Innlent

Menntamálaráðherra svarar fyrir sameiningu skóla í Víglínunni

Ritstjórn skrifar
Kristján Þór Júlíusson menntamálaráðherra verður gestur Heimis Más Péturssonar fréttamannas í Víglínunni á Stöð 2 og Vísi klukkan 12:20. Hann hefur staðið í ströngu undanfarnar tvær vikur vegna hugmynda um að sameina Tækniskólann og Fjölbrautarskólann við Ármúla sem sætt hefur gagnrýni stjórnarandstöðunnar og kennara og nemenda við Ármúlaskóla.

Þá koma þau Sigurður Ingi Jóhannsson formaður Framsóknarflokksins, Katrín Jakobsdóttir formaður Vinstri grænna ásamt Oddnýju G. Harðardóttur þingflokksformanni Samfylkingarinnar í Víglínuna til að ræða þessi mál. En heilbrigðismálin eru einnig í deiglunni þessa dagana ásamt fiskveiðistjónunarkerfinu eftir fjöldauppsagnir HB Granda á Akranesi.

Einnig eru miklar væringar innan  Framsóknarflokksins þessa dagana sem heldur miðstjórnarfund eftir viku. Þar eru uppi kröfur flokksfélaga um að flýta flokksþingi og jafnvel þrýst á endurnýjun á forystu flokksins.

Víglínan er í opinni dagskrá og í beinni útsendingu á Stöð 2 og Vísi kl 12:20.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×