Innlent

Listi Samfylkingarinnar í Kópavogi

Birgir Olgeirsson skrifar
Frá vinstri til hægri: Elvar Páll Sigurðsson, Bergljót Kristinsdóttir, Pétur Hrafn Sigurðsson, Donata H. Bukowska.
Frá vinstri til hægri: Elvar Páll Sigurðsson, Bergljót Kristinsdóttir, Pétur Hrafn Sigurðsson, Donata H. Bukowska.
Samfylkingin í Kópavogi ákvað að stilla upp á lista flokksins í næstu bæjarstjórnarkosningum og í kvöld skilaði uppstillingarnefnd tillögu að skipun lista Samfylkingarinnar og var hann samþykktur á fundi flokksins samhljóða.

Pétur Hrafn Sigurðsson oddviti Samfylkingarinnar í Kópavogi verður áfram í 1. sæti og Bergljót Kristinsdóttir varabæjarfulltrúi mun skipa 2. sætið en Ása Richardsdóttir bæjarfulltrúi sem skipar 2. sætið gefur ekki kost á sér til áframhaldandi setu í bæjarstjórn. Elvar Páll Sigurðsson 26 ára markaðsfræðingur verður í 3. sæti og Donata H. Bukowska ráðgjafi í málefnum erlendra grunnskólanemenda í Kópavogi mun skipa 4. sætið.

Listann má sjá á vef Samfylkingarinnar í Kópavogi, betrikopavogur.is




Fleiri fréttir

Sjá meira


×