Fleiri fréttir

Nýtt skráningarkerfi átti að vera komið

Nýtt skráningarkerfi til að bæta afgreiðsluhraða í forskráningum bíla átti að vera komið í gagnið á vormánuðum 2017. Það hefur frestast og stefnt er að því að það verði tekið í notkun í haust.

Einkareknir fjölmiðlar í mun verri stöðu en áður

Rekstrarumhverfi fjölmiðla hefur versnað mjög undanfarin ár. Stutt er síðan útgáfa Fréttatímans var stöðvuð og Pressan og DV standa höllum fæti. Stjórnmálamenn telja rétt að skoða stöðuna.

Vilborg bíður í grunnbúðum: „Fannst ég þurfa að fara til baka“

Vilborg Arna bíður í grunnbúðum Everest eftir að veður leyfi ferð hennar upp á topp. Hún segir biðina það erfiðasta við ferlið og að margir gefist upp á henni. Þetta er í þriðja skipti sem Vilborg reynir við toppinn en síðustu tvö skipti urðu náttúruhamfarir sem kostuðu fjölda manns lífið.

Ferðaþjónustufyrirtæki gera sextán ára stúlku kleift að láta draum sinn rætast

Sextán ára stúlka frá Bandaríkjunum sem er með langvinnan sjúkdóm hefur fengið ósk sína, að ferðast um Ísland, uppfyllta. Hin ýmsu ferðaþjónustufyrirtæki á Íslandi hafa tekið höndum saman og bjóða henni í ferðir og uppihald eftir að auglýst var eftir ódýrum ferðahugmyndum á facebook-síðunni Bakland ferðaþjónustunnar.

Einn af hverjum sex sem þráir að eignast barn glímir við ófrjósemi

Einn af hverjum sex sem þráir að eignast barn hér á landi glímir við ófrjósemi. Formaður Tilveru, samtaka um ófrjósemi, segir að skilningur á vandanum sé takmarkaður og að margir sem standi í þessum sporum treysti sér ekki til að segja frá og beri harm sinn í hljóði.

Lungnasjúklingar berjast um súrefnissíur

Aðeins sjötíu ferðasúrefnissíur til handa 500 sjúklingum. Síurnar skipta sköpum fyrir sjúklinga, til dæmis á ferðalögum, á atvinnumarkaði og almennt til að sporna gegn félagslegri einangrun.

Guðni sendir Macron heillaóskir

Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, hefur sent nýkjörnum forseta Frakklands, Emmanuel Macron, heillaóskir í tilefni af embættistöku hans í dag.

Ekki til peningur fyrir nýjum kennurum

Jón Atli Benediktsson rektor Háskóla íslands segir brýnt að auka fjárframlög til háskólans á næstu árum til að skólinn geti sinnt hlutverki sínu. H

Einn á slysadeild eftir eldsvoða

Einn var fluttur á slysadeild með brunasár eftir að eldur kom upp í kjallaraíbúð við Mosgerði í Reykjavík í morgun.

Fjármálaráðherra boðar aðgerðir gegn skattundanskotum

Benedikt Jóhannesson, fjármálaráðherra, segir að þær upplýsingar sem koma fram í gögnum um eignir Íslendinga í skattaskjólum sýni að það hafi verið rétt ákvörðun að kaupa gögnin. Búist er við því að starfshópar skili skýrslu á næstu vikum um leiðir til að koma í veg fyrir skattundanskot, meðal annars í ferðaþjónustunni.

Fyrsti Íslendingurinn sem fer á K2 lagður af stað í undirbúningsferð á Lhotse

Göngugarpurinn John Snorri Sigurjónsson, sem ætlar að verða fyrsti Íslendingurinn til að klífa K2, er lagður af stað í undirbúningsferð upp fjallið Lhotse í Nepal en hann mun einnig verða fyrsti Íslendingurinn til að toppa það. Hann hefur verið í grunnbúðunum í tæpan mánuð og segir biðina erfiða.

Ávísunum á Melatónín hefur fjölgað um 134 prósent

Ávísunum á svefnlyfið Melatónín hefur fjölgað um 134 prósent frá árinu 2012. Verkefnastjóri lyfjamála hjá landlæknisembættinu segir að hér sé lyfinu ávísað til barna í mun meira mæli en annars staðar á Norðurlöndum. Embættið hafi áhyggjur af þróun mála enda séu ekki til rannsóknir á langtímaáhrifum lyfsins.

Kristján Þór: Eðlilegt að starfsmenn hafi áhyggjur af stöðunni

Krstján Þór Júlíusson menntamálaráðherra segist ekki geta fullyrt um að starfsmenn Fjölbrautaskólans við Ármúla muni halda sinni réttarstöðu sem opinberir starfsmenn ef af sameiningu Tækniskólans og FÁ verður. Hann skilji efasemdir þeirra og áhyggjur.

Bónus gefur milljón í söfnun Hróksins

Framkvæmdastjóri Bónus, Guðmundur Marteinsson, sendi Hrafni Jökulssyni, forseta Hróksins skilaboð um að Bónus myndi gefa eina milljón króna í söfnun Hróksins.

Þrjár milljónir í sálfræðinga fyrir vistmenn

"Þetta er gert í framhaldi af skýrslu vistheimilanefndar sem var gefin út fyrr á árinu. Þar var meðal annars lagt til að boðið yrði upp á slíka þjónustu,“ segir Óttarr Proppé heilbrigðisráðherra.

Missti dætur sínar vegna óreglu

Á meðal gagna í málinu er tilkynning sem barst frá sjúkraflutningamönnum og hjúkrunarfólki um að móðirin hafi verið drukkin ásamt elstu dóttur sinni í miðbæ Reykjavíkur skömmu áður en hún varð 18 ára gömul.

Nefndaformenn: „Þingið þarf að bregðast við“

Þungavigtarmenn á þingi telja að stjórnvöld verði að svara þeim spurningum sem Skagamálið beinir kastljósinu að. Ráðherranefnd skuli jafnvel einbeita sér að byggðafestu og samfélagslegri ábyrgð.

Kennarar á Akranesi eru óánægðastir

Fjölbrautaskóli Vesturlands kemur verst allra framhaldsskóla út úr könnun. Fjölbrautaskólinn við Ármúla kemur best út af öllum skólum á höfuðborgarsvæðinu. Félag framhaldsskólakennara fylgir niðurstöðum eftir með eigin könnun.

Vinnuveitendur sagðir okra á starfsmönnum

Erlent vinnuafl hefur aukist mikið síðustu misseri hér á landi. Færst hefur í aukana að vinnuveitendur sjái vinnuafli fyrir húsnæði meðan á dvöl stendur.

Sjá næstu 50 fréttir