Erlent

Vantraust á May sagt líklegt

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
May mætir til vinnu í Downing-stræti 10 í morgun.
May mætir til vinnu í Downing-stræti 10 í morgun. vísir/epa
Þingflokksformaður Íhaldsflokksins og varaformenn þingflokksins hafa verið beðnir um að fresta öllum fundum sem þeir höfðu áformað í kjördæmum sínum í dag og koma aftur til London.

Fréttastofa Sky
greinir frá þessu og hefur heimildarmanni á skrifstofu þingflokksformannsins.

Mikil ólga er í Íhaldsflokknum vegna draga að Brexit-samningi ríkisstjórnar Theresu May, forsætisráðherra og formanns flokksins.

Þingmenn sem eru miklir Brexit-sinnar eru afar ósáttir við samninginn og hafa rætt opinskátt um það að lýsa yfir vantrausti á May. Heimildarmaður Sky segir að vantrauststillaga sé nú líkleg.

Á meðal þeirra sem sögðu af sér í gær vegna Brexit-samningsins var Dominic Raab, ráðherra Brexit, í ríkisstjórn May.

Talið var að Michael Gove, umhverfisráðherra og harður Brexit-sinni, myndi mögulega segja af sér í dag en af því verður ekki.

Greint er frá því á vef BBC og haft eftir heimildarmönnum að Gove muni ekki hætta þar sem hann vilja vinna með kollegum sínum að því að tryggja bestu útkomuna fyrir Bretland.

Gove á að hafa hafnað boði May um að taka við Brexit í ríkisstjórn hennar en sagt henni að hann myndi taka við embættinu ef hann fengi umboð til þess að semja um breytingar á drögum samningsins. May og leiðtogar ESB hafa sagt að slíkt komi ekki til greina.


Tengdar fréttir

Hart sótt að May á þinginu

Nokkrir meðlimir ríkisstjórnar Theresu May hafa sagt af sér vegna samningsdraga varðandi brottför Bretland úr Evrópusambandinu sem May er að reyna að fá samþykkt.

Ærið verkefni hjá Theresu May

Breska ríkisstjórnin samþykkti í gær drög að samningi vegna Brexit. Theresa May ræðir samninginn í þinginu í dag. Erfitt verður að koma málinu í gegnum þingið. Stefnt á leiðtoga­ráðsfund 25. nóvember.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×