Innlent

Bjarga þurfti manni sem stökk út í Ölfusá

Jóhann K. Jóhannsson skrifar
Atvikið átti sér stað við Ölfusá neðan við sláturfélagið.
Atvikið átti sér stað við Ölfusá neðan við sláturfélagið. Vísir/Stefán

Uppfært klukkan 14:35

Fyrirsögnfréttarinnar var breytt þar sem hún benti til þess að mennirnir hefðu fallið í ána fyrir slysni.



Bjarga þurfti manni sem stökk út í Ölfusá í nótt. Félagi hans fór á eftir honum auk lögreglumanns. Allir björguðust úr ánni en voru fluttir á slysadeild á Selfossi til aðhlynningar.



Atvikið átti sér stað við Ölfusá neðan við sláturfélagið en einn maður hoppaði í ánna og fór félagi hans á eftir honum til þess að bjarga honum.



Lögregla og sjúkrabílar voru sendir á vettvang og fór einn lögreglumaður í ána. Öllum mönnunum var bjargað í land skömmu síðar og þeir fluttir á Heilbrigðisstofnun Suðurlands til aðhlynningar.



Þá var bæjarhátíðin Kótelettan haldin á Selfossi um helgina og var mikill erill hjá lögreglu á staðnum í nótt, sem þurfti að sinna fjölmörgum útköllum, meðal annars á tjaldsvæðinu á Selfossi vegna ölvunar hátíðargesta.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×