Innlent

Tveir fórust þegar hús hrundi í Antwerpen

Atli Ísleifsson skrifar
Íbúðahúsið sem um ræðir stendur við Paardenmarkt í miðborg Antwerpen.
Íbúðahúsið sem um ræðir stendur við Paardenmarkt í miðborg Antwerpen. Vísir/AFP
Tveir hið minnsta eru látnir eftir að hús hrundi í kjölfar sprengingar í belgísku borginni Antwerpen í gærkvöldi. Spengingin er rakin til gasleka og hefur lögregla útilokað að um hryðjuverk hafi verið að ræða.

Íbúðahúsið sem um ræðir stendur við Paardenmarkt í miðborg Antwerpen, en skemmdir urðu á þremur byggingum til viðbótar.

Í frétt BBC segir að fjórtán manns hafi særst, þar af sex alvarlega.

Björgunarlið fann lík tveggja manna í morgun, en áður hafði tekist að bjarga þremur á lífi úr rústum byggingarinnar, þar af einu barni.

Viðbúnaðarstig hefur verið hátt í Belgíu frá sprengjuárásunum í Brussel árið 2016.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×