigi sér sjö hundruð afkomendur á Íslandi.

Þetta og margt fleira í fréttum Stöðvar tvö í opinni dagskrá klukkan 18.30.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×