Fleiri fréttir

Megn ólykt frá skólpi sem stendur í pollum

Fjöldi ferðamanna í Skaftafelli hefur aukist svo gríðarlega að fráveitukerfið á staðnum er löngu sprungið. Skólppollar hafa myndast á svæðinu og megn ólykt er af þeim.

Jónas gefur lítið fyrir gagnrýni á stjórn

Jónas Garðarsson gefur lítið fyrir gagnrýni ýmissa verkalýðsforingja og ályktun aðalfundar Sjómannafélagsins Jötuns í Vestmannaeyjum um brottvikningu Heiðveigar Maríu Einarsdóttur.

Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu

Kosið er til þings, ríkisstjóra og ýmislegs annars í Bandaríkjunum í dag. Kosningarnar eru prófsteinn fyrir ríkisstjórn Trumps forseta og munu hafa veruleg áhrif á seinni hluta kjörtímabilsins.

Mest af olíunni á land í dag

Flutningaskipið Fjordvik er enn strandað við hafnargarðinn í Helguvík. 104 tonn af olíu voru um borð í skipinu en dæling hefur farið fram síðan í fyrradag.

Undirbúa málsókn á hendur Heiðveigu Maríu

Formaður Sjómannafélags Íslands segir að verið sé að undirbúa málsókn á hendur Heiðveigu Maríu Einarsdóttur vegna upploginna saka á forystu félagsins. Heiðveig hyggst stefna Sjómannafélaginu fyrir Félagsdómi vegna brottvikningar hennar úr félaginu.

Arctic Sea Farm og Fjarðalax fá rekstrarleyfi í tíu mánuði

Fiskeldisfyrirtækin Arctic Sea Farm hf. og Fjarðalax hf. hafa fengið rekstrarleyfi til bráðabirgða til 10 mánaða fyrir laxeldi í sjókvíum í Patreksfirði og Tálknafirði, samkvæmt ákvörðun sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra.

Vinnustofur í Veröld fyrir félagasamtök í þróunarsamvinnu

Tvær vinnustofur verða í Veröld - húsi Vigdísar í vikunni fyrir félagasamtök í þróunarsamvinnu, önnur á morgun, þriðjudag, og hin síðari fimmtudaginn 8. október. Báðar vinnustofunar verða opnar milli klukkan 17 og 19. Aðgangur er ókeypis og opið fyrir alla.

Repúblikanar hræddir og Demókratar stressaðir

Þingmenn Repúblikana í fulltrúadeild Bandaríkjaþings telja Donald Trump, forseta, hafa rænt kosningunum sem fram fara á morgun og vilja að hann dragi úr áróðri sínum varðandi innflytjendur.

Um áttatíu nemendum rænt í Kamerún

Árásir herskárra aðskilnaðarsinna hafa verið tíðar í hinum enskumælandi Norðvestur- og Suðvesturhéruðum landsins síðustu misserin.

Lagði til atlögu með hnífsblaði í krepptum hnefa

Maðurinn sem er í haldi lögreglunnar á Akureyri grunaður um tilraun til manndráps lagði til atlögu að fórnarlambinu með hnífsblaði í krepptum hnefa. Fórnarlambið hlaut alls tíu stungusár.

Heræfingar hafnar að nýju í Suður-Kóreu

Fyrsta sameiginlega heræfing Suður-Kóreu og Bandaríkjanna frá því að Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, ákvað að slíkum æfingum skyldi hætt stendur nú yfir.

Sjá næstu 50 fréttir