Innlent

Auknar líkur á aurskriðum og staðbundnum flóðum

Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar
Úrkoman hefur verið með mesta móti að undanförnu.
Úrkoman hefur verið með mesta móti að undanförnu. vísir/vilhelm
Búist er við talsverðri eða mikilli rigningu á Austfjörðum og Suðausturlandi austan Öræfa. Auknar líkur eru á aurskriðum og hætta er á staðbundnum flóðum. Gert er ráð fyrir að það taki að stytta upp seint á sunnudag.

Hríðarveður var á fjallvegum Austfjarða og sums staðar norðantil, til dæmis á Öxnadalsheiði og Steingrímsfjarðarheiði, í gærkvöldi og nótt, en ætti að vera greiðfært milli landshluta í dag.

Úrkoma hefur verið mikil á Austfjörðum og Suðausturlandi austan Öræfa, sérstaklega miðað við árstíma. Fram kemur á vef Veðurstofunnar að oft rigni mikið á þessum slóðum en að samanlögð úrkoma sem búist sé við frá föstudegi til sunnudags verði með mesta móti. Því reyni á að ræsi og önnur frárennslismannvirki séu vel hönnuð og virki rétt.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×