Innlent

Tekur við sem nýr formaður Ungra jafnaðarmanna

Atli Ísleifsson skrifar
Nikólína Hildur Sveinsdóttir.
Nikólína Hildur Sveinsdóttir. Mynd/Baldur Kristjánsson
Nikólína Hildur Sveinsdóttir tók við embætti formanns Ungra jafnaðarmanna á landsþingi hreyfingarinnar í Hafnarfirði um helgina. Hún tekur við embættinu af Þórarni Snorra Sigurgeirssyni.

Í tilkynningu frá Ungum jafnaðarmönnum segir að yfirskrift þingsins hafi verið „Herör gegn fátækt og ójöfnuði“ en á þinginu veitti hreyfingin Heiðu Björgu Hilmisdóttur félagshyggjuverðlaun Ungra jafnaðarmanna fyrir vinnu sína í þágu #MeToo byltingarinnar.

„Í framkvæmdastjórn voru kjörin: Óskar Steinn Ómarsson Jónínuson varaformaður og viðburðastjóri, Marinó Örn Ólafsson gjaldkeri, Sonja Björg Jóhannsdóttir ritari, Margrét Steinunn Benediktsdóttir alþjóðaritari, Inger Erla Thomsen upplýsinga-og útgáfustjóri, Nanna Hermannsdóttir málefna-og fræðslustjóri og Jón Hjörvar Valgarðsson framhaldsskólafulltrúi.

Kjörnir meðlimir og varamenn í miðstjórn eru eftirfarandi: Agnes Rún Gylfadóttir, Alexander Harðarson, Alondra Silva Muños, Andrea Dagbjört Pálsdóttir, Ari Guðni Hauksson, Auður Alfa Ólafsdóttir, Ágúst Arnar Þráinsson, Colin Arnold Dalrymple, Ída Finnbogadóttir, Ingiríður Halldórsdóttir, Margrét Helga Magnúsdóttir, Róbert Gíslason, Sigurður Ingi R. Guðmundsson, Þorbjörg Þorvaldsdóttir, Þorgrímur Kári Snævarr og Þórarinn Snorri Sigurgeirsson,“ segir í tilkynningunni.

Nanna Hermannsdóttir, Marinó Örn Ólafsson, Margrét Steinunn Benediktsdóttir, Inger Erla Thomsen, Nikólína Hildur Sveinsdóttir, Jón Hjörvar Valgarðsson, Sonja Björg Jóhannsdóttir og Óskar Steinn Ómarsson Jónínuson.Mynd/ungir jafnaðarmenn



Fleiri fréttir

Sjá meira


×